Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Grunur leikur á að rúmenska mafían hafi byrlað íslenskum feðgum ólyfjan á Tenerife fyrir nokkrum vikum og rænt þá um hábjartan dag. Eitrið sem var notað vekur nokkurn óhug en það veldur meðal annars ofskynjunum og minnisleysi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 er rætt við eiturefnasérfræðing á Landspítalanum, sem segist ekki vita um tilfelli um notkun eitursins hér á landi.

Einnig verður fjallað um konur með fjölþættan vanda sem koma úr fangelsum en þær hafa í fá hús að venda. Eitt af fáum úrræðum er áfangaheimilið Vernd en þar eru karlmenn í miklum meirihluta.

Við segjum frá verkfalli flugmanna hjá SAS, komandi kosningum á Spáni og kíkjum á aldamótatónleika. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×