Fleiri fréttir

Á annan tug gæti þurft á gjörgæslu

Jafnvel þó að hlutfall smitaðra sé tífalt lægra en fyrstu niðurstöður skimunar Íslenskrar erfðagreiningar benda til gæti á annan tug einstaklinga þurft á gjörgæslu að halda vegna kórónuveirunnar, að mati yfirlæknis á Landspítalanum.

Hundruð manna bjóða náunganum aðstoð

Um átta hundruð manns bjóða náunganum aðstoð á síðunni Hjálpum fólki í áhættuhópi. Fólk býðst meðal annars til að fara í búðir og apótek fyrir fólk. 

Íslendingar komast enn til og frá Noregi eftir lokun

Ríkisborgarar EES-ríkja, þar á meðal Íslendingar, og fjölskyldur þeirra sem eru búsett eða starfa í Noregi geta áfram komið til landsins eftir að landamærunum verður lokað á morgun. Sendiráð Íslands í Osló segir að Íslendingar í Noregi komist einnig úr landi eftir lokunina.

Stjórnmálaflokkar fari ekki í kapphlaup um athygli

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, varar við því að íslenskir stjórnmálaflokkar reyni að nýta sér ástandið vegna kórónuveirufaraldursins í pólitískum tilgangi. Atvinnuvegaráðherra telur að daglegir upplýsingafundir drepi allt lýðskrum.

Ekkert ferðaveður á Vestfjörðum fram á þriðjudagskvöld

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun vegna norðaustan stórhríðar á Vestfjörðum sem á að hefjast í nótt og standa fram á morgundaginn. Ekkert ferðaveður verður þar frá því í nótt og fram á þriðjudag

Nágrannar björguðu íbúa úr eldsvoða á fimmtu hæð

Eldur kviknaði í íbúð á fimmtu hæð á horni Kaplaskjólsvegar og Ægisíðu í Reykjavík seint í kvöld. Ein manneskja var inn í íbúðinni en ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hennar að svo stöddu.

Staðfest tilfelli nú orðin 161 talsins

Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala nú í kvöld. Heildarfjöldi tilfella er því 161.

Mikilvægt að skólarnir hafi sveigjanleika í aðstæðum sem þessum

Samráðshópur vinnur nú að því að útfæra framkvæmd í námi og kennslu í skólum við þær aðstæður sem skapast hafa í íslensku samfélagi vegna kórónuveirunnar. Menntmálaráðherra segir of snemmt að segja til um hvort skólaönnin muni dragast á langinn inn í sumarið.

Níutíu nemendur við FSU í sóttkví ásamt skólameistara

Tæplega 100 nemendur og starfsmenn Fjölbrautaskóla Suðurlands eru nú í sóttkví eftir að kennari skólans greindist með kóróvaveiruna. Verknámskennsla fer fram í skólanum um helgina áður en honum verður lokað í fjórar vikur.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Almannavarnir hafa ákveðið að allir sem koma frá Spáni, Frakklandi og Þýskalandi þurfi að sæta sóttkví frá og með morgundeginum

Skilgreina Spán, Þýskaland og Frakkland nú sem hááhættusvæði

Sóttvarnalæknir hefur nú hækkað áhættumat fyrir Þýskaland, Frakkland og Spán, þar á meðal Kanaríeyjar, í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar í þeim löndum. Allir sem koma frá þeim svæðum er nú gert að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomu.

Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög

Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum.

Efling ósátt við sveitarfélögin

Ekki verður fundað í kjaradeildu Eflingar við Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr en á mánudag og lýsir stéttarfélagið óánægju sinni með vinnubrögð sveitarfélaganna í viðræðunum.

Heimagreiðslur í Ölfusi

Heimagreiðslur til foreldra barna í Sveitarfélaginu Ölfuss, sem koma börnum sínum ekki í leikskóla eða til dagmóðurs hafa verið teknar upp.

Einn á gjörgæslu vegna kórónuveirunnar

Tveir eru innlagðir á Landspítala vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Annar þeirra er á gjörgæslu vegna veikindanna.

Reyna að tryggja skólastarf í faraldrinum

Samráðshópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur kallað saman á að reyna að tryggja að námi og kennslu í skólum verði haldið uppi þrátt fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn sem geisar nú.

Sjá næstu 50 fréttir