Fleiri fréttir Um tíu konur kvarta til landlæknis og krefjast bóta Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns. 20.8.2021 19:11 Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20.8.2021 18:50 Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. 20.8.2021 18:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns. 20.8.2021 18:01 Eldur kviknaði í bíl á Kringlumýrarbraut Eldur kviknaði í bíl á Kringlumýrarbraut fyrir utan Suðurver rétt um klukkan hálf sex. Slökkvilið er á staðnum og hefur tekist að slökkva í bílnum. 20.8.2021 17:49 Almannavarnanefnd vill ganga lengra en ráðuneytið Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins mælist til að ekki verði fleiri en hundrað nemendur í hverju rými grunnskóla, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla. Gengur nefndin þar með lengra en menntamálaráðuneytið sem miðar í sínum tilmælum við 200 í hverju hólfi. 20.8.2021 17:09 Flóttamannanefnd skilar tillögum um móttöku Afgana til ráðherra í dag Flóttamannanefnd mun skila tillögum sínum, um hvernig taka skuli á móti afgönsku flóttafólki, til ráðherra í dag. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu. 20.8.2021 16:34 Telur ótímabært að ræða langtíma takmarkanir innanlands Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ekki sé tímabært að ræða langtímatakmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Það sé hins vegar tímabært að endurskoða reglur um sóttkví. 20.8.2021 15:47 Bein útsending: Upplýsingafundur loftslagsverkfallsins Loftslagsverkfallið blæs til þriggja upplýsingafunda í ljósi stöðu loftslagsmála í heiminum. Sá fyrsti er í Norræna húsinu í dag og hefst klukkan 13:30. 20.8.2021 13:15 Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. 20.8.2021 12:45 Telur ólíklegt að bólusetningum barna verði mótmælt í Laugardalshöll Á Íslandi hafa nú 262.291 verið fullbólusettir gegn veirunni en örvunarbólusetningar hafa staðið yfir í vikunni hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen fyrr í sumar. Aðeins um helmingur þeirra sem fékk boð í örvunarbólusetningu þáði það boð. 20.8.2021 12:24 Biðst afsökunar á að hafa brotið reglu um grímuskyldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa gert mistök sem henni þyki mjög leiðinlegt. Katrín var ekki með grímu á Meistaravöllum í gær þar sem hún fylgdist með KR bursta Víking 6-0 í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. 20.8.2021 12:20 Meðal hugmynda að skipa sérstakan ráðherra fyrir eldri borgara Nauðsynlegt er að skipuleggja og samþætta þjónustu við eldra fólk að mati höfundar tillagna um breytingar til heilbrigðisráðherra. Meðal hugmynda er að skipaður verði sérstakur ráðherra fyrir málefni aldraðra. 20.8.2021 11:47 Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum. 20.8.2021 11:41 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum förum við yfir stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en sextíu og einn greindist með veiruna innanlands í gær, þar af rétt rúmlega helmingur utan sóttkvíar. 20.8.2021 11:30 55 í sóttkví vegna smita tengdum Heilsustofnun Starfsemi Heilsustofnunar er komin af stað aftur eftir tveggja daga meðferðahlé á meðan unnið var að smitrakningu eftir að skjólstæðingur greindist með kórónuveiruna síðastliðinn þriðjudag. Alls eru nú 55 í sóttkví vegna tveggja einstaklinga sem hafa dvalið hjá Heilsustofnun og greinst með veiruna. 20.8.2021 10:58 61 greindist með veiruna innanlands í gær Að minnsta kosti 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu af þeim eru fullbólusettir, bólusetning er hafin hjá þremur og óbólusettir eru 28. 20.8.2021 10:46 Bein útsending: Heilbrigðisþing um framtíðarsýn um heilbrigðisþjónustu við aldraða Heilbrigðisþingið um framtíðarsýn um heilbrigðisþjónustu við aldraða hefst klukkan 9 í dag og stendur til klukkan 16. 