Fleiri fréttir

Óttast um gæði þjónustunnar á Landspítalanum

Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans telur ástandið mun alvarlega nú en fyrir fjórum árum þegar einn af hverjum fimm hjúkrunarfræðingum á spítalanum upplifði alvarleg einkenni kulnunar. Það komi að því að þetta bitni á gæðum þjónustunnar, margir telji að það sé farið að gera það.

Björgunarsveitir hafa sinnt fleiri en 120 verkefnum

Hundrað sjötíu og tveir björgunarsveitarmenn sinntu verkefnum á suðvesturhorni landsins en þeim bárust um hundrað og tuttugu aðstoðarbeiðnir. Þá barst aðgerðarstjórn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þriðja tug aðstoðarbeiðna.

Ávöxtun lífeyrisjóðs í fortíð hafi ekki áhrif á framtíðarávöxtun

Fólk sem getur valið í hvaða lífeyrissjóð það greiðir ætti ekki að byggja valið á fortíðarávöxtun lífeyrissjóðsins samkvæmt nýrri könnun dósents við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Betra gæti verið að byggja valið á öðrum þáttum eins og samsetningu sjóðsfélaga.

Einkenni kulnunar meðal hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra algengari en áður

Fimmtungur hjúkrunarfræðinga upplifir alvarleg einkenni kulnunar á Landspítalanum samkvæmt nýbirtri rannsókn sem fór fram í lok árs 2015. Fram kemur að mönnun er ábótavant og þá ætluðu tvöfalt fleiri en í fyrri rannsóknum að hætta í núverandi starfi á næstu 12 mánuðum . Rannsakandi telur að ástandið hafi síst batnað síðan þá.

„Óveður fram á kvöld“

Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um.

Himininn glitraði yfir Akureyri í morgun

Mikið sjónarspil beið Akureyringa og nærsveitunga í morgun þar sem stærðarinnar glitský skreittu morgunhimininn og glöddu heimamenn sem og aðra.

Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans

Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Allt er á suðupunkti á milli Íran og Bandaríkjanna eftir að Bandaríkjamenn gerðu drónaárás á bílalest hershöfðingja í Íran. Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið. Fjallað er um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Breytir dómkröfunni í samræmi við innborgun ríkisins

Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum.

Sjá næstu 50 fréttir