Fleiri fréttir

Styttist í að holan verði að Húsi íslenskunnar

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Karl Andreassen framkvæmdastjóri ÍSTAKs skrifuðu undir samning um byggingu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í morgun.

Sjávarútvegsráðherra getur ekki lengt strandveiðitímabilið

Sjávarútvegsráðherra segir það ekki á sínu valdi að framlengja strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á ráðherra að gera. Strandveiðitímabilinu lauk í gær og tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð.

Líkamsárás ekki kærð

Lögregla hefur enn ekki handtekið neinn vegna alvarlegrar líkamsárásar í Fellahverfi í fyrrakvöld.

Fleiri í farbann

Á síðasta ári voru kveðnir upp 214 farbannsúrskurðir hjá héraðsdómstólum landsins.

Framlög hafi hækkað mikið

Formaður skóla- og frístundaráðs segir skýrslu IE gott innlegg en í hana vanti að framlög til grunnskóla og viðhalds hafi hækkað mikið á síðustu árum. Formaður foreldrafélags hefur talað fyrir daufum eyrum.

Styrkja háskóla í Manitóba

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að styrkja íslenskudeild Manitóbaháskóla í Kanada með því að efla tengsl deildarinnar við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Óánægja meðal sjúkraþjálfara

Formaður Félags sjúkraþjálfara er agndofa yfir því að kollsteypa eigi hlutunum með fyrirhuguðu útboði á þjónustu þeirra og segir óvissu ríkja. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verið sé að framfylgja lögum.

Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú

Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð.

„Lausnin felst í að breyta ferðavenjum, númer eitt, tvö og þrjú“

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir það ömurlegt og óásættanlegt að fólk sitji fast í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Lausnin, númer eitt, tvö og þrjú, er að hennar sögn að breyta ferðavenjum.

Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó

Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári.

Akureyrarbær fær nýtt nafn í afmælisgjöf

Akureyrarbær heitir nú formlega Akureyrarbær, en ekki Akureyrarkaupstaður eins og áður, eftir að nafnabreytingin var staðfest opinberlega í dag. Bærinn fagnar 157 ára afmæli í dag, 29. ágúst.

Öryggisbrestur hjá Facebook náði til eins einstaklings á Íslandi

Persónuvernd hefur fengið þær upplýsingar að nýlegur öryggisbrestur hjá Facebook, þar sem verktakar voru notaðir til að yfirfara hljóðupptökur sem teknar voru upp í gegnum skilaboðaforrit fyrirtækisins, Messenger, hafi náð til eins einstaklings á Íslandi.

Fullur með farþega á Viðeyjarferjunni

Maðurinn sem handtekinn var við Ægisgarð í gærkvöldi grunaður um að hafa stýrt skipi undir áhrifum áfengis hafði hafði siglt Viðeyjarferjunni með farþega áður en lögregla mætti á vettvang.

Græn svæði minnka líkur á geðsjúkdómum

Græn svæði í nærumhverfi barna þegar þau eru að alast upp minnka líkurnar á því að börnin þrói með sér geðraskanir á fullorðinsárum um 55%. Þetta leiðir umfangsmikil dönsk vísindarannsókn í ljós.

Sjá næstu 50 fréttir