Fleiri fréttir

Landsréttarhneykslið gerði Jóhannes afhuga stöðu dómara

Þegar listi yfir umsækjendur var birtur vakti það athygli að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, er ekki á lista yfir umsækjendur en hann er sá eini í hópi hinna fjögurra umsækjenda sem gengið var fram hjá við skipun dómara við hið nýja dómsstig sem sækir ekki um starfið.

Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu

Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld.

„Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“

Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti.

Beraði sig ítrekað fyrir stjúpdætrum sínum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann í fimm mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára fyrir að bera sig fyrir framan stjúpdætur sínar og fróa sér svo þær sáu til.

Sáttaumleitanir að fara út um þúfur

Litlar líkur eru taldar á að sáttir náist utan dómstóla milli ríkisins og þeirra er sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Þrátt fyrir hækkuð tilboð stjórnvalda hefur einn hafnað því sem boðið er.

Telur Sundhöll Keflavíkur nú tapaða

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir formann Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur sem kærði ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að leyfa niðurrif sundhallarinnar ekki eiga aðild að málinu enda búi hann í 900 metra fjarlægð.

Segir grafalvarlegt að tala mannréttindadómstól niður

Sigríður Andersen er harðlega gagnrýnd fyrir ummæli um Mannréttindadómstól Evrópu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir afmæliskveðjuna dapurlega og skilaboð Sjálfstæðisflokksins misvísandi. Helga Vala Helgadóttir lýsir áhyggjum af.

Sundriðið á nærbuxunum

Hestamenn sundriðu í sjónum við Stokkseyri um helgina en þá var árlegur baðtúr Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi farin. Þeir hörðustu riðu berbakt á nærbuxunum þegar þeir fóru í sjóinn.

Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“

Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið.

Þristur á leiðinni til Reykjavíkur

Enn ein flugvélin í þristaleiðangrinum mikla yfir Atlantshafið er nú á leiðinni til Íslands. Það yrði tólfta Douglas Dakota-flugvélin sem millilendir í Reykjavík á aðeins einni viku.

Dreymir um 2000 mánaðarlega Ljósavini

Fyrr í þessum mánuði fór af stað vitundarvakning Ljóssins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra.

Hnattræn áhrif Skaftárelda staðfest í nýrri rannsókn

Áhrifa Skaftárelda, stærsta eldgoss síðustu þúsund ára, gætti um allt norðurhvel. Ný rannsókn sýnir að áhrifin náðu allt suður á suðurhvel jarðar en að gosið hafi þó ekki tengst hitabylgju sem gekk yfir Evrópu um það leyti sem gaus.

Bjarni reiknar með að Miðflokksmenn eigi enn eftir að tala í nokkra daga til viðbótar

Þótt önnur umræða um þriðja orkupakkann hafi staðið yfir í tæpar hundrað klukkustundir þar sem sömu ræðurnar eru meira og minna endurteknar aftur og aftur, hefur ekki komið til tals að beita ákvæði þingskapa sem getur stöðvað umræðurnar. Fjármálaráðherra reiknar með að þingmenn Miðflokksins eigi enn eftir að tala í nokkra daga til viðbótar

Hvað eru tafa- og mengunargjöld?

Reykjavíkurborg íhugar nú að feta í græn fótspor annarra stórborga sem hafa tekið upp margvíslega gjaldheimtu til að stýra og takmarka bílaumferð.

Sjá næstu 50 fréttir