Fleiri fréttir

Segir fjölda bréfa ekki berast viðtakendum

Fjöldi fólks hefur haft samband við JS Ljósasmiðjuna þar sem það hefur ekki fengið árleg bréf um lýsingu á leiðum í Kópavogskirkjugarði. Eftir að Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hóf Pósturinn rannsókn á málinu á nýjan leik.

Gunnar Bragi segir engan þurfa að segja af sér

Þingflokksformaður Miðflokksins sér ekki ástæðu til þess að hann og aðrir verði að segja af sér þingmennsku vegna ummæla sinna um einstakar þingkonur þótt orðbrgað þeirra hafi verið þeim öllum til minnkunar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 verður farið ítarlega yfir Klaustursupptökurnar svokölluðu. Fréttastofa hefur fengið upptökurnar hjá Stundinni og mun spila brot, meðal annars þar sem þingmennirnir fimm heyrast ræða um útlit og vanhæfni þingkvenna.

Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur

Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða.

Forsætisráðherra segir ummæli Miðflokksmanna dapurleg

Forsætisráðherra segir dapurlegt að skynja þau viðhorf sem fram komi í ummælum þingmanna Miðflokksins þegar varla sé liðið ár frá upphafi MeToo-umræðunnar þar sem konur í stjórnmálum meðal annarra stigu fram og greindu frá reynslu sinni.

„Maður veit eiginlega ekki hvar mörkin liggja hérna“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að þeir þingmenn sem heyrast tala með niðrandi hætti um kollega sína á þingi á upptökum af Klaustur Bar fyrr í mánuðinum ættu virkilega að skoða hug sinn gagnvart því að segja af sér þingmennsku.

Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn

Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki.

Fólk þurfi að axla ábyrgð á eigin gjörðum og ummælum

Forstjóri Persónuverndar segir það skipta máli þegar samtöl fólks séu tekin upp hvort um sé að ræða opinbera persónu eða meðaljón og hvort upptakan sé á einkaheimili eða hlutir séu teknir á almannafæri. Formaður Blaðamannafélagsins bendir fólki á að gæta orða sinna og líta í eigin barm.

Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram.

Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.

ASÍ ekki rætt hugmyndir Ragnars Þórs

"Þessar hugmyndir hafa ekki verið ræddar innan Alþýðusambandsins. En það er stöðugt til umræðu hjá okkur hvernig hægt er að beita lífeyrissjóðunum,“ segir Drífa Snædal.

Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu

Dómsmálaráðherra telur áhyggjur fjölmiðla af þrengri reglum um birtingu dóma óþarfar. Spyr hvort það sé hlutverk ríkisins að halda utan um opinbera skrá á netinu. Forstjóri Persónuverndar segir aðalatriði að farið sé að lögum.

Sjá næstu 50 fréttir