Fleiri fréttir

EFLA mælir ekki með niðurrifi Fossvogsskóla

Skýrsla um ástand Fossvogsskóla kom nýverið út. Rakaástand og innivist var efni rannsóknarinnar og niðurstaðan var ekki góð. Þó telur verkfræðistofan EFLA að unnt sé að nýta útveggi skólans.

Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum

Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar.

Löng röð eftir bólu­efni AstraZene­ca

Löng röð hefur myndast eftir bólusetningum í Laugardalshöll og nær hún langt upp á Suðurlandsbraut. Í dag er bólusett með seinni skammti af bóluefni AstraZeneca.

Fer fram á opinn nefndar­fund um Ás­mundar­salar­málið

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþings, hefur lagt það til að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu sem snýr að Ásmundarsalarmálinu.

Til­gangur vöktunarinnar „fyrst og fremst öryggis­mál“

Tilgangur hinnar rafrænu vöktunar í ísbúð Huppuíss var „fyrst og fremst öryggismál“. Öryggissjónarmið réðu vöktuninni sem var bæði í þágu starfsfólks búðarinnar, fyrirtækisins og birgja sem eiga erindi með vörubirgðir til lagersins.

Engin aug­ljós tákn um að eld­gosinu sé að ljúka

„Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu.

Fá lögbann á lendingar þyrla Norðurflugs

Þyrlufyrirtækið Norðurflug má ekki lengur lenda með ferðamenn við gossvæðið í Geldingadölum. Þetta ákvað sýslumaðurinn á Suðurnesjum í gær og setti lögbann við lendingum frá fyrirtækinu.

Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi

Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11.

Ekið á stúlku á reiðhjóli

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær þess efnis að ekið hefði verið á stúlku á reiðhjóli. Í dagbók lögreglu segir að stúlkan hafi hlotið minniháttar meiðsl en verið flutt á Landspítala til skoðunar.

Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu

Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku.

Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis

Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili.

Segir Marek sitja heilan heilsu inni á geðdeild

Lögmaður mannsins sem dæmdur var til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg síðasta sumar segir hann sæta ómannúðlegri meðferð á réttargeðdeild. Sótt hefur verið um leyfi til að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar.

Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík

Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar 2 verður rætt við Jón Þór Ólafsson formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag.

Aug­lýsingar RÚV fyrir Krakka­f­réttir ó­lög­legar

Ríkisútvarpið hefur verið sektað um milljón króna vegna auglýsinga sem voru sýndar beint á eftir Krakkafréttum alla vetur frá nóvembermánuði 2015 og til maímánaðar 2021. Samkvæmt fjölmiðlalögum er óheimilt að sýna auglýsingar strax fyrir og í kjölfar dagskrárliðar sem ætlaður er börnum 12 ára og yngri.

Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð

Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði um klukkan fjögur í dag. Ekkert manntjón varð vegna skriðunnar en talsvert tjón varð á húsunum tveimur sem urðu fyrir skriðunni. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Saurinn reyndist svo sannar­lega úr álft

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tekið af allan vafa um að hvítabjörn hafi ekki verið í nágrenni göngufólks á Hornströndum fyrir viku. Úrgangur sem göngufólkið taldi að gæti verið frá hvítabirni reyndist vera eftir álft.

Átti von á að fá byssukúlu í bakið

Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið.

Sumar­frí þing­manna rofið til að leið­rétta mis­tök

Áætlað er að Alþingi komi saman í næstu viku til þess að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps til kosningalaga og frumvarps til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka. Þetta staðfestir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í samtali við Vísi.

Ó­mögu­legt að segja til um hvað sé að gerast á gos­stöðvunum

Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. 

Rauð­glóandi síma­línur vegna bólu­­setningar barna

Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í sérfræðingum varðandi eldgosið í Geldingadölum en gosóróinn datt niður um tíma í gærkvöldi en tók svo aftur við sér í nótt.

Covid-19 út, klassískt kvef inn

Það er fyrirsjáanlegt: Að öllum sóttvarnaráðstöfunum hafi verið aflétt á Íslandi hefur í för með sér að sóttvarnir landsmanna verða lakari. Þessarar breytingar er strax farið að gæta á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem nokkurt rennerí er á fólki vegna kvefsótta.

Kosningar 2021: Sterk staða stjórnarflokkanna

Í nýrri skoðanakönnun Maskínu má tína til töluverð tíðindi sem áhugavert er að staldra við. Jafnvel þó svo að stuðningur við ríkisstjórnina sem slíka dali nokkuð, fari úr 47,7 prósentum í 42,5 prósent þá styrkja stjórnarflokkarnir þrír allir stöðu sína á milli mánaða, mjög mismikið þó.

Telur mögu­legt að lög­regla hafi átt við fleiri upp­tökur

Nefnd um eftir­lit með lög­reglu skoðar nú hvort til­efni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lög­reglan getur sjálf átt við upp­tökur búk­mynda­véla sinna. Skúli Þór Gunn­steins­son, for­maður nefndarinnar, vill ekki upp­lýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið form­lega á­kvörðun um fram­haldið.

Gos­ó­róinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“

Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið.

Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð

Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor.

Telja sig geta bjargað Suðurstrandarvegi með hraunbrú

Hægt er að bjarga Suðurstrandarvegi með svokallaðri hraunbrú yfir veginn, að sögn Magnúsar Rannvers Rafnssonar, verkfræðings og framkvæmdastjóra Línudans ehf. Magnús og aðrir verkfræðingar hjá Verkfræðistofu Suðurnesja hafa lagt fram tillögu um brúna til almannavarna. Hann segir verkefnið bæði einfalt og fljótlegt í framkvæmd.

Sjá næstu 50 fréttir