Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld, eftir að félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í dag. Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson, fylgdist með í félagsdómi í dag og ræddi við framkvæmdastjóra SA, formann Eflingar og hótelstjóra sem undirbýr sig fyrir morgundaginn. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Við höldum áfram að fjalla um mislinga en hátt í fjörutíu leikskólabörn eru í sóttkví vegna gruns um smit. Fjórir hafa greinst með mislinga en sóttvaranlæknir segir að fleiri gætu átt eftir að greinast enda verið að fara í gegnum sýni sem hafa verið tekin á síðustu dögum.

Einnig verður rætt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu í fréttatímanum en frá áramótum hafa fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefum lögreglunnar. Stundum neyðast fangaverðir til að afklæða fólk í annarlegu ástandi þar sem það notar fötin til að reyna að stytta sér aldur. Lögreglustjóri segir að unnið sé að úrbótum.

Þetta og margt fleira í þéttum kvöldfréttatíma á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×