Fleiri fréttir

Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð

Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í.

Ölvaðir til vandræða í miðborginni

Nokkuð annríki var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, ekki síst vegna ökumanna sem grunur lék á að væru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. 

Grunnskólanemi í Þorlákshöfn greindist smitaður

Viðbúnaðarstig í Þorlákshöfn verður fært upp um stig eftir að grunnskólanemandi í bænum greindist smitaður af Covid-19 í dag, að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss. Hann segir yfirvöld undir það búin að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum.

Svandís bjartsýn afléttingu takmarkana samhliða auknum bólusetningum

Heilbrigðisráðherra segir unnið að því að útfæra bólusetningardagatalið þannig að fólk á öllum aldri geti séð nokkurn veginn hvenær það megi reikna með að fá bólusetningu við covid 19. Í dag var birt áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða samhliða fjölgun fólks sem verið hefur bólusett.

Geta ekki annað en treyst fólki

Búast má við því að gestum á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún fjölgi enn frekar í nótt þegar farþegar úr flugi frá Varsjá í Póllandi skila sér út af Keflavíkurflugvelli. 

Færa að­stöðuna á vellinum sem er svo gott sem sprungin

Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið að taka á móti farþegum sem komu hingað til lands í dag, en nýjar reglur á landamærunum hafa nú tekið gildi. Hann segir aðstöðu til að skima og skoða vottorð komufarþega vera sprungna og unnið sé að lausnum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða var birt í dag samhliða fjölgun fólks sem verið hefur bólusett og er unnið að því að landsmenn geti séð nokkurn veginn hvenær röðin kemur að þeim í bólusetningu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt að sumir sérfræðilæknar innheimti aukagjald

Heilbrigðisráðherra segir algerlega óásættanlegt að sumir sérfræðilæknar innheimti sérstakt gjald af þjónustu sinni við sjúklinga sem þeir einir standi undir. Á næstunni verði gefin út reglugerð um að læknum sem innheimti þetta gjald verði ekki endurgreiddur kostnaður sem annars heyri undir hlut sjúkratrygginga í kostnaði sjúklinga.

Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir

Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir.

Bein út­sending: Um­hverfis­þing

Umhverfisþing, það tólfta í röðinni, er haldið í dag milli 13 og 16. Umfjöllunarefni þingsins að þessu sinni eru náttúruvernd, loftslagsmál og hringrásarhagkerfið, en hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan.

Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni

Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til.

Bein út­sending: Umhverfisvæn steypa

Ólafur Wallevik, prófessor við iðn- og tæknifræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um kolefnisspor steypu og hvernig má þróa hana svo hún verði með vistvænustu byggingarefnum sem Íslendingar eiga kost á. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og verður hægt að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan.

Íslenska parið neitar því að hafa kveikt í húsinu

Íslenskt par sem bjó á fyrstu hæð hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til grunna síðasta sumar, neitar því að hafa átt þátt í íkveikjunni. Þau voru bæði heima þegar eldurinn kviknaði og lýsa skelfilegri atburðarás síðdegis 25. júní 2020.

„Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“

Segja má að bæjarfélagið Þorlákshöfn liggi í hálfgerðum dvala í dag. Grunnskólanum og bókasafni hefur verið lokað, einungis nokkur börn eru á leikskólanum og æfingar falla niður. Bæjarstjóri segir reynt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Litla systir án öryggisbeltis og með höfuðið út um topplúguna

Lögregla stöðvaði bifreið í gær þar sem farþeginn var ekki í öryggisbelti heldur stóð í bílsætinu með höfuðið út um topplúgu bifreiðarinnar. Í ljós kom að þarna var ökumaður á ferð með ellefu ára systur sína og var málið tilkynnt til Barnaverndar.

Grunur um smit meðal grunn­skóla­nema í Þor­láks­höfn

Nokkrir foreldrar grunnskólanema í Þorlákshöfn hafa greinst smitaðir af Covid-19 en enn hefur ekkert smit verið staðfest meðal nemenda. Fram kemur í pósti frá bæjarstjóra Ölfuss að að minnsta kosti tveir nemendur hafi verið útsettir fyrir smiti og séu komnir með einkenni en þeir fara í sýnatöku á morgun.

Nýjar reglur taka gildi á landamærum

Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærum sem kveða á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá hááhættusvæðum. Það er dómsmálaráðherra sem setur reglugerðina um bann við ónauðsynlegum ferðalögum sem gildir út maí.

Fékk sýkingu eftir sýna­töku á landa­mærum og neyddist til að sæta tveggja vikna sótt­kví

Íslendingur sem kom til landsins fyrir tæpum tveimur vikum segist hafa fengið sýkingu í nefkok vegna sýnatökupinna eftir skimun á landamærum. Hann hafnaði í kjölfarið að gangast undir seinni sýnatöku og gagnrýnir að það hafi ekki verið fyrr en málinu var skotið til dómstóla sem sóttvarnayfirvöld féllust á að taka mætti sýni úr hálskoki. Hann sætir enn sóttkví ásamt maka sínum á sóttvarnahótelinu við Rauðarárstíg sem lýkur í fyrramálið.

Aldrei fleiri tekið þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Lið undir nafninu : ) úr Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og Menntaskólanum í Reykjavík bar sigur úr Býtum í Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um helgina. Alls voru skráð til leiks 58 lið skipuð 135 úr þrettán framhaldsskólum að þessu sinni en keppnin fór alfarið fram á netinu í ár.

Árni Ólafur er látinn

Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri er látinn, 49 ára að aldri, í kjölfar alvarlegra veikinda. Árni lætur eftir sig eiginkonu og son.

Sjónum beint að íslensku pari

Vinnuveitandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hitti Marek tveimur klukkustundum fyrir íkveikjuna. Marek hafi þá verið í miklu andlegu ójafnvægi, sem þykir afar ólíkt honum.

Endurnýjun ekki til marks um óánægju með þingflokkinn

Mikil endurnýjun verður í þingflokki Vinstri Grænna í haust. Nýir oddvitar eru í öllum kjördæmum þar sem forval hefur farið fram og þingmönnum hefur ítrekað verið hafnað. Formaður Vinstri Grænna telur þetta ekki endurspegla óánægju.

„Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af.

Ó­víst hvort reglur hafi verið brotnar á hundrað manna árs­há­tíð VA

Árshátíð í Verkmenntaskóla Austurlands, sem haldin var á föstudag, hefur verið rannsökuð af lögreglu og hefur málið nú verið sent til ákærusviðs embættisins sem mun taka ákvörðun um framhaldið. Talið er að mögulega hafi sóttvarnareglur verið brotnar en tæplega 100 voru viðstaddir árshátíðinni í Neskaupstað.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrra, hélt fram sakleysi sínu við aðalmeðferð málsins í dag. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður, hefur fylgst með í dómsal síðan í morgun og mun reifa málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá næstu 50 fréttir