Fleiri fréttir Löng röð eftir bóluefni AstraZeneca Löng röð hefur myndast eftir bólusetningum í Laugardalshöll og nær hún langt upp á Suðurlandsbraut. Í dag er bólusett með seinni skammti af bóluefni AstraZeneca. 30.6.2021 10:27 Landeigendur vilja fá 20 þúsund krónur fyrir hverja lendingu Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Norðurflugs segir komna glýju í augu landeigenda og lögbann á þyrlur fyrirtækisins sé spennandi lögfræðilegt álitaefni. Ferðaþjónustan er harðorð vegna áformanna. 30.6.2021 10:16 Drífa Snædal ræðir við Katrínu Jakobsdóttur Drífa Snædal, forseti ASÍ, tekur á móti Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna, klukkan tíu í dag. 30.6.2021 09:32 Fer fram á opinn nefndarfund um Ásmundarsalarmálið Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþings, hefur lagt það til að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu sem snýr að Ásmundarsalarmálinu. 30.6.2021 09:23 Tilgangur vöktunarinnar „fyrst og fremst öryggismál“ Tilgangur hinnar rafrænu vöktunar í ísbúð Huppuíss var „fyrst og fremst öryggismál“. Öryggissjónarmið réðu vöktuninni sem var bæði í þágu starfsfólks búðarinnar, fyrirtækisins og birgja sem eiga erindi með vörubirgðir til lagersins. 30.6.2021 08:59 Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. 30.6.2021 08:39 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30.6.2021 07:40 Fá lögbann á lendingar þyrla Norðurflugs Þyrlufyrirtækið Norðurflug má ekki lengur lenda með ferðamenn við gossvæðið í Geldingadölum. Þetta ákvað sýslumaðurinn á Suðurnesjum í gær og setti lögbann við lendingum frá fyrirtækinu. 30.6.2021 07:01 Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11. 30.6.2021 06:31 Ekið á stúlku á reiðhjóli Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær þess efnis að ekið hefði verið á stúlku á reiðhjóli. Í dagbók lögreglu segir að stúlkan hafi hlotið minniháttar meiðsl en verið flutt á Landspítala til skoðunar. 30.6.2021 06:19 Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29.6.2021 23:23 Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29.6.2021 23:00 Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. 29.6.2021 21:21 Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. 29.6.2021 20:13 „Skilaðu hjólinu!“: Mættu fylktu liði að heimili manns sem hafði í hótunum Bjartmar Leósson tók málin í eigin hendur á dögunum þegar hjólaþjófar voru farnir að hóta honum fyrir að sinna sínu starfi. Hjólahvíslarinn stendur í ströngu núna í því sem kallað hefur verið hjólaþjófnaðarfaraldri. 29.6.2021 20:00 Segir Marek sitja heilan heilsu inni á geðdeild Lögmaður mannsins sem dæmdur var til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg síðasta sumar segir hann sæta ómannúðlegri meðferð á réttargeðdeild. Sótt hefur verið um leyfi til að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar. 29.6.2021 19:00 Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29.6.2021 18:31 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum Stöðvar 2 verður rætt við Jón Þór Ólafsson formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29.6.2021 18:01 Auglýsingar RÚV fyrir Krakkafréttir ólöglegar Ríkisútvarpið hefur verið sektað um milljón króna vegna auglýsinga sem voru sýndar beint á eftir Krakkafréttum alla vetur frá nóvembermánuði 2015 og til maímánaðar 2021. Samkvæmt fjölmiðlalögum er óheimilt að sýna auglýsingar strax fyrir og í kjölfar dagskrárliðar sem ætlaður er börnum 12 ára og yngri. 29.6.2021 17:47 Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði um klukkan fjögur í dag. Ekkert manntjón varð vegna skriðunnar en talsvert tjón varð á húsunum tveimur sem urðu fyrir skriðunni. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. 29.6.2021 17:17 Ósáttur skipstjóri grunaður um ölvun var sóttur af Gæslunni Tvo daga í röð í síðustu viku hafði Lögreglan á Vestfjörðum afskipti af skipstjórum strandveiðibáta á miðunum fyrir vestan. 