Fleiri fréttir

Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot

Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í kvöld verður rætt við tvær starfskonur Eflingar sem segja forystu félagsins beita skoðanakúgun en þær eru nú í veikindaleyfi.

Vísað af landi brott eftir 16 ára dvöl hér á landi

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Marcel Wojcik, þýsks manns sem dvalið hefur á Íslandi í sextán ár, um að fella úr gildi ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendinga þess efnis að vísa ætti honum úr landi.

Margir krefjast íbúakosningar

Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa stofnað til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni island.is þar sem þess er krafist að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð kísilvera Stakksbergs og Thorsil.

Lýðræðið í hættu vegna nethegðunar Íslendinga

Forstjóri Persónuverndar segir áhyggjuefni að nær allir fullorðnir Íslendingar noti Facebook. Smæðin geri þjóðina berskjaldaða fyrir misnotkun vegna flókinnar notkunar persónuupplýsinga sem risafyrirtæki safna en fáir skilja.

ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað

Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samruni Icelandair og Wow air, lending á Mars og átak í húsnæðismálum er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Sjá næstu 50 fréttir