Fleiri fréttir

Um tíu konur kvarta til landlæknis og krefjast bóta

Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns.

For­eldrar fá þrjá val­­kosti frá borginni

Reykja­víkur­borg hefur gefið for­eldrum barna í 2. til 4. bekk í Foss­vogs­skóla þrjá val­mögu­leika í von um að leysa þann hús­næðis­vanda sem þar er kominn upp. For­eldrar lýstu í gær yfir ó­á­nægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengi­byggingu Víkings­heimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skóla­ársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráð­stöfun.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns.

Al­manna­varna­nefnd vill ganga lengra en ráðu­neytið

Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins mælist til að ekki verði fleiri en hundrað nemendur í hverju rými grunnskóla, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla. Gengur nefndin þar með lengra en menntamálaráðuneytið sem miðar í sínum tilmælum við 200 í hverju hólfi.

Telur ótímabært að ræða langtíma takmarkanir innanlands

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ekki sé tímabært að ræða langtímatakmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Það sé hins vegar tímabært að endurskoða reglur um sóttkví.

Biðst afsökunar á að hafa brotið reglu um grímuskyldu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa gert mistök sem henni þyki mjög leiðinlegt. Katrín var ekki með grímu á Meistaravöllum í gær þar sem hún fylgdist með KR bursta Víking 6-0 í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu.

Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum förum við yfir stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en sextíu og einn greindist með veiruna innanlands í gær, þar af rétt rúmlega helmingur utan sóttkvíar.

55 í sótt­kví vegna smita tengdum Heilsu­stofnun

Starfsemi Heilsustofnunar er komin af stað aftur eftir tveggja daga meðferðahlé á meðan unnið var að smitrakningu eftir að skjólstæðingur greindist með kórónuveiruna síðastliðinn þriðjudag. Alls eru nú 55 í sóttkví vegna tveggja einstaklinga sem hafa dvalið hjá Heilsustofnun og greinst með veiruna.

61 greindist með veiruna innanlands í gær

Að minnsta kosti 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu af þeim eru fullbólusettir, bólusetning er hafin hjá þremur og óbólusettir eru 28.

Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum

Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið.

Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar

Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu.

Nær lagi að Sjálfstæðisflokkurinn sameinist VG

Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Viðreisnar, telur að nær lagi sé að spyrja Bjarna Benediktsson hvort Sjálfstæðisflokkurinn vilji sameinast Vinstri grænum frekar en Viðreisn.

Fékk hænur fyrir að láta gelda sig

Það fer vel um hænurnar Írisi, Páleyju, Guðbjörgu og Jakobínu í Vestmannaeyjum, sem búa í glæsilegum hænsnakofa og éta rabarbara með bestu lyst. Bæjarstjórinn segist vera stoltur af því að eiga nöfnu í hænsnakofanum.

„Hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis“ illa tímasett og auki á gremju

Tómas Guðbjartsson, læknir á Landspítalanum, segir að það auki einungis á gremju starfsfólks Landspítalans að lesa "hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis", á sama tíma og það sé kallað inn úr sumarfríum og sé að taka aukavaktir til að mæta álagi sem skapast af völdum fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Verið sé að tala niður hversu erfið bylgjan sé við að eiga með því að „berja sífellt í bumbur rekstrarvanda og vísa til óstjórnar á spítalanum.“

Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum

Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi.

Fjögur smit tengd við leikskólann á Seyðisfirði

Tveir greindust með Covid-19 í skimunum sem boðið var upp á á Seyðisfirði í tengslum við Covid-19 smit sem kom upp á leikskólanum þar. Alls hafa fjögur smit greinst sem hægt er að tengja við leikskólann.

Ákveðin uppgjöf að ætla að takmarka fjölda ferðamanna

Ferðamálaráðherra segir það ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands. Hún telur ekki tímabært að ræða samkomutakmarkanir til margra mánuða, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði sínu. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast sem fyrst í eðlilegt horf.

Ætla að herða eftirlit verulega í næstu viku

Lögreglan á Suðurnesjan ætlar að herða verulega á eftirliti með því að flugfélög tryggi að farþegar komi ekki til landsins framvísi þeir ekki neikvæðu PCR-prófi við brottför. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að ætla að takmarka fjölda ferðamanna til landsins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ferðamálaráðherra segir ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast í eðlilegt horf sem fyrst.

Að lágmarki 52 smitaðir eftir dansbúðir á Laugarvatni

Tvö Covid-smit í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni hafa svo sannarlega dreift úr sér. Alls hafa 52 greinst smitaðir í tengslum við sumarbúðirnar þar sem börn frá tíu ára aldri og upp í tvítug ungmenni æfðu saman dans í eina viku.

Fækkar hægt í hópi ísraelsku ferða­mannanna sem eru mis­hressir

Þrjátíu smitaðir ísraelskir ferðamenn dvelja í farsóttarhúsnæði Rauða krossins þessa dagana og óvíst hvenær fólkið kemst úr landi. Eftir að lokað var á sóttkví ferðamanna í farsóttarhúsi opnaðist mikið rými til að sinna fólki í einangrun.

Víkingar ósáttir og skóla­ráð boðað til fundar

Skólaráð Fossvogsskóla hefur verið boðað til fundar í dag klukkan 17. Þar má búast við að húsnæðisvandi skólans verði til umræðu en eins og Vísir greindi frá eru foreldrar afar ósáttir með að yngsta stig skólans fái kennslu sína á neðstu hæð Víkingsheimilisins fram á miðjan september. Forsvarsmenn Víkings harma að hafa dregist inn í neikvæða umræðu í fjölmiðlum.

Reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna ráði kerfið ekki við skimanir

Sóttvarnalæknir leggur til að reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands ef ekki næst að anna skimunum allra farþega á landamærunum. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarsýn sóttvarna. Hann segist þó ekki vita hvernig hægt verði að takmarka komu ferðamanna. 108 greindust með veiruna í gær og eru sjö á gjörgæslu vegna Covid.

Síbrotamaður dæmdur í þriggja ára fangelsi

Tómas Helgi Jónsson var á þriðjudag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda fyrir umferðar- og fíkniefna- og vopnalagabrot auk eldri brota. Tómas Helgi á að baki áralangan brotaferil.

Sjá næstu 50 fréttir