29.6.2021 15:57 Saurinn reyndist svo sannarlega úr álft Lögreglan á Vestfjörðum hefur tekið af allan vafa um að hvítabjörn hafi ekki verið í nágrenni göngufólks á Hornströndum fyrir viku. Úrgangur sem göngufólkið taldi að gæti verið frá hvítabirni reyndist vera eftir álft. 29.6.2021 15:44 Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29.6.2021 15:09 Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 29.6.2021 14:48 Sumarfrí þingmanna rofið til að leiðrétta mistök Áætlað er að Alþingi komi saman í næstu viku til þess að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps til kosningalaga og frumvarps til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka. Þetta staðfestir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í samtali við Vísi. 29.6.2021 14:35 Kærir fjölmiðlanefnd fyrir að hlíta ekki eigin reglum Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri fótbolti.net, hefur sent inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna þess sem hann telur óásættanlega og mótsagnakennda framgöngu fjölmiðlanefndar. 29.6.2021 14:12 VÍS greiði tæplega þrjár milljónir króna vegna læknamistaka Konu sem varð fyrir tjóni vegna læknamistaka voru dæmdar 2,7 milljónir króna í bætur úr hendi Vátryggingarfélags Íslands í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 29.6.2021 13:53 Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29.6.2021 13:37 Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. 29.6.2021 13:20 Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. 29.6.2021 12:06 Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29.6.2021 11:54 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í sérfræðingum varðandi eldgosið í Geldingadölum en gosóróinn datt niður um tíma í gærkvöldi en tók svo aftur við sér í nótt. 29.6.2021 11:32 Covid-19 út, klassískt kvef inn Það er fyrirsjáanlegt: Að öllum sóttvarnaráðstöfunum hafi verið aflétt á Íslandi hefur í för með sér að sóttvarnir landsmanna verða lakari. Þessarar breytingar er strax farið að gæta á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem nokkurt rennerí er á fólki vegna kvefsótta. 29.6.2021 11:29 Kosningar 2021: Sterk staða stjórnarflokkanna Í nýrri skoðanakönnun Maskínu má tína til töluverð tíðindi sem áhugavert er að staldra við. Jafnvel þó svo að stuðningur við ríkisstjórnina sem slíka dali nokkuð, fari úr 47,7 prósentum í 42,5 prósent þá styrkja stjórnarflokkarnir þrír allir stöðu sína á milli mánaða, mjög mismikið þó. 29.6.2021 11:01 Þóttust ætla að þiggja gefins sófa en létu greipar sópa Jóna María Hafsteinsdóttir segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við par sem kom inn á heimili hennar til að fá gefins sófa á dögunum. 29.6.2021 08:01 Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29.6.2021 07:18 Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29.6.2021 06:00 Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28.6.2021 22:36 Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28.6.2021 22:22 Segir skerta þjónustu við íbúa birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimila Íbúar á Hrafnistu geta héðan í frá hvorki fengið fylgd í fótsnyrtingu né hárgreiðslu, sem þeir hafa fengið hingað til. Forstjóri Hrafnistuheimilanna segir þessa skerðingu enn eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. 28.6.2021 21:01 Bindur vonir við að orgel, altari og annað timburverk hafi ekki orðið fyrir rakaskemmdum Töluvert tjón varð í Háteigskirkju vegna vatnsleka í kjallara kirkjunnar í dag. Kirkjuvörður bindur vonir við að orgel, altari og annað timburverk hafi ekki orðið fyrir rakaskemmdum. 28.6.2021 20:01 Telja sig geta bjargað Suðurstrandarvegi með hraunbrú Hægt er að bjarga Suðurstrandarvegi með svokallaðri hraunbrú yfir veginn, að sögn Magnúsar Rannvers Rafnssonar, verkfræðings og framkvæmdastjóra Línudans ehf. Magnús og aðrir verkfræðingar hjá Verkfræðistofu Suðurnesja hafa lagt fram tillögu um brúna til almannavarna. Hann segir verkefnið bæði einfalt og fljótlegt í framkvæmd. 28.6.2021 19:30 „Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28.6.2021 19:22 Sjö konur látnar innan þriggja ára frá innlögn vegna heimilisofbeldis Fjörutíu og níu konur voru lagðar inn á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi á fimmtán ára tímabili samkvæmt nýrri rannsókn. Sjö kvennanna létust innan þriggja ára frá innlögn. Doktorsnemi og hjúkrunarfræðingur segja samræmt verklag í málaflokknum skorta innan heilbrigðiskerfisins. 28.6.2021 19:01 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ferðamönnum fjölgar hratt hér á landi nú þegar takmörkunum hefur verið aflétt. Við tökum stöðuna á Keflavíkurflugvelli í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan hálf sjö. 28.6.2021 17:57 Sjá næstu 50 fréttir
