Fleiri fréttir Segir Menntamálastofnun hafa notað Óróa í óleyfi í fleiri ár Leikstjórinn Baldvin Z segir Menntamálastofnun hafa stolið efni frá sér og nýtt það sem námsefni í grunnskólum án þess að hafa fengið leyfi til. Efnið hafi verið notað um árabil og hvorki Baldvin né aðrir sem áttu efnið hafi fengið krónu fyrir. 14.12.2021 20:39 Heimilishjálp verði frádráttarbær frá skatti Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja gera breytingar á lögum um tekjuskatt á þann veg að heimilishjálp verði frádráttarbær frá skatti. Hver skattgreiðandi geti dregið frá tekjuskattsstofni allt að 1,8 milljón króna á ári. 14.12.2021 20:05 Hvetur fyrirtæki til að deila reynslu sinni verði þau fyrir tölvuárás Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggur forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Öryggisbrestur sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum muni valda skaða. 14.12.2021 20:00 Eigandi dýrasta stólsins fundinn og stóllinn fer á uppboð Stóllinn sem gerði allt vitlaust í Góða hirðinum í síðustu viku fer á uppboð á morgun. Fyrrverandi eigandi stólsins fannst og bað um að ágóði sölunnar rynni allur til Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsveika. 14.12.2021 19:00 Skúli Tómas færður til í starfi þar til skýrari mynd fæst á atburðina á HSS Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna andláta sex sjúklinga og mála fimm annarra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hefur verið færður til í starfi innan Landspítalans. 14.12.2021 18:17 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Öll tölvukerfi á vegum ríkisins hafa verið yfirfarin vegna alvarlegs öryggisgalla sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum að sögn forsætisráðherra. Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækis segir einungis tímaspursmál hvenær tölvuþrjótum tekst að valda miklu tjóni hér á landi. 14.12.2021 18:00 Sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi Formaður Félags grunnskólakennara segir að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Borið hafi á því að sífellt yngri börn sýni kennurum óvirðingu og kennarar séu ráðalausir um hvernig skuli bregðast við. 14.12.2021 17:58 Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14.12.2021 17:56 Smittölurnar það fyrsta sem Willum horfir til Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir hverja klukkustund skipta máli í veitingaþjónustu. Því sé horft til þess að geta lengt opnunartíma. Smittölurnar bjóði ekki upp á það sem stendur. 14.12.2021 16:48 „Ruglingslegum og mótsagnakenndum“ kröfum um björgunarlaun vísað frá dómi Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Austurlands um að vísa máli fyrrverandi áhafnarmeðlims olíuflutningaskips, sem fór fram á björgunarlaun vegna strands frystiskipsins M/V Green Freezer í Fáskrúðsfirði árið 2014, frá dómi. 14.12.2021 15:00 „Ég ítreka að þetta verður alltaf val“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir afar mikilvægt að ef verði af bólusetningu barna hér á landi að þá verði það undirbúið með öllum tiltækum ráðum og upplýsingum. Lykilatriði sé að fólk átti sig á því að um val sé að ræða. 14.12.2021 14:54 Stöðvuðu för flutningaskips vegna gruns um olíumengun Landhelgisgæslan stöðvaði för erlends flutningaskips á leið til hafnar í Reykjavík í gærmorgun eftir að gervitunglamynd gaf til kynna að olíumengun kynni að stafa frá skipinu. 14.12.2021 14:49 Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14.12.2021 14:16 Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta. 14.12.2021 14:09 Smittölur gefi vísbendingu um viðsnúning til verri vegar Thor Aspelund, prófessir í líftölfræði og formaður skimunarráðs Landspítala segir að smittölur síðustu daga séu möguleg vísbending um að viðsnúningur sé að verða í fjölda tilfella Covid-19, til verri vegar. 14.12.2021 13:58 Óskað eftir formlegri heimild til að taka á móti „stórmerkilegri“ gjöf Óskað er formlega eftir heimild til að þiggja listaverkagjöf Íslandsbanka til íslenska ríkisins í frumvarpi til fjáraukalaga sem birt var í gær. Gjöfin er stórmerkileg að sögn safnstjóra Listasafns Íslands. 