20.8.2021 08:30 Segir umræðuna um leghálskrabbamein hafa snúist um hræðsluáróður Konur sem koma í leghálsskimun þurfa nú að bíða í sex vikur, jafnvel fjórar, eftir niðurstöðum. Þetta segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Fréttablaðið. 20.8.2021 07:52 Segja þúsundir heilbrigðisstarfsmanna starfa utan heilbrigðiskerfisins Það skortir mjög á jákvæða hvata til að sækja sér menntun í heilbrigðisvísindum og til að starfa innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Aðeins 64 prósent hjúkrunarfræðinga starfa innan heilbrigðiskerfisins. 20.8.2021 07:28 Ítalskur dulmálssérfræðingur grefur eftir „hinum heilaga kaleik“ við Skipholtskrók Enn leita menn að hinum heilaga kaleik á Íslandi, nú síðast við Skipholtskrók, þar sem grafin var fjögurra metra djúp hola án árangurs. „Niðurstaðan var neikvæð, það var engar vísbendingar að finna þarna,“ segir Þórarinn Þórarinsson arkitekt. 20.8.2021 06:29 „Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi“ Hin nítján ára gamla Zara Rutherford, sem ætlar sér að verða yngsta kona sögunnar til þess að fljúga einsömul hringinn í kringum jörðina, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú síðdegis. 19.8.2021 23:31 Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19.8.2021 22:42 Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu. 19.8.2021 22:31 Nær lagi að Sjálfstæðisflokkurinn sameinist VG Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Viðreisnar, telur að nær lagi sé að spyrja Bjarna Benediktsson hvort Sjálfstæðisflokkurinn vilji sameinast Vinstri grænum frekar en Viðreisn. 19.8.2021 22:15 Uppgangur mislinga og mænusóttar vegna skertrar heilbrigðisþjónustu áhyggjuefni Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir stöðu bólusetninga alþjóðlega mikið áhyggjumál. Nauðsynlegt sé að framlínufólk í heiminum öllum sé bólusett gegn Covid sem fyrst því hætta steðji ekki aðeins af kórónuveirunni heldur fjölda annarra sótta sem herji nú á í fátækari ríkjum. 19.8.2021 22:02 Fatlaður maður dæmdur til að leita sér hjálpar við kynferðislegum tilhneigingum sínum Fatlaður Íslendingur var í síðasta mánuði fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á öðrum yngri fötluðum manni í gegnum netsamskipti þeirra – hann þarf að greiða fórnarlambi sínu 250.000 krónur í miskabætur vegna þessa. 19.8.2021 21:22 Fékk hænur fyrir að láta gelda sig Það fer vel um hænurnar Írisi, Páleyju, Guðbjörgu og Jakobínu í Vestmannaeyjum, sem búa í glæsilegum hænsnakofa og éta rabarbara með bestu lyst. Bæjarstjórinn segist vera stoltur af því að eiga nöfnu í hænsnakofanum. 19.8.2021 21:00 „Hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis“ illa tímasett og auki á gremju Tómas Guðbjartsson, læknir á Landspítalanum, segir að það auki einungis á gremju starfsfólks Landspítalans að lesa "hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis", á sama tíma og það sé kallað inn úr sumarfríum og sé að taka aukavaktir til að mæta álagi sem skapast af völdum fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Verið sé að tala niður hversu erfið bylgjan sé við að eiga með því að „berja sífellt í bumbur rekstrarvanda og vísa til óstjórnar á spítalanum.“ 19.8.2021 20:22 Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19.8.2021 20:17 Fjögur smit tengd við leikskólann á Seyðisfirði Tveir greindust með Covid-19 í skimunum sem boðið var upp á á Seyðisfirði í tengslum við Covid-19 smit sem kom upp á leikskólanum þar. Alls hafa fjögur smit greinst sem hægt er að tengja við leikskólann. 19.8.2021 19:22 Ákveðin uppgjöf að ætla að takmarka fjölda ferðamanna Ferðamálaráðherra segir það ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands. Hún telur ekki tímabært að ræða samkomutakmarkanir til margra mánuða, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði sínu. