Toshiki Toma hættur við að hætta að vera Vinstri grænn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2020 14:33 Toshiki segir fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hafa fengið sig til að verða Vinstri grænn á nýjan leik. Vísir/Vilhelm Toshkiki Toma, prestur innflytjenda, segist ætla að vera áfram í Vinstri hreyfingunni grænu framboði eftir hálftímalangt samtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formann VG í gær. Hann segist hafa fundið fyrir trausti í garð VG í hjarta sínu og sé því hættur við að segja sig úr flokknum. Toshiki greindi frá því á dögunum að hann ætlaði að segja sig úr flokknum. Ástæðuna sagði Toshiki vera stöðuga bylgju kúgunar og óréttlætis dómsmálayfirvalda í garð hælisleitenda undanfarin ár. Þar sagði hann áhugaleysi Vinstri grænna komið yfir mörk sín. Viku síðar er komið annað hljóð í strokkinn. Toshiki greinir frá því á Facebook að margir í VG hafi haft samband við sig síðustu daga og beðið um nánari ástæðu þess að hann skráði sig úr flokknum. Toshiki hefur mætt á mótmæli No Borders vegna umsókna hælisleitenda.Vísir/Vilhelm „Næstum allir voru til að hlusta á mig, fremur en að skamma mig eða kvarta. Ég var mjög þakklátur fyrir það viðhorf.“ Grunnur alls sé að hlusta á fólkið og honum hafi fundist það vanta hjá VG. Katrín Jakobsdóttir hafi svo boðið honum á fund, til að hlusta á hann. Katrín hafi viðurkennt mikilvægi þess að hlusta á raddir úr grasrótinni. Þau hafi meðal annars rætt um hvað hægt væri að gera til að raddir rótarinnar næðu betur eyrum ráðamanna. Toshiki segist hafa lagt til nokkrar úrbætur og Katrín þegið þær með þökkum. „Þannig fæ ég áþreifanlegt tækifæri með því að halda áfram í VG meira en að fara úr honum rétt núna. Ég fann að traust á fólk í VG var ennþá eftir inni í mér, því ætla ég að gefa mér annað tækifæri að vera með VG.“ Jæja. Það er ef til vill lögmál veraldar manna að virðuleikur manns skaðast þegar maður segir: ,,hætta að hætta". Ég...Posted by Toshiki Toma on Tuesday, October 13, 2020 Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Toshkiki Toma, prestur innflytjenda, segist ætla að vera áfram í Vinstri hreyfingunni grænu framboði eftir hálftímalangt samtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formann VG í gær. Hann segist hafa fundið fyrir trausti í garð VG í hjarta sínu og sé því hættur við að segja sig úr flokknum. Toshiki greindi frá því á dögunum að hann ætlaði að segja sig úr flokknum. Ástæðuna sagði Toshiki vera stöðuga bylgju kúgunar og óréttlætis dómsmálayfirvalda í garð hælisleitenda undanfarin ár. Þar sagði hann áhugaleysi Vinstri grænna komið yfir mörk sín. Viku síðar er komið annað hljóð í strokkinn. Toshiki greinir frá því á Facebook að margir í VG hafi haft samband við sig síðustu daga og beðið um nánari ástæðu þess að hann skráði sig úr flokknum. Toshiki hefur mætt á mótmæli No Borders vegna umsókna hælisleitenda.Vísir/Vilhelm „Næstum allir voru til að hlusta á mig, fremur en að skamma mig eða kvarta. Ég var mjög þakklátur fyrir það viðhorf.“ Grunnur alls sé að hlusta á fólkið og honum hafi fundist það vanta hjá VG. Katrín Jakobsdóttir hafi svo boðið honum á fund, til að hlusta á hann. Katrín hafi viðurkennt mikilvægi þess að hlusta á raddir úr grasrótinni. Þau hafi meðal annars rætt um hvað hægt væri að gera til að raddir rótarinnar næðu betur eyrum ráðamanna. Toshiki segist hafa lagt til nokkrar úrbætur og Katrín þegið þær með þökkum. „Þannig fæ ég áþreifanlegt tækifæri með því að halda áfram í VG meira en að fara úr honum rétt núna. Ég fann að traust á fólk í VG var ennþá eftir inni í mér, því ætla ég að gefa mér annað tækifæri að vera með VG.“ Jæja. Það er ef til vill lögmál veraldar manna að virðuleikur manns skaðast þegar maður segir: ,,hætta að hætta". Ég...Posted by Toshiki Toma on Tuesday, October 13, 2020
Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira