Fleiri fréttir

Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“

Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn.

Rostunga­kenningin hreint ekki ný af nálinni

Með einföldunum og eðlilegum fyrirvörum (hvorugur heldur þessu fram í sjálfu sér) má segja að hvorki Bergsveinn Birgisson né Ásgeir Jónsson séu fyrstir til að koma fram með að Ingólfur Arnarson hafi líklega verið rostungsveiðimaður og sú sé kveikja byggðar í Reykjavík. Það var Illugi Jökulsson sem skúbbaði því á sínum tíma.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um kapphlaup á Alþingi um að samþykkja nýtt lagafrumvarp um fjarskipti sem tengist sölunni á Mílu. Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði gagnrýnir harðlega hinn skamma tíma sem þingmenn fá til að fara yfir málið.

128 greindust innan­lands

128 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 64 af þeim 128 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 50 prósent. 64 voru utan sóttkvíar, eða 50 prósent.

Mörg hundruð blóðmerar í eigu Ísteka

Ísteka, fyrirtækið sem framleiðir frjósemislyf úr merablóði einkum fyrir svínarækt erlendis, rekur sjálft þrjár starfsstöðvar (bújarðir) þar sem blóðtaka er stunduð og átti 283 hryssur sem voru í blóðtöku á þessu ári, 2021.

Bannað að nota lím- og drekkingargildrur

Notkun límbakka og drekkingargildra brjóta gegn ákvæðum laga um velferð dýra og það er óheimilt að bera út eitur eða nota músagildrur fyrir hagamýs utanhúss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun vegna frétta um óvanalega mikinn músagang.

Sögu­lega leiðin­legt þing í ár

Salan á Ís­lands­banka var stærsta pólitíska hita­mál ársins 2021 að mati flestra sem frétta­stofa ræddi við þegar farið var í upp­rifjun á af­rekum þingsins fyrir annál. Það segir lík­lega sína sögu um hve tíðinda­litlu og leiðin­legu ári er að ljúka fyrir á­huga­menn um pólitík.

Konan fannst heil á húfi eftir leit á Norðurbakka

Lögregla og slökkvilið var kallað út að Norðurbakka í Hafnarfirði á ellefta tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um að kona hafi mögulega farið út í sjó. Konan fannst heil á húfi rétt eftir miðnætti fjarri sjónum. 

Vélmenni til bjargar og fólk hættir að sleppa við sektir

Með fjölgun hraðamyndavéla á Íslandi var lögreglan á stundum hætt að geta annað því að senda út hraðasektir til ökumanna en nú horfir málið til betri vegar. Með nýjum þjarki ætti fólk núna að geta fengið sektina í heimabanka eftir svo mikið sem korter og þær ættu allar að skila sér.

Grænkera skorti ekkert á jólum

Jólin eru handan við hornið og flestir eflaust farnir að velta fyrir sér hvað eigi að hafa á boðstólnum á aðfangadagskvöld. Fyrir flesta er þetta kannski erfið spurning að svara, en hvað með fólkið sem bragðar ekki á jólasteikinni?

„Ég hef aldrei gefið neinum leyfi til þess að nauðga mér“

Ung trans kona sem brotið var á tvívegis á árinu segir ákveðna nauðgunarmenningu ríkja hér á landi með tilliti til trans kvenna. Hún segir að litið sé á þær sem einhvers konar blæti og að varpa þurfi ljósi á vandann. Opna þurfi umræðuna um málefni trans kvenna þar sem margt er ekki í lagi. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hátt í hundrað eru látnir í mannskæðasta fellibyl í sögu Kentucky-ríkis. Við sýnum myndir frá hamfarasvæðum í Bandaríkjunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Íslending í St. Louis í Missouri sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina. Hún segir eyðilegginguna ofboðslega.

Meiri mygla fannst í Lauga­lækjar­skóla

Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 

Virðist sem fimm daga sóttkví sé ekki nóg

Ákveðið var í dag að skólahald í Patreksskóla á Patreksfirði verði fellt niður þar til eftir jólafrí. Þetta er gert vegna kórónuveirusmita sem halda áfram að greinast innan skólans, þó að þau séu ekki mörg.

Blóð­mera­hald sé versta dýra­verndar­brot Ís­lands­sögunnar

Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar.