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast sem fyrst í eðlilegt horf. 19.8.2021 18:32 Ætla að herða eftirlit verulega í næstu viku Lögreglan á Suðurnesjan ætlar að herða verulega á eftirliti með því að flugfélög tryggi að farþegar komi ekki til landsins framvísi þeir ekki neikvæðu PCR-prófi við brottför. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að ætla að takmarka fjölda ferðamanna til landsins. 19.8.2021 18:32 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ferðamálaráðherra segir ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast í eðlilegt horf sem fyrst. 19.8.2021 18:00 Harmar að geta lítið gert til að sefa reiði öskuvondra útlendinga Aðstandendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hyggjast ekki endurgreiða þeim sem keypt höfðu miða í hlaupið, eftir að hlaupinu var endanlegt aflýst í dag. 19.8.2021 17:50 Að lágmarki 52 smitaðir eftir dansbúðir á Laugarvatni Tvö Covid-smit í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni hafa svo sannarlega dreift úr sér. Alls hafa 52 greinst smitaðir í tengslum við sumarbúðirnar þar sem börn frá tíu ára aldri og upp í tvítug ungmenni æfðu saman dans í eina viku. 19.8.2021 16:28 Fækkar hægt í hópi ísraelsku ferðamannanna sem eru mishressir Þrjátíu smitaðir ísraelskir ferðamenn dvelja í farsóttarhúsnæði Rauða krossins þessa dagana og óvíst hvenær fólkið kemst úr landi. Eftir að lokað var á sóttkví ferðamanna í farsóttarhúsi opnaðist mikið rými til að sinna fólki í einangrun. 19.8.2021 16:01 Vilja ekki sjá neina græðgi á grágæsaveiðum Veiðitímabilið á grágæs og heiðagæs hefst föstudaginn 20. ágúst. Grágæs hefur fækkað á Íslandi og biður Umhverfisstofnun veiðimenn um að gæta hófs við veiðar. 19.8.2021 15:02 Víkingar ósáttir og skólaráð boðað til fundar Skólaráð Fossvogsskóla hefur verið boðað til fundar í dag klukkan 17. Þar má búast við að húsnæðisvandi skólans verði til umræðu en eins og Vísir greindi frá eru foreldrar afar ósáttir með að yngsta stig skólans fái kennslu sína á neðstu hæð Víkingsheimilisins fram á miðjan september. Forsvarsmenn Víkings harma að hafa dregist inn í neikvæða umræðu í fjölmiðlum. 19.8.2021 14:58 Heilmikið púsluspil en krakkarnir í Réttó mæta á mánudaginn Grípa hefur þurft til ýmissa ráðstafana til að tryggja að allir nemendur í Réttarholtsskóla í Reykjavík geti mætt þegar nýtt skólaár gengur í garð eftir helgi vegna framkvæmda við skólann sem nú standa yfir. 19.8.2021 14:01 Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19.8.2021 13:03 Hætta á að ungt fólk hætti að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á netinu Ungt fólk er mun líklegra en eldri kynslóðir til að verða fyrir neteinelti, hatursorðræðu og háðung í athugasemdakerfum. Áhyggjur eru uppi um að raddir ungs fólks hverfi úr lýðræðislegri umræðu á netinu. 19.8.2021 12:26 Reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna ráði kerfið ekki við skimanir Sóttvarnalæknir leggur til að reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands ef ekki næst að anna skimunum allra farþega á landamærunum. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarsýn sóttvarna. Hann segist þó ekki vita hvernig hægt verði að takmarka komu ferðamanna. 108 greindust með veiruna í gær og eru sjö á gjörgæslu vegna Covid. 19.8.2021 12:06 Síbrotamaður dæmdur í þriggja ára fangelsi Tómas Helgi Jónsson var á þriðjudag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda fyrir umferðar- og fíkniefna- og vopnalagabrot auk eldri brota. Tómas Helgi á að baki áralangan brotaferil. 19.8.2021 11:18 Stór olíufláki lagði undir sig Siglufjarðarhöfn Mikill olíufláki lagði undir sig Siglufjarðarhöfn fyrri part dags í gær. Á myndum má sjá að flekinn var stór að umfangi og hafi hann borist úr innsiglingunni og til hafnar. 19.8.2021 11:11 Sjá næstu 50 fréttir