Löng röð eftir bóluefni AstraZeneca Löng röð hefur myndast eftir bólusetningum í Laugardalshöll og nær hún langt upp á Suðurlandsbraut. Í dag er bólusett með seinni skammti af bóluefni AstraZeneca. 30.6.2021 10:27
Landeigendur vilja fá 20 þúsund krónur fyrir hverja lendingu Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Norðurflugs segir komna glýju í augu landeigenda og lögbann á þyrlur fyrirtækisins sé spennandi lögfræðilegt álitaefni. Ferðaþjónustan er harðorð vegna áformanna. 30.6.2021 10:16
Drífa Snædal ræðir við Katrínu Jakobsdóttur Drífa Snædal, forseti ASÍ, tekur á móti Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna, klukkan tíu í dag. 30.6.2021 09:32
Fer fram á opinn nefndarfund um Ásmundarsalarmálið Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþings, hefur lagt það til að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu sem snýr að Ásmundarsalarmálinu. 30.6.2021 09:23
Tilgangur vöktunarinnar „fyrst og fremst öryggismál“ Tilgangur hinnar rafrænu vöktunar í ísbúð Huppuíss var „fyrst og fremst öryggismál“. Öryggissjónarmið réðu vöktuninni sem var bæði í þágu starfsfólks búðarinnar, fyrirtækisins og birgja sem eiga erindi með vörubirgðir til lagersins. 30.6.2021 08:59
Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. 30.6.2021 08:39
Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30.6.2021 07:40
Fá lögbann á lendingar þyrla Norðurflugs Þyrlufyrirtækið Norðurflug má ekki lengur lenda með ferðamenn við gossvæðið í Geldingadölum. Þetta ákvað sýslumaðurinn á Suðurnesjum í gær og setti lögbann við lendingum frá fyrirtækinu. 30.6.2021 07:01
Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11. 30.6.2021 06:31
Ekið á stúlku á reiðhjóli Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær þess efnis að ekið hefði verið á stúlku á reiðhjóli. Í dagbók lögreglu segir að stúlkan hafi hlotið minniháttar meiðsl en verið flutt á Landspítala til skoðunar. 30.6.2021 06:19
Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29.6.2021 23:23
Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29.6.2021 23:00
Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. 29.6.2021 21:21
Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. 29.6.2021 20:13
„Skilaðu hjólinu!“: Mættu fylktu liði að heimili manns sem hafði í hótunum Bjartmar Leósson tók málin í eigin hendur á dögunum þegar hjólaþjófar voru farnir að hóta honum fyrir að sinna sínu starfi. Hjólahvíslarinn stendur í ströngu núna í því sem kallað hefur verið hjólaþjófnaðarfaraldri. 29.6.2021 20:00
Segir Marek sitja heilan heilsu inni á geðdeild Lögmaður mannsins sem dæmdur var til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg síðasta sumar segir hann sæta ómannúðlegri meðferð á réttargeðdeild. Sótt hefur verið um leyfi til að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar. 29.6.2021 19:00
Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29.6.2021 18:31
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum Stöðvar 2 verður rætt við Jón Þór Ólafsson formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. 29.6.2021 18:01
Auglýsingar RÚV fyrir Krakkafréttir ólöglegar Ríkisútvarpið hefur verið sektað um milljón króna vegna auglýsinga sem voru sýndar beint á eftir Krakkafréttum alla vetur frá nóvembermánuði 2015 og til maímánaðar 2021. Samkvæmt fjölmiðlalögum er óheimilt að sýna auglýsingar strax fyrir og í kjölfar dagskrárliðar sem ætlaður er börnum 12 ára og yngri. 29.6.2021 17:47
Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði um klukkan fjögur í dag. Ekkert manntjón varð vegna skriðunnar en talsvert tjón varð á húsunum tveimur sem urðu fyrir skriðunni. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. 29.6.2021 17:17
Ósáttur skipstjóri grunaður um ölvun var sóttur af Gæslunni Tvo daga í röð í síðustu viku hafði Lögreglan á Vestfjörðum afskipti af skipstjórum strandveiðibáta á miðunum fyrir vestan. 29.6.2021 15:57
Saurinn reyndist svo sannarlega úr álft Lögreglan á Vestfjörðum hefur tekið af allan vafa um að hvítabjörn hafi ekki verið í nágrenni göngufólks á Hornströndum fyrir viku. Úrgangur sem göngufólkið taldi að gæti verið frá hvítabirni reyndist vera eftir álft. 29.6.2021 15:44
Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29.6.2021 15:09
Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 29.6.2021 14:48
