Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um morðið í Mehamn í Finnmörk í Norður-Noregi þar sem íslenskur maður lést eftir skotsár snemma í morgun. Maðurinn var fertugur. Tveir Íslendingar eru í haldi lögreglu vegna málsins en samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar eru þeir allir búsettir í bænum. Samfélagið í Mehamn í Norður-Noregi er lítið. Þar búa um ellefu hundruð manns og var boðað til bænastundar í kirkju bæjarins í dag.

Við ræðum við talsmann iðnaðarmanna sem fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag en iðnaðarmenn undirbúa verkfallsaðgerðir strax eftir helgi þokist ekki í samningaátt nú um helgina.

Við ræðum einnig við formann bæklunarhjúkrunarfræðinga sem segir aldraða oft liggja mánuðum saman á spítala vegna skorts á hjúkrunarfræðingum eftir liðskiptaðgerðir og kynnum okkur Stóra plokk-daginn sem verður haldinn á morgun.

Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og á Vísi, í opinni dagskrá, klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×