Um tíu konur kvarta til landlæknis og krefjast bóta Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns. 20.8.2021 19:11
Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun. 20.8.2021 18:50
Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. 20.8.2021 18:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns. 20.8.2021 18:01
Eldur kviknaði í bíl á Kringlumýrarbraut Eldur kviknaði í bíl á Kringlumýrarbraut fyrir utan Suðurver rétt um klukkan hálf sex. Slökkvilið er á staðnum og hefur tekist að slökkva í bílnum. 20.8.2021 17:49
Almannavarnanefnd vill ganga lengra en ráðuneytið Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins mælist til að ekki verði fleiri en hundrað nemendur í hverju rými grunnskóla, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla. Gengur nefndin þar með lengra en menntamálaráðuneytið sem miðar í sínum tilmælum við 200 í hverju hólfi. 20.8.2021 17:09
Flóttamannanefnd skilar tillögum um móttöku Afgana til ráðherra í dag Flóttamannanefnd mun skila tillögum sínum, um hvernig taka skuli á móti afgönsku flóttafólki, til ráðherra í dag. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu. 20.8.2021 16:34
Telur ótímabært að ræða langtíma takmarkanir innanlands Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ekki sé tímabært að ræða langtímatakmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Það sé hins vegar tímabært að endurskoða reglur um sóttkví. 20.8.2021 15:47
Bein útsending: Upplýsingafundur loftslagsverkfallsins Loftslagsverkfallið blæs til þriggja upplýsingafunda í ljósi stöðu loftslagsmála í heiminum. Sá fyrsti er í Norræna húsinu í dag og hefst klukkan 13:30. 20.8.2021 13:15
Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. 20.8.2021 12:45
Telur ólíklegt að bólusetningum barna verði mótmælt í Laugardalshöll Á Íslandi hafa nú 262.291 verið fullbólusettir gegn veirunni en örvunarbólusetningar hafa staðið yfir í vikunni hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen fyrr í sumar. Aðeins um helmingur þeirra sem fékk boð í örvunarbólusetningu þáði það boð. 20.8.2021 12:24
Biðst afsökunar á að hafa brotið reglu um grímuskyldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa gert mistök sem henni þyki mjög leiðinlegt. Katrín var ekki með grímu á Meistaravöllum í gær þar sem hún fylgdist með KR bursta Víking 6-0 í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. 20.8.2021 12:20
Meðal hugmynda að skipa sérstakan ráðherra fyrir eldri borgara Nauðsynlegt er að skipuleggja og samþætta þjónustu við eldra fólk að mati höfundar tillagna um breytingar til heilbrigðisráðherra. Meðal hugmynda er að skipaður verði sérstakur ráðherra fyrir málefni aldraðra. 20.8.2021 11:47
Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum. 20.8.2021 11:41
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum förum við yfir stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en sextíu og einn greindist með veiruna innanlands í gær, þar af rétt rúmlega helmingur utan sóttkvíar. 20.8.2021 11:30
55 í sóttkví vegna smita tengdum Heilsustofnun Starfsemi Heilsustofnunar er komin af stað aftur eftir tveggja daga meðferðahlé á meðan unnið var að smitrakningu eftir að skjólstæðingur greindist með kórónuveiruna síðastliðinn þriðjudag. Alls eru nú 55 í sóttkví vegna tveggja einstaklinga sem hafa dvalið hjá Heilsustofnun og greinst með veiruna. 20.8.2021 10:58
61 greindist með veiruna innanlands í gær Að minnsta kosti 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu af þeim eru fullbólusettir, bólusetning er hafin hjá þremur og óbólusettir eru 28. 20.8.2021 10:46
Bein útsending: Heilbrigðisþing um framtíðarsýn um heilbrigðisþjónustu við aldraða Heilbrigðisþingið um framtíðarsýn um heilbrigðisþjónustu við aldraða hefst klukkan 9 í dag og stendur til klukkan 16. 20.8.2021 08:30
