Fleiri fréttir

Íslenska parið neitar því að hafa kveikt í húsinu

Íslenskt par sem bjó á fyrstu hæð hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til grunna síðasta sumar, neitar því að hafa átt þátt í íkveikjunni. Þau voru bæði heima þegar eldurinn kviknaði og lýsa skelfilegri atburðarás síðdegis 25. júní 2020.

„Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“

Segja má að bæjarfélagið Þorlákshöfn liggi í hálfgerðum dvala í dag. Grunnskólanum og bókasafni hefur verið lokað, einungis nokkur börn eru á leikskólanum og æfingar falla niður. Bæjarstjóri segir reynt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Litla systir án öryggisbeltis og með höfuðið út um topplúguna

Lögregla stöðvaði bifreið í gær þar sem farþeginn var ekki í öryggisbelti heldur stóð í bílsætinu með höfuðið út um topplúgu bifreiðarinnar. Í ljós kom að þarna var ökumaður á ferð með ellefu ára systur sína og var málið tilkynnt til Barnaverndar.

Grunur um smit meðal grunn­skóla­nema í Þor­láks­höfn

Nokkrir foreldrar grunnskólanema í Þorlákshöfn hafa greinst smitaðir af Covid-19 en enn hefur ekkert smit verið staðfest meðal nemenda. Fram kemur í pósti frá bæjarstjóra Ölfuss að að minnsta kosti tveir nemendur hafi verið útsettir fyrir smiti og séu komnir með einkenni en þeir fara í sýnatöku á morgun.

Nýjar reglur taka gildi á landamærum

Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærum sem kveða á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá hááhættusvæðum. Það er dómsmálaráðherra sem setur reglugerðina um bann við ónauðsynlegum ferðalögum sem gildir út maí.

Fékk sýkingu eftir sýna­töku á landa­mærum og neyddist til að sæta tveggja vikna sótt­kví

Íslendingur sem kom til landsins fyrir tæpum tveimur vikum segist hafa fengið sýkingu í nefkok vegna sýnatökupinna eftir skimun á landamærum. Hann hafnaði í kjölfarið að gangast undir seinni sýnatöku og gagnrýnir að það hafi ekki verið fyrr en málinu var skotið til dómstóla sem sóttvarnayfirvöld féllust á að taka mætti sýni úr hálskoki. Hann sætir enn sóttkví ásamt maka sínum á sóttvarnahótelinu við Rauðarárstíg sem lýkur í fyrramálið.

Aldrei fleiri tekið þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Lið undir nafninu : ) úr Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og Menntaskólanum í Reykjavík bar sigur úr Býtum í Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um helgina. Alls voru skráð til leiks 58 lið skipuð 135 úr þrettán framhaldsskólum að þessu sinni en keppnin fór alfarið fram á netinu í ár.

Árni Ólafur er látinn

Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri er látinn, 49 ára að aldri, í kjölfar alvarlegra veikinda. Árni lætur eftir sig eiginkonu og son.

Sjónum beint að íslensku pari

Vinnuveitandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hitti Marek tveimur klukkustundum fyrir íkveikjuna. Marek hafi þá verið í miklu andlegu ójafnvægi, sem þykir afar ólíkt honum.

Endurnýjun ekki til marks um óánægju með þingflokkinn

Mikil endurnýjun verður í þingflokki Vinstri Grænna í haust. Nýir oddvitar eru í öllum kjördæmum þar sem forval hefur farið fram og þingmönnum hefur ítrekað verið hafnað. Formaður Vinstri Grænna telur þetta ekki endurspegla óánægju.

„Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af.

Ó­víst hvort reglur hafi verið brotnar á hundrað manna árs­há­tíð VA

Árshátíð í Verkmenntaskóla Austurlands, sem haldin var á föstudag, hefur verið rannsökuð af lögreglu og hefur málið nú verið sent til ákærusviðs embættisins sem mun taka ákvörðun um framhaldið. Talið er að mögulega hafi sóttvarnareglur verið brotnar en tæplega 100 voru viðstaddir árshátíðinni í Neskaupstað.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra, hélt fram sakleysi sínu við aðalmeðferð málsins í dag. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður, hefur fylgst með í dómsal síðan í morgun og mun reifa málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kom inn ganginn í ljósum logum

Örvænting og skelfing einkenndi frásagnir íbúa að Bræðraborgarstíg 1 þegar þeir lýstu eldsvoðanum 25. júní í fyrra við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þá sögðu þeir frá því að Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana í húsinu með íkveikju, hefði verið mikill rólyndismaður – en sumir tóku eftir einkennilegri hegðun hans í aðdraganda eldsvoðans.

