Fleiri fréttir

Einn af þremur segist styðja stjórn Katrínar

Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala og vinstri græn tapa fylgi. Sjálfstæðisflokkur bætir mestu við sig og Miðflokkur vinnur á eftir fylgis­hrun í síðustu könnun. Samfylkingin tapar mestu fylgi milli kannana.

Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn

Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum.

Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini

Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar.

Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann

Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“.

„Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“

„Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær.

Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár

Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum

Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“

Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt.

Telja hættu á að Sigurður fari úr landi

Landsréttur staðfesti í gær fjögurra vikna farbannsúrskurð úr héraðsdómi yfir Sigurði Kristinssyni sem á dögunum var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Skáksambandsmálinu svokallaða.

Barnaheill og Blátt áfram sameinast

Stjórnir Barnaheilla og Blátt áfram hafa tekið þá ákvörðun að sameinast undir nafni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.

Mikil uppbygging í Hörgársveit fyrirhuguð

Þéttbýlið við Lónsbakka gæti stækkað gríðarlega á næstu árum. Íbúafjöldi í Hörgársveit, sem nú er tæplega 600, gæti hækkað í tæplega eitt þúsund á tiltölulega fáum árum.

Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti

Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri.

Niðurstöðu að vænta á morgun

Bæði er þess krafist í kröfum SA að verkfallið verði dæmt ólögmætt og að Efling verði dæmd til að greiða sekt í ríkissjóð.

Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum

Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi.

Sjá næstu 50 fréttir