Forsætisráðuneytið skoðar möguleg brot RÚV Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. júní 2018 20:00 Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. Í auglýsingunni má heyra þekkta einstaklinga á borð við forsetann fyrrverandi, frú Vigdísi Finnbogadóttur, lesa brot úr þjóðsöngnum Ó Guð vors lands. Í lokin hljómar svo setningin „RÚV – Okkar allra“ og merki stöðvarinnar sést í mynd. Um þjóðsönginn gilda aftur á móti lög frá árinu 1983 sem takmarka hvernig nota megi sönginn.Óheimilt að nota sönginn í viðskipta- eða auglýsingaskyni Í þriðju grein laganna segir að þjóðsönginn skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Þá sé ekki heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Í sjöttu grein laganna segir enn fremur að brot gegn þeim geti varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Í síðustu viku var fjallað um brot RÚV gegn lögum um RÚV, þar sem stofnunin hafði látið hjá líða að stofna dótturfélag um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um.Frétt Stöðvar 2: RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæliVið það tilefni fundaði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra með útvarpsstjóra, en mál fjölmiðla heyra undir ráðuneyti hennar. Lilja baðst aftur á móti undan viðtali í dag. Mál er snúa að notkun þjóðsöngsins heyra aftur á móti undir forsætisráðuneytið, en í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að ábending hafi borist vegna auglýsingarinnar. Málið sé nú til skoðunar og verði m.a. lagt mat á hvort tilefni sé til að óska formlegra skýringa frá RÚV. Forsvarsmenn RÚV veittu ekki viðtal vegna málsins í dag, en í skriflegu svari frá Hildi Harðardóttur, framkvæmdastjóra samskipta, þróunar og mannauðssviðs, segir aftur á móti að notkunin sé takmörkuð við ljóð Matthíasar Jochumssonar og því ekki um hinn eiginlega þjóðsöng að ræða. Þá geti notkunin tæplega talist í auglýsingaskyni, enda sé um dagskrárkynningu að ræða. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. Í auglýsingunni má heyra þekkta einstaklinga á borð við forsetann fyrrverandi, frú Vigdísi Finnbogadóttur, lesa brot úr þjóðsöngnum Ó Guð vors lands. Í lokin hljómar svo setningin „RÚV – Okkar allra“ og merki stöðvarinnar sést í mynd. Um þjóðsönginn gilda aftur á móti lög frá árinu 1983 sem takmarka hvernig nota megi sönginn.Óheimilt að nota sönginn í viðskipta- eða auglýsingaskyni Í þriðju grein laganna segir að þjóðsönginn skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Þá sé ekki heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Í sjöttu grein laganna segir enn fremur að brot gegn þeim geti varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Í síðustu viku var fjallað um brot RÚV gegn lögum um RÚV, þar sem stofnunin hafði látið hjá líða að stofna dótturfélag um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um.Frétt Stöðvar 2: RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæliVið það tilefni fundaði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra með útvarpsstjóra, en mál fjölmiðla heyra undir ráðuneyti hennar. Lilja baðst aftur á móti undan viðtali í dag. Mál er snúa að notkun þjóðsöngsins heyra aftur á móti undir forsætisráðuneytið, en í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að ábending hafi borist vegna auglýsingarinnar. Málið sé nú til skoðunar og verði m.a. lagt mat á hvort tilefni sé til að óska formlegra skýringa frá RÚV. Forsvarsmenn RÚV veittu ekki viðtal vegna málsins í dag, en í skriflegu svari frá Hildi Harðardóttur, framkvæmdastjóra samskipta, þróunar og mannauðssviðs, segir aftur á móti að notkunin sé takmörkuð við ljóð Matthíasar Jochumssonar og því ekki um hinn eiginlega þjóðsöng að ræða. Þá geti notkunin tæplega talist í auglýsingaskyni, enda sé um dagskrárkynningu að ræða.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira