Fleiri fréttir

Lamdi mann með sleggju en reyndi að koma sökinni yfir á hann og aðra gesti

Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann með sleggju, valdið skemmdarverkum á bíl með téðri sleggju auk þess að haft í fórum sínum talsvert magn af sterum. Maðurinn sagði fyrir dómi að fórnarlambið hefði sviðsett árásina til þess að svíkja út tryggingabætur.

Vegtollarnir á grænu ljósi í gegnum þingið

Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni.

Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð

Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag, að mati Jóns Gunnarssonar alþingismanns. Fjallað verður um málið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 kl. 18:30 og rætt við nefndarmenn, þar á meðal Bergþór Ólason, formann nefndarinnar.

Krabbameinsáætlun til ársins 2030

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að vinna að framkvæmd verkefna í samræmi við tillögu ráðgjafarhóps sem vann að mótun íslenskrar krabbameinsáætlunar á árunum 2013–2016.

Fékk 240 þúsund króna sekt vegna hraðaksturs

Erlendur ferðamaður mældist á dögunum á 164 kílómetra hraða á Reykjanesbraut. Fékk hann 240 þúsund króna sekt vegna hraðakstursins að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Ís­kalt en bjart í höfuð­borginni

Það verður kalt á landinu næstu daga ef marka má spákortin á vef Veðurstofu Íslands. Þannig er spáð allt að ellefu stiga frosti í Reykjavík á hádegi á laugardegi, sextán stiga frosti á sama tíma á Akureyri og átján stiga frosti á Hvanneyri.

Krefur ríkið um tugi milljóna í bætur

Guðmundur R. Guðlaugsson hefur stefnt ríkinu vegna atvinnumissis í kjölfar ólögmæts gæsluvarðhalds og fjölda þvingunarráðstafana lögreglu fyrir tæpum áratug. Guðmundur hefur ekki verið á vinnumarkaði síðan og krefst hann nú tæplega 60 milljóna í skaðabætur.

Kaupir umdeilda eign sonarins á Þingvöllum

Forkaupsréttur ríkisins að steypugrunni í þjóðgarðinum á Þingvöllum var ekki nýttur og hefur Páll Samúelsson keypt af syni sínum og tengdadóttur. Verðið er ekki gefið upp. Grunnurinn er á lóð í eigu ríkisins með leigusamning til 2021.

Námsmaður endurgreiði 700 þúsund

Konu í framhaldsskólanámi hefur verið gert að endur­greiða Vinnumálastofnun (VMS) tæpar 700 þúsund krónur, auk 15 prósent álags á upphæðina, vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta.

Fóru á Klaustur eftir erfiðan fund um fjölgun aðstoðarmanna

Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, segir að för hans og fimm annarra þingmanna á barinn Klaustur í nóvember á síðasta ári hafi verið farinn eftir erfiðan fund foyrstumanna stjórnarandstöðunnar um fjölgun aðstoðarmanna þingflokka á Alþingi. Þar hafi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brostið í grát, sem gerði það að verkum að fundinum lauk á niðurstöðu.

Segir aukningu í smygli lyfseðilsskyldra lyfja

Fíkniefnasalar snúa sér í auknum mæli að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari. Eftirspurnin er einnig mikil enda kaupir þriðjungur þeirra sem kemur á Vog lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði.

Slæm sár meðhöndluð með íslensku þorskroði

Íslenskt þorskroð er töfralausn við meðhöndlun sára, segir bandarískur fótalæknir. Þorskroðið endurgerir líkamsvefi og nýtist meðal annars til að græða sár vegna sykursýki, við endurgerð á brjóstum og til að meðhöndla sár eftir bit skordýra.

Segir ávinning þess að Sjúkratryggingar niðurgreiði sálfræðikostnað vega upp á móti kostnaði ríkisins

Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Framsókn eru flutningsmenn frumvarps um að ríkið greiði sálfræðikostnað. Formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er afar ánægð með samstöðuna á þinginu og er vongóð um að málið nái fram að ganga. Verði það að veruleika gæti kostnaðurinn numið hundruðum milljóna króna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Fíkniefnasalar snúa sér í auknum mæli að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari. Eftirspurnin er einnig mikil enda kaupir þriðjungur þeirra sem kemur á Vog lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði. Fjallað verður um málið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 kl. 18:30

Sjá næstu 50 fréttir