14.12.2021 12:39 Fella brott skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að fella brott ákvæði úr rammasamningi SÍ og sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga um tveggja ára starfsreynslu sem skilyrði fyrir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. 14.12.2021 12:26 Litlar forsendur fyrir tilslökunum fyrir jól Sóttvarnalæknir telur að óbreyttu líklegt að þær takmarkanir sem nú eru í gildi vari fram yfir jól. Hvorki forsætis- né heilbrigðisráðherra eru spenntir fyrir sérréttindum fyrir bólusetta eins og komið hefur verið á mjög víða í Evrópu. 14.12.2021 12:05 Upplýsingar um landsmenn í hættu Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. 14.12.2021 12:01 Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14.12.2021 11:46 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Syndis sem segir hættu á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum. 14.12.2021 11:39 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14.12.2021 10:22 Þeir sem fengu örvunarskammt eftir Janssen fá annan örvunarskammt Bóluefnið frá AstraZeneca er búið og verður ekki á boðstólnum þar sem eftir lifir árs. Þeir sem fengu upphaflega bóluefnið frá Janssen og svo örvunarskammt, geta komið í þriðju bólusetninguna fimm mánuðum eftir örvunarskammtinn. 14.12.2021 07:49 Mílufrumvarpinu vísað til nefndar en frestur til athugasemda að renna út Umræða um Mílufrumvarpið svokallaða, frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti, fór fram á Alþingi í gær. 14.12.2021 07:17 Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14.12.2021 07:05 Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar. 14.12.2021 07:01 Ekið á ellefu ára barn í Kópavogi Ekið var á 11 ára barn í Kópavogi um klukkan 18 í gær þegar það var að fara yfir götu á gangbraut. Barnið kvartaði um eymsli í hendi og var flutt með sjúkrabifreið á Landspítala. Foreldri þess var þá komið á vettvang. 14.12.2021 06:22 Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13.12.2021 23:44 Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots: Rangt að starfsmaður sakaður um kynferðisbrot hafi verið sendur í leyfi um leið Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots, sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið, segir yfirlýsingar lögmanns Sælukots í opnu bréfi einkennast af ósannindum. Rekstrarstjóri leikskólans hafi til að mynda ekki tekið ásakanir á hendur starfsmanni um kynferðisofbeldi alvarlegar. 13.12.2021 23:19 Biður fjölskyldu mannsins sem hann varð að bana afsökunar vegna nýrrar bókar Baldur Einarsson, sem varð Magnúsi Frey Sveinbjörnssyni að bana árið 2002, hefur beðið fjölskyldu Magnúsar afsökunar vegna lýsinga hans á atvikinu í bók sem hann gaf út á dögunum. Hann segist harma óendanlega þann sársauka sem hann hefur valdið Þorbjörgu, fjölskyldu hennar og vinum með lýsingum sínum í bókinni Úr heljargreipum. 13.12.2021 22:21 Segir banamann sonar síns ljúga í bók um málið: „Það er bara engin iðrun í hans orðum“ Þorbjörg Finnbogadóttir er móðir sem hefur upplifað eitthvað það hræðilegasta sem nokkurt foreldri getur lent í á lífsleiðinni. Hún missti barnið sitt, soninn Magnús Frey Sveinbjörnsson, þegar ráðist var á hann með fólskulegum hætti fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í sumarbyrjun árið 2002. 13.12.2021 22:10 Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13.12.2021 21:01 Gunnar hættir hjá Garðabæ eftir 17 ár sem bæjarstjóri Gunnar Einarsson, sem hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar í tæp sautján ár, hefur ákveðið að setjast í helgan stein að loknu kjörtímabili. 13.12.2021 20:31 Elsti Íslendingurinn með einstaklega heilbrigt hjarta Dóra Ólafsdóttir sló í dag Íslandsmet í langlífi en hún er orðin 109 ára og 160 daga gömul. Hún er ánægð með áfangann og finnst í lagi að eldast á meðan hún getur talað og lesið blöðin. Þá er hún með einstaklega heilbrigt hjarta, samkvæmt læknisrannsóknum sem hún undirgekkst nýverið. 