Segir umræðuna um leghálskrabbamein hafa snúist um hræðsluáróður Konur sem koma í leghálsskimun þurfa nú að bíða í sex vikur, jafnvel fjórar, eftir niðurstöðum. Þetta segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Fréttablaðið. 20.8.2021 07:52
Segja þúsundir heilbrigðisstarfsmanna starfa utan heilbrigðiskerfisins Það skortir mjög á jákvæða hvata til að sækja sér menntun í heilbrigðisvísindum og til að starfa innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Aðeins 64 prósent hjúkrunarfræðinga starfa innan heilbrigðiskerfisins. 20.8.2021 07:28
Ítalskur dulmálssérfræðingur grefur eftir „hinum heilaga kaleik“ við Skipholtskrók Enn leita menn að hinum heilaga kaleik á Íslandi, nú síðast við Skipholtskrók, þar sem grafin var fjögurra metra djúp hola án árangurs. „Niðurstaðan var neikvæð, það var engar vísbendingar að finna þarna,“ segir Þórarinn Þórarinsson arkitekt. 20.8.2021 06:29
„Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi“ Hin nítján ára gamla Zara Rutherford, sem ætlar sér að verða yngsta kona sögunnar til þess að fljúga einsömul hringinn í kringum jörðina, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú síðdegis. 19.8.2021 23:31
Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19.8.2021 22:42
Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu. 19.8.2021 22:31
Nær lagi að Sjálfstæðisflokkurinn sameinist VG Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Viðreisnar, telur að nær lagi sé að spyrja Bjarna Benediktsson hvort Sjálfstæðisflokkurinn vilji sameinast Vinstri grænum frekar en Viðreisn. 19.8.2021 22:15
Uppgangur mislinga og mænusóttar vegna skertrar heilbrigðisþjónustu áhyggjuefni Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir stöðu bólusetninga alþjóðlega mikið áhyggjumál. Nauðsynlegt sé að framlínufólk í heiminum öllum sé bólusett gegn Covid sem fyrst því hætta steðji ekki aðeins af kórónuveirunni heldur fjölda annarra sótta sem herji nú á í fátækari ríkjum. 19.8.2021 22:02
Fatlaður maður dæmdur til að leita sér hjálpar við kynferðislegum tilhneigingum sínum Fatlaður Íslendingur var í síðasta mánuði fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á öðrum yngri fötluðum manni í gegnum netsamskipti þeirra – hann þarf að greiða fórnarlambi sínu 250.000 krónur í miskabætur vegna þessa. 19.8.2021 21:22
Fékk hænur fyrir að láta gelda sig Það fer vel um hænurnar Írisi, Páleyju, Guðbjörgu og Jakobínu í Vestmannaeyjum, sem búa í glæsilegum hænsnakofa og éta rabarbara með bestu lyst. Bæjarstjórinn segist vera stoltur af því að eiga nöfnu í hænsnakofanum. 19.8.2021 21:00
„Hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis“ illa tímasett og auki á gremju Tómas Guðbjartsson, læknir á Landspítalanum, segir að það auki einungis á gremju starfsfólks Landspítalans að lesa "hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis", á sama tíma og það sé kallað inn úr sumarfríum og sé að taka aukavaktir til að mæta álagi sem skapast af völdum fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Verið sé að tala niður hversu erfið bylgjan sé við að eiga með því að „berja sífellt í bumbur rekstrarvanda og vísa til óstjórnar á spítalanum.“ 19.8.2021 20:22
Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19.8.2021 20:17
Fjögur smit tengd við leikskólann á Seyðisfirði Tveir greindust með Covid-19 í skimunum sem boðið var upp á á Seyðisfirði í tengslum við Covid-19 smit sem kom upp á leikskólanum þar. Alls hafa fjögur smit greinst sem hægt er að tengja við leikskólann. 19.8.2021 19:22
Ákveðin uppgjöf að ætla að takmarka fjölda ferðamanna Ferðamálaráðherra segir það ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands. Hún telur ekki tímabært að ræða samkomutakmarkanir til margra mánuða, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði sínu. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast sem fyrst í eðlilegt horf. 19.8.2021 18:32
