Fleiri fréttir Helga býður sig fram í 2.-3. sæti hjá Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hefur boðið sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí. 14.2.2022 14:30 Fjarvistir vegna COVID-19 valda áhyggjum Allverulega hefur bæst í hóp þeirra sem eru frá vinnu á Landspítalanum vegna kórónuveirusýkingar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir þungar vikur fram undan. Möguleg allsherjar aflétting á sóttvarnatakmörkunum í samfélaginu fyrir mánaðamót veldur viðbragðsstjórn áhyggjum. 14.2.2022 14:26 Ófærð í Víðidal: „Þetta minnir mig á gamla daga“ „Nú er þetta alvöru hvítt. Þetta minnir mig á gamla daga. Svona var þetta oft hérná áður fyrr, í minningunni.“ 14.2.2022 14:18 Guðbjörg Oddný vill 3. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi og varaþingmaður, sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer dagana 3.-5. mars næstkomandi. 14.2.2022 13:39 Snjóvaktin: Allt á kafi í snjó og gular viðvarnir Íbúar á Suðvesturhorni landsins vöknuðu upp við mikið fannfergi í morgun og lentu margir hverjir í mesta basli með að komast út úr hverfum sínum í morgun. Snjó hefur kyngt niður í tæpan sólarhring og áfram spáð snjókomu í bland við töluvert hvassvirði. 14.2.2022 13:38 Sjóþunginn lék borgarbúa grátt: „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur“ Töluverðum snjó kyngir niður á Suðvesturlandi og áttu margir hverjir erfitt með að komast til vinnu í morgun. Aðstæður verða krefjandi fyrir vegfarendur fram eftir degi og víða eru vegir lokaðir. 14.2.2022 13:26 Funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn á morgun Lögreglan á Suðurlandi og fleiri viðbragðsaðilar munu funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn vegna flugslyssins sem þar varð í byrjun mánaðar á morgun. Þó er nokkuð ljóst að sú áætlun sem þar verður smíðuð verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án þess að veður setji strik í reikninginn. 14.2.2022 13:10 Bílar í basli á Reykjanesbraut hvar aðstæður eru erfiðar Aðstæður á Reykjanesbraut hafa verið slæmar það sem af er degi og hafa nokkrar bifreiðar endað utan vegar vegna slæmrar færðar. Snjóruðningstæki eru á ferðinni að ryðja. 14.2.2022 12:52 Fiskeldisiðnaðurinn hafi vafið sig inn í stjórnmálin með lævíslegum hætti Hátt í tvö þúsund tonn af laxi hafa drepist í tveimur sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði það sem af er ári. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir reglur um leyfileg afföll á Íslandi galnar og telur hagsmuni stjórnmálamanna þar spila inn í. 14.2.2022 12:47 Fannst eftir tveggja tíma næturgöngu í blindbyl á Lyngdalsheiði Björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi barst útkall kl 5:22 í morgun. Þá hafði kona nokkur óskað eftir aðstoð. Hún var á göngu í blindbyl og týnd. 14.2.2022 12:47 Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14.2.2022 12:02 Vill skoða að vopna lögregluna með rafbyssum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill skoða að vopna almenna íslenska lögreglumenn með rafbyssum. Hann segir tölur yfir vélbyssur hér á landi sláandi en 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn til landsins árið 2020. 14.2.2022 11:39 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um ófærðina sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu upp við í morgun. 14.2.2022 11:36 Steinþór Jón vill 5. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ Steinþór Jón Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fram fer þann 26. febrúar næstkomandi. 14.2.2022 10:53 1.890 greindust innanlands í gær 1.890 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 62 á landamærum. 14.2.2022 10:35 41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14.2.2022 10:32 Umboðsmaður safnar og birtir upplýsingar um biðtíma barna eftir þjónustu Eins og stendur bíða 738 börn á aldrinum 6 til 18 ára eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Meðal biðtími eru 12 til 14 mánuðir en 544 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. 