13.12.2021 20:00 Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13.12.2021 20:00 Siðanefnd fjallar um meintan ritstuld seðlabankastjóra Siðanefnd Háskóla Íslands mun taka fyrir meintan ritstuld Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sem Bergsveinn Birgisson hefur sakað hann um. 13.12.2021 19:40 Gagnrýnir yfirvöld vegna úrræðaleysis gagnvart fátækum Hið opinbera þarf að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt að mati félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Algjört úrræðaleysi hafi einkennt stefnu yfirvalda í málaflokknum. Það sé aðdáunarvert hvernig þeir sem minnst hafa komist af. 13.12.2021 19:00 Engar netárásir enn verið gerðar sem nýtt hafa Log4j Engar netárásir hafa enn verið gerðar hér á landi svo vitað sé sem nýtt hafa sér veikleikann Log4j. Áhyggjur eru uppi um að tölvuþrjótar muni nýta sér veikleikann til að koma fyrir vírusum á tölvukerfum. 13.12.2021 18:50 Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13.12.2021 18:16 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Log4j veikleikans sem getur veitt tölvuþrjótum aðgang að mikilvægum innviðum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra Fjarskiptastofnunar um stöðuna. 13.12.2021 18:01 Þrír skjálftar yfir 3 að stærð í Vatnafjöllum á sjö mínútna tímabili Þrír skjálftar yfir 3 að stærð mældust í Vatnafjöllum á fimmta tímanum nú síðdegis. Sá stærsti var 3,5 að stærð. 13.12.2021 17:19 Aflýsa óvissustigi vegna jökulhlaups frá Grímsvötnum Almannavarnir ríkislögreglustjóra hafa í samráð við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna jökulhaups frá Grímsvötnum. 13.12.2021 17:12 Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13.12.2021 17:07 Jónína kjörin varaformaður kennara Jónína Hauksdóttir, skólastjóri leikskólans Naustatjarnar á Akureyri, hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún tekur við embættinu af Önnu Maríu Gunnarsdóttur á þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. 13.12.2021 15:59 Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. 13.12.2021 14:48 Sjá næstu 50 fréttir
Segir Menntamálastofnun hafa notað Óróa í óleyfi í fleiri ár Leikstjórinn Baldvin Z segir Menntamálastofnun hafa stolið efni frá sér og nýtt það sem námsefni í grunnskólum án þess að hafa fengið leyfi til. Efnið hafi verið notað um árabil og hvorki Baldvin né aðrir sem áttu efnið hafi fengið krónu fyrir. 14.12.2021 20:39
Heimilishjálp verði frádráttarbær frá skatti Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja gera breytingar á lögum um tekjuskatt á þann veg að heimilishjálp verði frádráttarbær frá skatti. Hver skattgreiðandi geti dregið frá tekjuskattsstofni allt að 1,8 milljón króna á ári. 14.12.2021 20:05
Hvetur fyrirtæki til að deila reynslu sinni verði þau fyrir tölvuárás Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggur forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Öryggisbrestur sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum muni valda skaða. 14.12.2021 20:00
Eigandi dýrasta stólsins fundinn og stóllinn fer á uppboð Stóllinn sem gerði allt vitlaust í Góða hirðinum í síðustu viku fer á uppboð á morgun. Fyrrverandi eigandi stólsins fannst og bað um að ágóði sölunnar rynni allur til Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsveika. 14.12.2021 19:00
Skúli Tómas færður til í starfi þar til skýrari mynd fæst á atburðina á HSS Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna andláta sex sjúklinga og mála fimm annarra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hefur verið færður til í starfi innan Landspítalans. 14.12.2021 18:17
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Öll tölvukerfi á vegum ríkisins hafa verið yfirfarin vegna alvarlegs öryggisgalla sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum að sögn forsætisráðherra. Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækis segir einungis tímaspursmál hvenær tölvuþrjótum tekst að valda miklu tjóni hér á landi. 14.12.2021 18:00
Sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi Formaður Félags grunnskólakennara segir að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Borið hafi á því að sífellt yngri börn sýni kennurum óvirðingu og kennarar séu ráðalausir um hvernig skuli bregðast við. 14.12.2021 17:58
Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14.12.2021 17:56
Smittölurnar það fyrsta sem Willum horfir til Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir hverja klukkustund skipta máli í veitingaþjónustu. Því sé horft til þess að geta lengt opnunartíma. Smittölurnar bjóði ekki upp á það sem stendur. 14.12.2021 16:48
„Ruglingslegum og mótsagnakenndum“ kröfum um björgunarlaun vísað frá dómi Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Austurlands um að vísa máli fyrrverandi áhafnarmeðlims olíuflutningaskips, sem fór fram á björgunarlaun vegna strands frystiskipsins M/V Green Freezer í Fáskrúðsfirði árið 2014, frá dómi. 14.12.2021 15:00
„Ég ítreka að þetta verður alltaf val“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir afar mikilvægt að ef verði af bólusetningu barna hér á landi að þá verði það undirbúið með öllum tiltækum ráðum og upplýsingum. Lykilatriði sé að fólk átti sig á því að um val sé að ræða. 14.12.2021 14:54
Stöðvuðu för flutningaskips vegna gruns um olíumengun Landhelgisgæslan stöðvaði för erlends flutningaskips á leið til hafnar í Reykjavík í gærmorgun eftir að gervitunglamynd gaf til kynna að olíumengun kynni að stafa frá skipinu. 14.12.2021 14:49
Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14.12.2021 14:16
Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta. 14.12.2021 14:09
Smittölur gefi vísbendingu um viðsnúning til verri vegar Thor Aspelund, prófessir í líftölfræði og formaður skimunarráðs Landspítala segir að smittölur síðustu daga séu möguleg vísbending um að viðsnúningur sé að verða í fjölda tilfella Covid-19, til verri vegar. 14.12.2021 13:58
Óskað eftir formlegri heimild til að taka á móti „stórmerkilegri“ gjöf Óskað er formlega eftir heimild til að þiggja listaverkagjöf Íslandsbanka til íslenska ríkisins í frumvarpi til fjáraukalaga sem birt var í gær. Gjöfin er stórmerkileg að sögn safnstjóra Listasafns Íslands. 14.12.2021 12:39
Fella brott skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að fella brott ákvæði úr rammasamningi SÍ og sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga um tveggja ára starfsreynslu sem skilyrði fyrir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. 14.12.2021 12:26
Litlar forsendur fyrir tilslökunum fyrir jól Sóttvarnalæknir telur að óbreyttu líklegt að þær takmarkanir sem nú eru í gildi vari fram yfir jól. Hvorki forsætis- né heilbrigðisráðherra eru spenntir fyrir sérréttindum fyrir bólusetta eins og komið hefur verið á mjög víða í Evrópu. 14.12.2021 12:05
Upplýsingar um landsmenn í hættu Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. 14.12.2021 12:01
Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14.12.2021 11:46
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Syndis sem segir hættu á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum. 14.12.2021 11:39
147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14.12.2021 10:22
Þeir sem fengu örvunarskammt eftir Janssen fá annan örvunarskammt Bóluefnið frá AstraZeneca er búið og verður ekki á boðstólnum þar sem eftir lifir árs. Þeir sem fengu upphaflega bóluefnið frá Janssen og svo örvunarskammt, geta komið í þriðju bólusetninguna fimm mánuðum eftir örvunarskammtinn. 14.12.2021 07:49
Mílufrumvarpinu vísað til nefndar en frestur til athugasemda að renna út Umræða um Mílufrumvarpið svokallaða, frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti, fór fram á Alþingi í gær. 14.12.2021 07:17
Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14.12.2021 07:05
Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar. 14.12.2021 07:01
Ekið á ellefu ára barn í Kópavogi Ekið var á 11 ára barn í Kópavogi um klukkan 18 í gær þegar það var að fara yfir götu á gangbraut. Barnið kvartaði um eymsli í hendi og var flutt með sjúkrabifreið á Landspítala. Foreldri þess var þá komið á vettvang. 14.12.2021 06:22
Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13.12.2021 23:44
Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots: Rangt að starfsmaður sakaður um kynferðisbrot hafi verið sendur í leyfi um leið Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots, sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið, segir yfirlýsingar lögmanns Sælukots í opnu bréfi einkennast af ósannindum. Rekstrarstjóri leikskólans hafi til að mynda ekki tekið ásakanir á hendur starfsmanni um kynferðisofbeldi alvarlegar. 13.12.2021 23:19
Biður fjölskyldu mannsins sem hann varð að bana afsökunar vegna nýrrar bókar Baldur Einarsson, sem varð Magnúsi Frey Sveinbjörnssyni að bana árið 2002, hefur beðið fjölskyldu Magnúsar afsökunar vegna lýsinga hans á atvikinu í bók sem hann gaf út á dögunum. Hann segist harma óendanlega þann sársauka sem hann hefur valdið Þorbjörgu, fjölskyldu hennar og vinum með lýsingum sínum í bókinni Úr heljargreipum. 13.12.2021 22:21
Segir banamann sonar síns ljúga í bók um málið: „Það er bara engin iðrun í hans orðum“ Þorbjörg Finnbogadóttir er móðir sem hefur upplifað eitthvað það hræðilegasta sem nokkurt foreldri getur lent í á lífsleiðinni. Hún missti barnið sitt, soninn Magnús Frey Sveinbjörnsson, þegar ráðist var á hann með fólskulegum hætti fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í sumarbyrjun árið 2002. 13.12.2021 22:10
Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13.12.2021 21:01
Gunnar hættir hjá Garðabæ eftir 17 ár sem bæjarstjóri Gunnar Einarsson, sem hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar í tæp sautján ár, hefur ákveðið að setjast í helgan stein að loknu kjörtímabili. 13.12.2021 20:31
Elsti Íslendingurinn með einstaklega heilbrigt hjarta Dóra Ólafsdóttir sló í dag Íslandsmet í langlífi en hún er orðin 109 ára og 160 daga gömul. Hún er ánægð með áfangann og finnst í lagi að eldast á meðan hún getur talað og lesið blöðin. Þá er hún með einstaklega heilbrigt hjarta, samkvæmt læknisrannsóknum sem hún undirgekkst nýverið. 13.12.2021 20:00
Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13.12.2021 20:00
Siðanefnd fjallar um meintan ritstuld seðlabankastjóra Siðanefnd Háskóla Íslands mun taka fyrir meintan ritstuld Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sem Bergsveinn Birgisson hefur sakað hann um. 13.12.2021 19:40
Gagnrýnir yfirvöld vegna úrræðaleysis gagnvart fátækum Hið opinbera þarf að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt að mati félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Algjört úrræðaleysi hafi einkennt stefnu yfirvalda í málaflokknum. Það sé aðdáunarvert hvernig þeir sem minnst hafa komist af. 13.12.2021 19:00
Engar netárásir enn verið gerðar sem nýtt hafa Log4j Engar netárásir hafa enn verið gerðar hér á landi svo vitað sé sem nýtt hafa sér veikleikann Log4j. Áhyggjur eru uppi um að tölvuþrjótar muni nýta sér veikleikann til að koma fyrir vírusum á tölvukerfum. 13.12.2021 18:50
Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13.12.2021 18:16
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Log4j veikleikans sem getur veitt tölvuþrjótum aðgang að mikilvægum innviðum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra Fjarskiptastofnunar um stöðuna. 13.12.2021 18:01
Þrír skjálftar yfir 3 að stærð í Vatnafjöllum á sjö mínútna tímabili Þrír skjálftar yfir 3 að stærð mældust í Vatnafjöllum á fimmta tímanum nú síðdegis. Sá stærsti var 3,5 að stærð. 13.12.2021 17:19
Aflýsa óvissustigi vegna jökulhlaups frá Grímsvötnum Almannavarnir ríkislögreglustjóra hafa í samráð við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna jökulhaups frá Grímsvötnum. 13.12.2021 17:12
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13.12.2021 17:07
Jónína kjörin varaformaður kennara Jónína Hauksdóttir, skólastjóri leikskólans Naustatjarnar á Akureyri, hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún tekur við embættinu af Önnu Maríu Gunnarsdóttur á þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. 13.12.2021 15:59
Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. 13.12.2021 14:48