Fleiri fréttir

Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér

Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku.

Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega

Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar.

Búa sig undir örtröð eftir 800 metra bílaröð um helgina

800 metra löng bílaröð myndaðist í sýnatöku á Selfossi um helgina og lögregla gerir ráð fyrir mikilli örtröð í dag. 85 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeim fjölgar sem greinst hafa með veiruna eftir legu á hjartadeild.

Skellti upp úr og segir Guðmund eiga að skammast sín

Sólveig Anna Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á sunnudagskvöld, segist hafa hlegið þegar hún heyrði kröfu Guðmundar Baldurssonar þess efnis að Agnieszka Ewa Ziólkowska segði af sér sem varaformaður stéttarfélagsins. Sú krafa sé fyndin þegar verk Agnieszku og Guðmundar fyrir Eflingu séu borin saman.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum höldum við áfram að tala um væringarnar innan Eflingar og ræðum meðal annars við Drífu Snædal forseta ASÍ um þetta mál sem hefur skekið verkalýðshreyfinguna síðustu daga.

85 greindust innan­lands í gær

85 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. 36 þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 49 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent.

Á von á því að Sólveig Anna segi af sér sem varaforseti ASÍ

Drífa Snædal, forseti ASÍ, reiknar með að Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, segi af sér sem annar varaforseti ASÍ í dag. Drífa segir að afsögn Sólveigar Önnu sem formaður Eflingar hafi komið sér á óvart. Þá reiknar hún með að varaformaður félagsins taki við sem formaður.

Fæðingarsprengja hjá Íslendingum

Alls fæddust 1310 börn í júlí, ágúst og september árið 2021. Fæðingar á einum ársfjórðungi hafa ekki verið fleiri frá því byrjað var að taka tölurnar saman ársfjórðungslega árið 2010. Mun færri féllu frá á sama tímabili eða 580 einstaklingar.

Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi

Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn.

Hörð fimm bíla aftanákeyrsla

Lögreglu barst í gær tilkynning um umferðarslys í póstnúmerinu 108 en um var að ræða harðan árekstur fimm bifreiða, það er að segja fimm bíla aftanákeyrslu. Ökumaðurinn sem var fremstur í röðinni er grunaður um akstur undir áhrifum.

Sólin að setjast á storma­­sama, tíðinda­­mikla, rót­tæka og her­­skáa for­­manns­­tíð Sól­veigar Önnu

Óhætt er að segja að formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í fyrradag, hafi verið viðburðarrík þótt hún hafi aðeins setið sem formaður í þrjú ár. Sólveig Anna boðaði herskáa og róttæka stéttabaráttu frá upphafi formannstíðar hennar, sem var bæði stormasöm og tíðindamikil.

Fella­skóli og Lauga­lækjar­skóli komust í úr­slit Skrekks

Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjö grunnskólar tóku þátt í kvöld og komust Fellaskóli með atriðið Hvað er að gerast sem fjallaði um Covid-19 og Laugalækjarskóli með atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu áfram í úrslit.

For­­manns­efni kennara segja kulnun mikil­vægasta verk­efnið

Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag.

Segir starfsmann Eflingar hafa rætt um að beita sig ofbeldi

Ónefndur karlmaður á skrifstofu stéttarfélagsins Eflingar ræddi um að skaða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins. Þetta fullyrðir hún í færslu á samfélagsmiðli þar sem hún gagnrýnir enn fyrrverandi samstarfsfólk sitt.

Sakar Sól­veigu Önnu og fé­laga um út­­lendinga­and­úð

Maxim Baru, fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar ber Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Viðar Þorsteinsson þungum sökum í fréttatilkynningu sem hann sendi Vísi. Hann segir nornaveiðar Sólveigar Önnu innan Eflingar hafa endað með brottrekstri nánast allra erlendra starfsmanna félagsins.

Hvetja Guðmund til að segja sig úr stjórninni

Meirihluti stjórnar stéttarfélagsins Eflingar hvetur Guðmund Baldursson til þess að segja sig úr stjórninni. Hann sakaði Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins, um leynimakk og að halda upplýsingum vanlíðan starfsfólks Eflingar frá stjórninni í dag.

Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér

Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Starfsfólk Eflingar segist hafa upplifað vanlíðan og hræðslu í starfi vegna slæmrar framkomu og hótana stjórnenda um uppsögn. Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar hafa látið af störfum hjá félaginu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Frestaði aðalmeðferð í máli Zuism fram í febrúar

Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði aðalmeðferð í máli á hendur forsvarsmönnum trúfélagsins Zuism fram í febrúar í dag. Tveir bræður sem stýrðu félaginu eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti.

Kald­rifjað morð á verka­lýðs­leið­toga ofar­lega í huga Viðars

Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar.

Kynferðisbrot muni ekki líðast í framvarðarsveit hestamanna

Formaður Landssambands hestamanna segir það hafa verið erfiða ákvörðun að víkja einum fremsta knappa Íslands úr landsliðinu vegna kynferðisbrotamáls. Hann segir ekki verjandi að taka ekki ákvörðun þegar mál af þessum toga koma upp og telur að sambandið hafi tekið rétta ákvörðun.

Efling slaufar fræðslufundi um betri samskipti

Verkalýðsfélagið Efling hafði boðið til sérstaks fræðslufundar fyrir fyrirtæki undir yfirskriftinni „Betri vinnustaður og betri samskipti“ en honum virðist hafa verið frestað um óákveðinn tíma.

Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður

Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær.

Allir nema einn í stjórninni standi þétt við bak Sólveigar Önnu

Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt um afsögn sína sem formaður Eflingar. Viðar Þorsteinsson hyggst fylgja henni og ætlar að láta af störfum sem framkvæmdastjóri, en ástæðan er yfirlýsing starfsfólks sem stjórnin túlkar sem vantraust. Bæði þegja þau þunnu hljóði og svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið.

Íslendingar minna hræddir við Covid-19

Íslendingar eru minna hræddir við að smitast af Covid-19 og treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum minna til að takast á við faraldur kórónuveirunnar, þó langflestir geri það enn.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um átök innan Eflingar en þau Sólveig Anna Jónsdóttir formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri hafa tilkynnt um afsögn sína.

72 greindust innanlands í gær

72 greindust innanlands með Covid-19 í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 61 prósent smitaðra eru fullbólusettir. Þá voru 53 prósent í sóttkví við greiningu.

Sjá næstu 50 fréttir