Fleiri fréttir

Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan

Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu.

Á annað hundrað í sóttkví í Garðabæ eftir smit

Nemendur í 1. og 2. bekk í Hofsstaðaskóla í Garðabæ eru komnir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit sem veldur Covid-19 kom upp hjá nemanda. Þá eru starfsmenn í Regnboganum, Frístundaheimili skólans, sömuleiðis komnir í sóttkví af sömu ástæðu.

83 greindust innan­lands

83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 49 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 34 ekki.

Tók upp samfarir í heimildarleysi

Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi konu aðfaranótt laugardagsins 29. desember 2018 á heimili hans.

„Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur að fjöldi þeirra sem greindust smitaðir með kórónuveiruna í gær sé svipaður þeim fjölda sem greindist fyrir helgi, eða um 90 manns.

Dóms að vænta í grófu nauðgunarmáli

Aðalmeðferð lauk í síðustu viku í grófu kynferðisbrotamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meint brot átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi utan landsteinanna. 

Rændi bensínstöð og komst undan á rafskútu

Einn var handtekinn eftir að hafa stolið vörum og ráðist á starfsmann á bensínstöð í miðbæ Reykjavíkur. Hann komst undan á rafskútu en lögreglan hafði hendur í hári hans síðar.

Kynna rafknúnar vetnisvélar sem leið til orkuskipta í flugi

Dash 8-flugvélum, eins og þeim sem notaðar eru hérlendis í innanlandsfluginu, verður hægt að fljúga á mengunarlausu vetni eftir fjögur ár í stað flugvélabensíns, nái áform bandarísks fyrirtækis fram að ganga. Flugvélaframleiðendur horfa nú til vetnis sem milliorkugjafa fyrir rafknúnar flugvélar.

Heróínneysla færst í aukana í faraldrinum

Minna framboð er af lyfseðilsskyldum lyfjum á svörtum markaði og fólk virðist farið að sækja í heróín. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft margvísleg áhrif í för með sér, að sögn verkefnastýru Frú Ragnheiðar. 

Skóla­starf á Co­vid-tímum í for­gangi

Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er.

Uppsagnir á Þingvöllum

Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. 

Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum

Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur.

Fannst látinn í gámi í Kópavogi

Karlmaður fannst látinn í söfnunargámi Rauða krossins snemma í morgun. Þetta herma heimildir fréttastofu. Talið er að maðurinn hafi fest sig í gámnum.

Óánægja meðal nemenda að þurfa nú í verknám

Háskólinn á Akureyrir ráðleggur fólki í hjúkrunarfræðinámi við skólann að klára verklegt nám  sem nú stendur yfir að sögn fulltrúa nemendaráðs innan hjúkrunarfræðisviðs skólans. Afar misjafnar skoðanir eru meðal nemenda með tímasetninguna vegna tilmæla sóttvarnalæknis.

Minnir á að 200 gætu dáið ef veiran fengi að leika lausum hala

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að í umræðunni um nauðsyn þess að grípa til harðra aðgerða í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vantaði að ræða hvaða kynni að gerast ef veiran fengi að leika lausum hala um samfélagið.

Telur að mót­efnapartí gæti endað illa

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst skilja hugmyndir um „mótefnapartí“, samkvæmi fyrir þá sem hafa fengið kórónuveiruna og myndað mótefni fyrir henni.

Skelltu sér í æfingabúðir út á land þrátt fyrir tilmælin

Leikmenn meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í Garðabæ lögðu land undir fót á föstudaginn. Leiðin lá á Reyki í Hrútafirði þar sem Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari hafði skipulagt skólabúðir með æfingaívafi.

Sjá næstu 50 fréttir