Sumarfrí þingmanna rofið til að leiðrétta mistök Áætlað er að Alþingi komi saman í næstu viku til þess að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps til kosningalaga og frumvarps til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka. Þetta staðfestir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í samtali við Vísi. 29.6.2021 14:35
Kærir fjölmiðlanefnd fyrir að hlíta ekki eigin reglum Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri fótbolti.net, hefur sent inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna þess sem hann telur óásættanlega og mótsagnakennda framgöngu fjölmiðlanefndar. 29.6.2021 14:12
VÍS greiði tæplega þrjár milljónir króna vegna læknamistaka Konu sem varð fyrir tjóni vegna læknamistaka voru dæmdar 2,7 milljónir króna í bætur úr hendi Vátryggingarfélags Íslands í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 29.6.2021 13:53
Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29.6.2021 13:37
Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. 29.6.2021 13:20
Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. 29.6.2021 12:06
Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29.6.2021 11:54
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í sérfræðingum varðandi eldgosið í Geldingadölum en gosóróinn datt niður um tíma í gærkvöldi en tók svo aftur við sér í nótt. 29.6.2021 11:32
Covid-19 út, klassískt kvef inn Það er fyrirsjáanlegt: Að öllum sóttvarnaráðstöfunum hafi verið aflétt á Íslandi hefur í för með sér að sóttvarnir landsmanna verða lakari. Þessarar breytingar er strax farið að gæta á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem nokkurt rennerí er á fólki vegna kvefsótta. 29.6.2021 11:29
Kosningar 2021: Sterk staða stjórnarflokkanna Í nýrri skoðanakönnun Maskínu má tína til töluverð tíðindi sem áhugavert er að staldra við. Jafnvel þó svo að stuðningur við ríkisstjórnina sem slíka dali nokkuð, fari úr 47,7 prósentum í 42,5 prósent þá styrkja stjórnarflokkarnir þrír allir stöðu sína á milli mánaða, mjög mismikið þó. 29.6.2021 11:01
Þóttust ætla að þiggja gefins sófa en létu greipar sópa Jóna María Hafsteinsdóttir segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við par sem kom inn á heimili hennar til að fá gefins sófa á dögunum. 29.6.2021 08:01
Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29.6.2021 07:18
Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29.6.2021 06:00
Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28.6.2021 22:36
Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28.6.2021 22:22
Segir skerta þjónustu við íbúa birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimila Íbúar á Hrafnistu geta héðan í frá hvorki fengið fylgd í fótsnyrtingu né hárgreiðslu, sem þeir hafa fengið hingað til. Forstjóri Hrafnistuheimilanna segir þessa skerðingu enn eina birtingarmynd rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna. 28.6.2021 21:01
Bindur vonir við að orgel, altari og annað timburverk hafi ekki orðið fyrir rakaskemmdum Töluvert tjón varð í Háteigskirkju vegna vatnsleka í kjallara kirkjunnar í dag. Kirkjuvörður bindur vonir við að orgel, altari og annað timburverk hafi ekki orðið fyrir rakaskemmdum. 28.6.2021 20:01
Telja sig geta bjargað Suðurstrandarvegi með hraunbrú Hægt er að bjarga Suðurstrandarvegi með svokallaðri hraunbrú yfir veginn, að sögn Magnúsar Rannvers Rafnssonar, verkfræðings og framkvæmdastjóra Línudans ehf. Magnús og aðrir verkfræðingar hjá Verkfræðistofu Suðurnesja hafa lagt fram tillögu um brúna til almannavarna. Hann segir verkefnið bæði einfalt og fljótlegt í framkvæmd. 28.6.2021 19:30
„Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28.6.2021 19:22
Sjö konur látnar innan þriggja ára frá innlögn vegna heimilisofbeldis Fjörutíu og níu konur voru lagðar inn á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi á fimmtán ára tímabili samkvæmt nýrri rannsókn. Sjö kvennanna létust innan þriggja ára frá innlögn. Doktorsnemi og hjúkrunarfræðingur segja samræmt verklag í málaflokknum skorta innan heilbrigðiskerfisins. 28.6.2021 19:01
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ferðamönnum fjölgar hratt hér á landi nú þegar takmörkunum hefur verið aflétt. Við tökum stöðuna á Keflavíkurflugvelli í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan hálf sjö. 28.6.2021 17:57