Fleiri fréttir

Stjórnendum Landspítala stendur uggur af afléttingaáætlun

Starfandi forstjóri Landspítalans segir fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda á sóttvarnaaðgerðum innanlands ekki boða gott. Ekkert lát sé á því að starfsmenn spítalans veikist af veirunni og innlögnum vegna veirunnar fjölgi í takt við fleiri smit í samfélaginu. 

Á­­form borgarinnar minni á ævin­týri H. C. Ander­­sen

Formaður Fuglaverndar segir áformaða landfyllingu í Skerjafirði eyðileggja einstakt fuglalíf í borgarlandinu. Íbúar safna nú undirskriftum til að stöðva framkvæmdina og eru vongóðir um að stjórnmálamenn séu meðfærilegri nú rétt fyrir kosningar.

Tuttugu og tveir kafarar taka þátt

Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með flugvélinni í Þingvallavatni og flugvélinni sjálfri upp á yfirborðið. Aðgerðin sem hefst í fyrramáli er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með TF-ABB á Þingvallavatni upp á yfirborðið og flugvélinni sjálfri. Aðgerðin er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda.

Ryðja, tjalda og koma upp þyrlu­lendingar­stað við Þing­valla­vatn

Gert er ráð fyrir að fimmtíu til sextíu manns muni taka þátt í aðgerðum við Þingvallavatn á morgun. Um tuttugu manns vinna nú að því að setja upp vinnubúðir og aðstöðu við vatnið og er áætlað að aðgerðir hefjist klukkan níu í fyrramálið ef veður leyfir.

Hafði endanlega betur og fær tugmilljóna bætur

Tryggingafélagið Vörður þarf að greiða mótorhjólamanni sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi árið 2013 67 milljónir í bætur vegna slyssins. Tekist var á um hvort að mótorhjólamaðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í aðdraganda árekstursins.

Arn­þrúður hafði betur gegn Reyni í Hæsta­rétti

Ummæli Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpskonu á Útvarpi Sögu, um Reyni Traustason ritstjóra standa. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Landsréttar þess efnis. Reynir hafði höfðað mál á hendur Arnþrúði og sakað hana um ærumeiðandi ummæli.

Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi

Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi.  Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu.

Seðla­banka­stjóri segir komandi kjara­samninga ráða úr­slitum

Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum.

Deildi kynferðislegu myndefni af fyrrverandi með alls konar fólki

Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfelld brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar og barnsmóður. Þá er honum gert að greiða konunni fjórar milljónir króna í miskabætur.

Þver­tekur fyrir að nokkuð hafi gerst milli bréfa­sendinganna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þvertekur fyrir að afstaða hennar í máli Persónuverndar og Íslenskrar erfðagreiningar hafi breyst milli tveggja bréfa sem hún sendi forstjóranum Kára Stefánssyni. Þá telur hún ekki óeðlilegt að hún hafi tjáð sig um úrskurð Persónunefndar með þeim hætti sem hún gerði.

Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan

Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við seðlabankastjóra um vaxtahækkun peningastefnunefndar sem kynnt var í morgun.

Ís­lands­ferðin var efst á óska­lista eins þeirra sem lést

Íslandsferð Hollendingsins Tim Alings, eins af þeim sem lést í flugslysinu við Þingvallavatn í síðustu viku, var efst á óskalista hans yfir hluti til að gera. Belginn Nicola Bellavia, sem lést einnig, talaði við sambýliskonu sína í síma rétt fyrir flugtak.

Hættu­stigi og ó­vissu­stigi af­lýst á Vest­fjörðum

Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi.

„Skiptir hlutverk feðra gjörsamlega engu máli?“

Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þegar til skoðunar kom hjá ljósmóður á dögunum var Sævari gert að bíða fyrir utan og það þykir Dóru Björt ekki boðlegt.

Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu

Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. 

Furðar sig á mikilli andstöðu við gæludýr á veitingastöðum

Um helmingur svarenda í nýrri könnun er andvígur því að fólk megi taka með sér hunda eða ketti á veitingastaði. Eigandi Kattakaffihússins í miðbæ Reykjavíkur furðar sig á andstöðu landsmanna við gæludýr á kaffihúsum og segir Íslendinga alveg sér á báti miðað við nágrannalöndin.

Þurfa að hlaupa 76 kíló­­metra á dag til að vera „frá­bær“ í starfi

Ó­raun­hæfar kröfur eru gerðar til ræstinga­fólks sem brjóta í bága við vinnu­verndar­lög­gjöf að mati Vinnu­eftir­litsins. Til að ná því sem er skil­greint sem „frá­bær árangur“ í starfi heilan vinnu­dag er ætlast til vinnu­á­lags sem sam­ræmist því að hlaupa næstum tvö mara­þon.

Sólveig Anna kannast ekki við kvartanir frá starfsfólki

Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku í Eflingu á ný vegna fjölda áskoranna jafnvel þótt það gæti kostað átök. Mótframbjóðendur hennar segja að hún hafi ekki tekið á kvörtunum starfsfólks á skrifstofunni undan framkvæmdastjóra félagsins í þess garð en það kannast Sólveig Anna ekki við

Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun

Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálf lamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu.

Norðurljósakvöld ein hamingjuríkasta stundin í lífi hins látna

Fjölmiðlar á Vesturlöndum greina nú hver á fætur öðrum frá andláti Josh Neuman sem lést í skelfilegu flugslysi við Þingvallavatn í lok síðustu viku. Neuman var bandarískur hjólabrettakappi sem var yngstur hinna fjögurra sem létust í slysinu en hann var aðeins 22 ára.

Skaust upp í loftið af pall­bíl og fær tólf milljónir í bætur

Tryggingarfélagið Sjóvá-Almennar þarf að greiða verkamanni sem starfaði hjá Reykjavíkurborg tólf milljónir króna í skaðabætur, eftir að hann féll af palli rafmagnsbíls er bílnum var ekið í holu, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið af pallinum og slasaðist.

Helga Hauks­dóttir vill leiða lista Fram­sóknar í Kópa­vogi

Helga Hauksdóttir gefur kost á sér í oddvitasæti Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnakosningar. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur hún verið varabæjarfulltrúi, formaður skipulagsráðs, formaður svæðisskipulagsnefndar og stjórnarformaður Markaðsstofu Kópavogs.

Segja Sól­veigu Önnu ljúga um um­fang kvartana

Hópur kvenna sem kvartaði undan framkomu Viðars Þorsteinssonar, þáverandi framkvæmdarstjóra Eflingar, sakar Sólveigu Önnu Jónsdóttur um að hafa ekki brugðist við þeim kvörtunum. Þær segja Sólveigu Önnu ljúga þegar hún segist aðeins hafa „eftir krókaleiðum“ fengið umkvartanir í eitt skipti. 

Sjá næstu 50 fréttir