Skúli Magnússon kjörinn umboðsmaður Alþingis

Skúli Magnússon, dómsstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur verið kjörinn umboðsmaður Alþingis til næstu fjögurra ára. Hann var kosinn af Alþingi í morgun og tekur við embætti þann 1. maí.

Flestir rólegir en pirrandi að þurfa að hætta að draga

„Við erum bara spenntir að komast í land,“ segir Markús Ingi Karlsson, vélstjóri um borð á Þórsnesi SH109, sem var dregið með bilaða vél til Þórshafnar í nótt. Samhliða því var allri sautján manna áhöfninni gert að fara í sóttkví vegna einkenna sem nokkrir skipverjanna fundu fyrir.

Lilja telur Samherja hafa gengið of langt

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir Samherja hafa gengið of langt í viðbrögðum sínum við umfjöllun Ríkisútvarpsins um fyrirtækið.

Landsnet kærir ákvörðun Voga

Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi.

Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið

Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug.

„Verið að rekja þetta eins og hægt er”

„Þetta getur sveiflast upp og niður en þetta sýnir okkur bara að við erum enn í þessum sporum að eltast við smit úti í samfélaginu sem greinast ekki fyrr en þau koma allt í einu upp á afmörkuðum stöðum. Það út af fyrir sig er áhyggjuefni og þess vegna þurfa allir að passa sig,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um smittölur dagsins. Sex greindust innanlands og voru allir utan sóttkvíar við greiningu.

Krossar fingur að gripið hafi verið nógu snemma inn í

Hópsmit kom upp í Ölfusi í gær þegar fjórir einstaklingar af sama vinnustaðnum greindust með kórónuveiruna. Bæjarstjórinn segir fólk áhyggjufullt en vonar að gripið hafi verið inn í nógu snemma. Þá greindist barn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri með kórónuveiruna á laugardag og eru nú níutíu nemendur og þrjátíu starfsmenn komnir í sóttkví.

„Hvað get ég sagt? Ég er saklaus“

Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra, baðst undan því að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði í fyrri skýrslur sem teknar voru af honum hjá lögreglu og ítrekaði að hann væri saklaus.

104 þúsund Íslendinga fengið einn skammt næstu helgi

Í þessari viku munu um 23 þúsund einstaklingar fá fyrri bóluefnaskammt við Covid-19 en í heildina verða 25 þúsund skammtar gefnir í vikunni. Notuð verða bóluefnin frá Pfizer, AstraZeneca og Janssen.

Þór­ólfur bólu­settur með AstraZene­ca í vikunni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“

Hópsýking í Þorlákshöfn og veikindi um borð í Þórsnesi

Fjögur ný kórónuveirusmit greindust í Þorlákshöfn í gær. „„Brauðið er ekki komið úr ofn­in­um, það er enn verið að skoða þetta. Það er staðfest að ein­hverj­ir eru með smit en þetta er ekki stór hóp­ur,“ hefur Morgunblaðið eftir Elliða Vign­is­syni, bæj­ar­stjóra í Ölfusi.

Kom heim og fann konu klædda í fötin sín

Lögregla var kölluð á vettvang um kvöldmatarleytið í gær þegar kona kom að heimili sínu og fann aðra konu þar fyrir, sem reyndist vera búin að klæða sig í föt húsráðanda. 

Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi

Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag.

Fjöldi barna á Eyrarbakka og Stokkseyri í sóttkví

Öll börn í 1. til 6. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þurfa að fara í sóttkví til þriðjudags þar sem þau voru útsett fyrir Covid-19 smiti. Nemandi við skólann greindist með Covid-19 á laugardag.

Tólf berjast um átta sæti

Samtals verða tólf í framboði í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem verður dagana 16. til 19. maí. Sex bjóða sig fram í annað sætið.

Sjá næstu 50 fréttir