Ekki mokað á þriðjudögum og laugardögum í Uppsveitum Árnessýslu

Íbúar í Uppsveitum Árnessýslu eru margir hverjir óánægðir með það staðreynd að Vegagerðin mokar ekki nokkra fjölfarna vegi svæðisins á þriðjudögum og laugardögum þó að það kafsnjói á þeim dögum. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segist ekki trúa öðru en að Vegagerðin breyti þessu verklagi sínu.

„Orku­mál eru lofts­lags­mál“

Orkumálastjóri segir tækifæri liggja í nýjum stjórnarsáttamála og segir gott að loftslags- og orkumál heyri nú undir sama ráðuneyti. 

Veittu skátunum veg­legan styrk

Hringfarinn Kristján Gíslason og eiginkona hans Ásdís Rósa Baldursdóttir vilja láta gott af sér leiða og hafa meðal annars stutt við bataferli fíkla. Læt að nýju styrktarmálefni leiddi þau að fjölskylduskátun, nýju verkefni á vegum skátahreyfingarinnar. Í gær veittu þau skátunum tíu milljóna króna styrk.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Lögregla lítur grófa árás ungmenna í Kringlunni í gær alvarlegum augum. Mörg mál þar sem ungmenni eiga í hlut hafa komið upp á stuttum tíma. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Árásin gróf og litin alvarlegum augum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur grófa líkamsárás ungmenna á annað ungmenni við Kringluna í gær mjög alvarlegum augum. Barefli virðist hafa verið beitt við árásina en þolandi fékk höfuðhögg og var fluttur talsvert slasaður á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Mennta­skólinn við Sund mis­munaði á grund­velli aldurs

Menntaskólinn við Sund braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar hann réð í stöðu kennara við skólann. Samkvæmt skólanum myndi fylgja því aukinn kostnaður að ráða kennara sem væri á svokallaðri 60 ára reglu.

Flutninga­mál, blóð­mera­hald, orku­mál og plast í Sví­þjóð

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Pál Hermannsson hagfræðing, sem er sérfróður um flutningamál og ætlar að fjalla um Sundahöfn og Sundabraut og færa rök fyrir milljarðasparnaði sem ná má með hagkvæmri útfærslu á hvoru tveggja.

Yngstu pottverjarnir segja sinn tíma runninn upp

Börnin í Úlfársárdal eru hæstánægð með nýja sundlaug sem opnuð var í hverfinu í dag, ef marka má vel valið úrtak fréttastofu. Þó eru skiptar skoðanir uppi um hvort það sé börnum bjóðandi að þurfa að bíða lengur eftir að fá vatnsrennibraut í hverfið.

Óttast einangrun á aðfangadag

Kona sem óttast að vera enn í einangrun vegna Covid-19 á aðfangadag brýnir fyrir fólki að fara varlega nú á aðventunni. Aldrei hafa fleiri verið í einangrun á farsóttarhúsi en nú.

Fjölnir Tattoo er látinn

Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tölvuþrjótar gætu nýtt sér alvarlegan öryggisveikleika, sem uppgötvaðist fyrir helgi. Netöryggissveit reynir að fyrirbyggja árásir. Við ræðum við forstöðumann netöryggissveitarinnar CERT-IS um málið í beinni útsendingu.

Jólapóstkassar og alvöru jólasleðar á Vestfjörðum

Vestfirðingar ætla sér að taka jólin alla leið þetta árið því búið er að setja á laggirnar jólaverkefni, sem kallast „Jólalestin“ en það er frumkvöðlaverkefni. Smíðaðir verða 12 jólasleðar og 12 jólapóstkassar, eitt sett fyrir hvert bæjarfélag á Vestfjörðum. Þá geta börnin skrifað jólasveininum bréf og fengið svar til baka.

Borgar­stjóri gleymdi að hann ætti að vígja nýja laug

Hverfismiðstöð með nýrri sundlaug, þeirri fyrstu í Reykjavík í 23 ár, og nýju bókasafni var opnuð í Úlfarsárdal í morgun. Heildarfjárfesting verkefnisins er upp á 14 milljarða króna og framkvæmdin er ein sú stærsta sem Reykjavíkurborg hefur ráðist í. Borgarstjóri segir daginn tímamót í sögu borgarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir