Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um morðið í Mehamn í Finnmörk í Norður-Noregi þar sem íslenskur maður lést eftir skotsár snemma í morgun.

„Allt þetta er leikrit“

Sólveig Anna Jónsdóttir segir frá lífi sínu og átökunum í nýafstaðinni kjarabaráttu. "Ég hef unun af því þegar stéttaátökin er afhjúpuð,“ segir hún um harða gagnrýni á störf sín.

Skoða þurfi áhrif á Finnafjörð

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir mikilvægt að skoða vel alla þætti er snúa að umhverfi og náttúru í tengslum við hugmyndir um uppbyggingu hafnar í Finnafirði.

Ellefu listeríusýkingar á tveimur árum

Fimm hafa látist af völdum listeríusýkinga á síðustu tveimur árum, þar á meðal nýfætt barn. Sóttvarnalæknir segir sýkingar alvarlegar fyrir þá sem eru með veikt ónæmiskerfi. Matvælastofnun segir mikilvægt að bregðast hratt við þegar bakterían greinist í mat.

Ísland líklega dýrast fyrir ferðamenn

Ísland er um þessar mundir dýrasta land Evrópu og að öllum líkindum einn dýrasti áfangastaður heims fyrir ferðamenn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Greiningar Íslandsbanka.

Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli

Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun.

Bæta þarf úrræði fyrir konur sem koma úr fangelsum

Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu.

Díselolía víkur fyrir rafmagni á hálendinu

RARIK mun leggja raflínu og ljósleiðara frá Bláfellshálsi upp í Kerlingafjöll og Hveravelli í sumar sem mun gerbreyta aðstæðum ferðaþjónustu- og fjarskiptaþjónustufyrirtækja á hálendinu.

Engin ummerki um leka til RÚV í tölvupóstum Más

Ekkert í tölvupósthólfum Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra eða gögnum í skjalakerfi bankans bendir til þess að bankinn hafi veitt Ríkisútvarpinu trúnaðarupplýsingar um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja í mars árið 2012.

Íslenskum feðgum byrlað eitur á Tenerife

Íslenskum feðgum var byrlað eitur, þeir rændir og síðan skildir eftir við ruslagám um hábjartan dag á Tenerife fyrir skemmstu. Fararstjóri segir málið óhugnarlegt en eitrið sem um ræðir vekur óhug.

Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til að þrýsta á innköllun

Matvælastofnun sendi stjórnvaldsákvörðun til Ópal sjávarfangs um innköllun á vörum fyrirtækisins þegar ekki var brugðist við óskum um innköllun eftir að staðfest hafði verið um listeríu í afurðum. Eigandi Ópal sjávarfangs segir að fylgst sé með framleiðslu fyrirtækisins í samstarfi við Matvælastofnun og ekki hafi komið upp frekari listeríusmit.

Lyngrósin Vigdís afhent að Vigdísi viðstaddri

Lyngrósin Vigdís er komin til landsins fyrir milligöngu Garðyrkjufélags Íslands og verður afhent Grasagarði Reykjavíkur formlega klukkan 14 að Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, viðstaddri.

Gripinn glóðvolgur við að stinga á dekk

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári manns sem var að stinga á hjólbarða á bíl í póstnúmeri 108 í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun.

Nýtt og breytt forsætisráðuneyti eftir fjögur ár

Stefnt er að því að ný viðbygging við stjórnarráðshúsið verði tilbúin eftir fjögur ár. Húsið mun leysa af hólmi skrifstofur forsætisráðuneytisins sem nú eru á sex stöðum í miðborginni.

Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri

Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður.

Létti líf fjölskyldunnar að fá hjól til afnota

Fjölda foreldra fatlaðra barna hefur verið neitað um niðurgreiðslu á hjóli fyrir börn sín hjá Sjúkratryggingum Íslands, þrátt fyrir að sjúkraþjálfari hafi sótt um. Foreldri langveikrar stúlku segir hjól nauðsynlegt hjálpartæki, sérstaklega fyrir börn sem þarfnast umönnunar allan daginn.

Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að.

Sjá næstu 50 fréttir