Ætla að herða eftirlit verulega í næstu viku Lögreglan á Suðurnesjan ætlar að herða verulega á eftirliti með því að flugfélög tryggi að farþegar komi ekki til landsins framvísi þeir ekki neikvæðu PCR-prófi við brottför. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að ætla að takmarka fjölda ferðamanna til landsins. 19.8.2021 18:32
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ferðamálaráðherra segir ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast í eðlilegt horf sem fyrst. 19.8.2021 18:00
Harmar að geta lítið gert til að sefa reiði öskuvondra útlendinga Aðstandendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hyggjast ekki endurgreiða þeim sem keypt höfðu miða í hlaupið, eftir að hlaupinu var endanlegt aflýst í dag. 19.8.2021 17:50
Að lágmarki 52 smitaðir eftir dansbúðir á Laugarvatni Tvö Covid-smit í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni hafa svo sannarlega dreift úr sér. Alls hafa 52 greinst smitaðir í tengslum við sumarbúðirnar þar sem börn frá tíu ára aldri og upp í tvítug ungmenni æfðu saman dans í eina viku. 19.8.2021 16:28
Fækkar hægt í hópi ísraelsku ferðamannanna sem eru mishressir Þrjátíu smitaðir ísraelskir ferðamenn dvelja í farsóttarhúsnæði Rauða krossins þessa dagana og óvíst hvenær fólkið kemst úr landi. Eftir að lokað var á sóttkví ferðamanna í farsóttarhúsi opnaðist mikið rými til að sinna fólki í einangrun. 19.8.2021 16:01
Vilja ekki sjá neina græðgi á grágæsaveiðum Veiðitímabilið á grágæs og heiðagæs hefst föstudaginn 20. ágúst. Grágæs hefur fækkað á Íslandi og biður Umhverfisstofnun veiðimenn um að gæta hófs við veiðar. 19.8.2021 15:02
Víkingar ósáttir og skólaráð boðað til fundar Skólaráð Fossvogsskóla hefur verið boðað til fundar í dag klukkan 17. Þar má búast við að húsnæðisvandi skólans verði til umræðu en eins og Vísir greindi frá eru foreldrar afar ósáttir með að yngsta stig skólans fái kennslu sína á neðstu hæð Víkingsheimilisins fram á miðjan september. Forsvarsmenn Víkings harma að hafa dregist inn í neikvæða umræðu í fjölmiðlum. 19.8.2021 14:58
Heilmikið púsluspil en krakkarnir í Réttó mæta á mánudaginn Grípa hefur þurft til ýmissa ráðstafana til að tryggja að allir nemendur í Réttarholtsskóla í Reykjavík geti mætt þegar nýtt skólaár gengur í garð eftir helgi vegna framkvæmda við skólann sem nú standa yfir. 19.8.2021 14:01
Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19.8.2021 13:03
Hætta á að ungt fólk hætti að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á netinu Ungt fólk er mun líklegra en eldri kynslóðir til að verða fyrir neteinelti, hatursorðræðu og háðung í athugasemdakerfum. Áhyggjur eru uppi um að raddir ungs fólks hverfi úr lýðræðislegri umræðu á netinu. 19.8.2021 12:26
Reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna ráði kerfið ekki við skimanir Sóttvarnalæknir leggur til að reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands ef ekki næst að anna skimunum allra farþega á landamærunum. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarsýn sóttvarna. Hann segist þó ekki vita hvernig hægt verði að takmarka komu ferðamanna. 108 greindust með veiruna í gær og eru sjö á gjörgæslu vegna Covid. 19.8.2021 12:06
Síbrotamaður dæmdur í þriggja ára fangelsi Tómas Helgi Jónsson var á þriðjudag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda fyrir umferðar- og fíkniefna- og vopnalagabrot auk eldri brota. Tómas Helgi á að baki áralangan brotaferil. 19.8.2021 11:18
Stór olíufláki lagði undir sig Siglufjarðarhöfn Mikill olíufláki lagði undir sig Siglufjarðarhöfn fyrri part dags í gær. Á myndum má sjá að flekinn var stór að umfangi og hafi hann borist úr innsiglingunni og til hafnar. 19.8.2021 11:11