Fleiri fréttir

Hátt í fjörutíu leikskólabörn í sóttkví vegna gruns um mislingasmit

Enn hafa engin ný smit komið fram en þrjátíu sýni hafa verið tekin á síðustu dögum. Sóttvarnalæknir segir að fleiri gætu átt eftir að greinast. Þá vinni hann nú að því að senda út upplýsingar til lækna um það hvernig eigi að túlka niðurstöður úr mislingaprófi en mistök á túlkun urðu til þess að smitað átján mánaða gamalt barn fór á leikskólann.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld, eftir að félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í dag.

Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli

Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi.

Dómurinn kemur SA á óvart

Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart.

Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið

Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið.

Tíðindalaust á sáttafundum í morgun

Félagsdómur kveður upp dóm klukkan eitt í dag í kæru Samtaka atvinnulífsins á boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar sem ættu að óbreyttum að hefjast á morgun.

Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf

Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits.

Mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist

Geir Zoëga skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq segist mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist. Bjartsýni hans sé rökstudd á því að fréttir hafi borist frá skipum fyrir norðan um loðnu.

Vestfirskir bæjarstjórar bjóða Google Maps birginn

Bæjarstjórarnir í Bolungarvík og á Ísafirði eru ekki sáttir við þá staðreynd að sá hluti Vestfjarða þar sem bæjarfélögin eru staðsett er þakinn snjó allt árið um kring á Google Maps.

Hvassviðri og slydda í kortunum

Gera má ráð fyrir minnkandi austlægri átt og sums staðar dálítilum éljum í dag. Lengst af verður þó léttskýjað suðvestantil.

Fyrstu þúsund dagarnir mikil­vægastir

Í meltingarvegi okkar eru flestar örverur líkamans, örverur sem telja trilljónir. Þessar örverur köllum við þarma­flóru en um 10.000 tegundir hafa verið skilgreindar á og í mannslíkamanum. Af þeim eru sumar heilnæmar fyrir líkamann en aðrar ekki.

Gætu þurft að ganga mun lengra í aðgerðaplaninu

Ekki fékkst niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðaðs verkfalls Eflingar sem fara á fram á morgun. Atkvæðagreiðsla vegna næstu aðgerða hjá VR og Eflingu gengur hins vegar vel.

Miðbakkinn verður opið almannarými

Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði.

Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga

Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum.

Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi

Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga

Boða til verkfalls í apríl á hótelum og veitingastöðum á Reykjanesi

Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur ákveðið að boða til sambærilegra aðgerða og Efling og VR. Fyrsta atkvæðagreiðslan um verkfall fer fram hjá verkafólki á hótelum og veitingahúsum en verði það samþykkt hefst það í apríl. Formaður félagsins telur að Samtök atvinnulífsins hafi gefist of fljótt upp við að ná samningum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Foreldrar barns á ungbarnaleikskólanum Hnoðrakoti, sem nú eru með sautján mánaða dóttur sína heima í sóttkví, segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við þegar mislingasmit kom upp.

Sjá næstu 50 fréttir