Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um kapphlaup á Alþingi um að samþykkja nýtt lagafrumvarp um fjarskipti sem tengist sölunni á Mílu. Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði gagnrýnir harðlega hinn skamma tíma sem þingmenn fá til að fara yfir málið.

Þá verður rætt við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna en þremur bönkum hefur nú verið stefnt í vaxtamálinu svokallaða en samtökin telja lán með breytilegum vöxtum ekki standast lög.

Einnig heyrum við af bólusetningum í Laugardalshöll og framtíð þeirra og segjum frá máli sem lögreglan hefur til skoðunar og varðar samtök sem gefa sig út fyrir að vera góðgerðafélag fyrir heimilislausa en félagið sendi valkröfur í heimabanka fólks á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×