Fleiri fréttir

Sex ára hestasirkusstelpa

Svala Björk Hlynsdóttir, sex ára á Selfossi hefur mikinn áhuga á hestum og getur riðið þeim öllum gangtegundum. Þá finnst henni mjög gaman að gera sirkusatriði á merinni Viðju. Hún ætlar að sjálfsögðu að vera hestakona þegar hún verður fullorðin.

„Peningaleysi er ekki skýringin“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fylgjast grannt með stöðu mála á Landspítalaunum eftir að spítalinn var settur á neyðarstig. Helsti óttinn hafi ræst í kjölfar hópsýkingar á Landakoti.

Skýra þarf reglur um fjölda í verslunum

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, hefur sent skilaboð til yfirmanna í lögreglunni að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina.

„Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum“

Víðir Reynisson segir að túlka skuli undanþáguheimildir þröngt og gefa sem fæstar undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem tóku gildi fyrir helgi. Hann segist ekki viss um að allir átti sig á því hve mikið álag er á heilbrigðiskerfinu.

Viðbrögð veiðimanna komu Víði á óvart

„Þetta er auðvitað fólk sem er þá að fara á milli landshluta. Við erum búin að tala um það í margar vikur, að hvetja fólk til að ferðast ekki á milli landshluta,“ segir Víðir.

Grímuskylda á eldri stigum grunnskóla

Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa.

24 innanlandssmit greindust í gær

Alls greindust 24 með kórónuveiruna innanlands í gær. 17 af þessum 24 voru í sóttkví. Helmingi færri sýni voru tekin í gær en í fyrradag þegar 54 innanlandssmit greindust.

Eftirför í Mosfellsbæ

Lögregluþjónar veittu manni eftirför þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu á Vesturlandsvegi í tíunda tímanum í gærkvöldi.

Getur loksins keyrt hringveginn nú þegar Gamla bakaríinu hefur verið lokað

Dyrum Gamla Bakarísins á Ísafirði var lokað í dag í síðasta skiptið. Árni Aðalbjörnsson bakari hefur staðið vaktina í Gamla bakaríinu í hálfa öld. Það hefur kallað á mikla viðveru sem hefur þýtt að Árni ratar ekki í Reykjavík því hann hefur bara komið þangað tíu sinnum á ævinni og hefur aldrei keyrt hringveginn. Til stendur að breyta því nú þegar hann leggur svuntuna á hilluna.

„Ég ætla ekki að vera til vandræða“

„Ég er ekki að hætta vegna þess að ég tel að ég sé orðinn útbrunninn eða að ég sé orðinn leiður á pólitík, heldur einfaldlega vegna þess að ég tel þetta bara góðan tíma fyrir alla viðkomandi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur hættir í pólitík

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári.

Íþróttir óheimilar en Golfsambandið greinir stöðuna

Viðbragðshópur Golfsambands Íslands vinnur nú að því að „greina stöðuna“ í kjölfar strangari sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld kynntu í gær og tóku gildi á miðnætti. Samkvæmt hertum reglum er allt íþróttastarf óheimilt.

Hvetur sveitarfélög á Suðurlandi til framkvæmda

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hvetur sveitarfélög á svæðinu til framkvæmda á tímum Covid-19. Þá vill hún sjá stærri eða smærri sameiningar sveitarfélaga á Suðurlandi.

Sjá næstu 50 fréttir