Fleiri fréttir

Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum

Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum.

Hundrað viðtöl og ýmsir ferlar en vonandi niðurstaða eftir viku

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, telur ýmislegt benda til þess að Landspítalinn hafi náð góðum tökum á málum á Landakoti eftir að hópsýking kom upp á spítalanum þann 22. október. Hann reiknar með niðurstöðu eftir viku úr rannsókn á því hvað aflaga fór.

Vonandi undantekning að börn verði með grímu í skólanum

Grunnskólanemar þurfa vonandi einungis að bera andlitsgrímur í undantekningartilvikum að sögn formanns Félags grunnskólakennara. Áhersla verður lögð á að viðhalda tveggja metra reglunni. Hún telur óeðlilegt að minni kröfur séu gerðar til sóttvarna hjá yngri börnum.

Datt ekki í hug að á­fengi væri skil­greint sem mat­væli

Það hefur vakið töluverða athygli að samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins mega allt að fimmtíu manns vera inni í lítilli Vínbúð en aðeins tíu manns í stórri byggingavöruverslun.

Tug­þúsundir barna heima meðan kennarar ráða ráðum sínum

Tugir þúsunda barna víðs vegar um landið verða heima í dag vegna þess skipulagsdags sem komið var á í mörgum leik- og grunnskólum til að skólastjórnendur geti skipulagt starfið framundan í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi.

12 þúsund mót­mæla brott­vísun fjöl­skyldunnar

Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi.

Sex ára hestasirkusstelpa

Svala Björk Hlynsdóttir, sex ára á Selfossi hefur mikinn áhuga á hestum og getur riðið þeim öllum gangtegundum. Þá finnst henni mjög gaman að gera sirkusatriði á merinni Viðju. Hún ætlar að sjálfsögðu að vera hestakona þegar hún verður fullorðin.

„Peningaleysi er ekki skýringin“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fylgjast grannt með stöðu mála á Landspítalaunum eftir að spítalinn var settur á neyðarstig. Helsti óttinn hafi ræst í kjölfar hópsýkingar á Landakoti.

Skýra þarf reglur um fjölda í verslunum

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, hefur sent skilaboð til yfirmanna í lögreglunni að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina.

„Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum“

Víðir Reynisson segir að túlka skuli undanþáguheimildir þröngt og gefa sem fæstar undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem tóku gildi fyrir helgi. Hann segist ekki viss um að allir átti sig á því hve mikið álag er á heilbrigðiskerfinu.

Viðbrögð veiðimanna komu Víði á óvart

„Þetta er auðvitað fólk sem er þá að fara á milli landshluta. Við erum búin að tala um það í margar vikur, að hvetja fólk til að ferðast ekki á milli landshluta,“ segir Víðir.

Grímuskylda á eldri stigum grunnskóla

Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa.

24 innanlandssmit greindust í gær

Alls greindust 24 með kórónuveiruna innanlands í gær. 17 af þessum 24 voru í sóttkví. Helmingi færri sýni voru tekin í gær en í fyrradag þegar 54 innanlandssmit greindust.

Eftirför í Mosfellsbæ

Lögregluþjónar veittu manni eftirför þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu á Vesturlandsvegi í tíunda tímanum í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir