Innlent

Hand­tekinn eftir að hafa ekið á tvær bif­reiðar sviptur öku­réttindum

Eiður Þór Árnason skrifar
Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt.
Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Vísir/Vilhelm

Maður var handtekinn rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi grunaður um að hafa ekið á tvær bifreiðar og reynt að stinga af. Í kjölfar eftirfarar lögreglu var maðurinn handtekinn í Breiðholti í Reykjavík fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og aka ítrekað eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum.

Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu, er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Nokkuð var um það að lögreglan stöðvaði bifreiðar í gærkvöld og nótt þar sem ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum. Alls voru fimm slík tilvik skráð í dagbók lögreglu og voru alls þrír ökumenn stoppaðir fyrir að aka ítrekað eftir sviptingu ökuréttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×