14.2.2022 10:15 Velti bílnum í Ártúnsbrekku Bílvelta varð í Ártúnsbrekku á áttunda tímanum í morgun. Mikill snjór er á götum borgarinnar eftir nóttina og færð eftir því. 14.2.2022 08:44 Birgitta Rún vill fimmta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ Birgitta Rún Birgisdóttir býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ í vor. 14.2.2022 08:28 Röskun á akstri Strætó á landsbyggðinni vegna óveðurs og ófærðar Óveður og ófærð mun hafa áhrif á akstur Strætó á landsbyggðinni í dag en eins og stendur er til að mynda enginn akstur á leið 57 milli Reykjavíkur og Akureyrar. Mun stjórnstöð Strætó senda út tilkynningu um leið og akstur hefst á nýjan leik. 14.2.2022 08:14 Víða lokað og þungfært Snjóþekja er á vegum á höfuðborgarsvæðinu og þungfært sums staðar. Fréttastofu hafa borist fregnir af því að sumir íbúar eigi erfitt að komast af stað í vinnuna, þar sem erfitt er að koma bifreiðum úr stæðum. 14.2.2022 07:24 15 til 20 prósent eldislax í kvíum Arctic Fish drepist Fimmtán hundruð til tvö þúsund tonn af eldislaxi hafa drepist í tveimur sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði það sem af er þessu ári. Um er að ræða 15 til 20 prósent af lífmassa kvíanna en alls eru um tíu þúsund tonn af laxi í þeim. 14.2.2022 07:05 Gular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gul viðvörun verið gefin út fyrir sunnan- og vestanvert landið, auk miðhálendisins. Á höfuðborgarsvæðinu gildir viðvörunin frá klukkan 15 í dag og fram á morgun en spáð er suðaustan hvassviðri, snjókomu og slyddu á köflum og talsverðum skafrenningi, einkum í efri byggðum. 14.2.2022 06:55 Fjórar líkamsárásir og vinnuslys Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt, meðal annars nokkrum er tengdust líkamsárásum. 14.2.2022 06:36 Skjálfti af stærðinni 3,1 á Hellisheiði Skjálfti af stærðinni 3,1 varð skömmu fyrir miðnætti skammt frá Skálafelli á Hellisheiði. 14.2.2022 00:32 Sonur Lilju Rannveigar við góða heilsu eftir slys Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir betur hafa farið en á horfðist þegar sonur hennar slasaðist í fjárhúsum í gær. Hún segir það helst hafa verið áfall en strákurinn er nú við góða heilsu. 13.2.2022 23:38 Reynt að forða algjöru hruni í grunnþjónustu Afganistan er í heljargreipum og um helmingur barna býr við bráða vannæringu. Framkvæmdastjóri UNICEF segir áherslu lagða á að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu en samtökin hafa meðal annars nýtt söfnunarfé í að greiða laun hjúkrunarfólks til þess að halda heilsugæslustöðvum gangandi. 13.2.2022 23:00 Vilja bæta geðheilbrigði viðskiptavina: „Maður á það til að týnast í tímalínunni hjá öðrum“ Símfyrirtækið Nova segist vilja bæta geðheilbrigði viðskiptavina sinna með því að bjóða þeim ódýra sálfræðiþjónustu. Þingmaður Viðreisnar fagnar því að fyrirtæki séu farin að huga að málaflokknum en segir kaldhæðnislegt að þau séu á undan ríkinu að reyna að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. 13.2.2022 21:23 Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar en þriðja sleppt Tveir ungir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna skotárásar í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þriðji maðurinn sem var handtekinn vegna málsins var sleppt. 13.2.2022 21:05 Margfaldir verðlaunahundar en eru þó taldir heimskustu hundar í heimi Hann heitir Tinni og er alþjóðlegur meistari, Norðurlandameistari, íslenskur meistari og íslenskur ungliðameistari og hún heitir Nóra og er ungliðameistari í Bozniu&Herzegovinu, Króatíu, Slóveníu, Macedoniu og Rúmeníu. Hér erum við að tala um tvo hunda þar sem eigendur þeirra hafa ekki undan við að taka á móti viðurkenningum og verðlaunum fyrir þá. 13.2.2022 20:03 Dagur leiðir listann og Heiða Björg í öðru sæti Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík lauk í dag en valið fór fram með rafrænum hætti um helgina. Alls greiddu 3.036 flokksfélagar og stuðningsmenn atkvæði og var kjörsókn því um 50,2 prósent. 13.2.2022 19:37 Þingmaður VG segir mikilvægt að öryggi íbúa sé tryggt: „Við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi“ Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segir skotárásir undanfarið hafa vakið upp óhug meðal margra en hún segir mikilvægt að Ísland sýni frumkvæði í að tryggja öryggi borgara. Hún hafi verið með í undirbúningi frumvarp um endurskoðun skotvopnalaga en ákveðið að leggja það ekki fram þar sem stjórnarfrumvarp þess efnis er í farvatninu. 13.2.2022 19:27 Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13.2.2022 19:10 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13.2.2022 18:23 Vakinn við það að sérsveitin bankaði upp á: „Þeir báðust síðan bara afsökunar og fóru“ Halldór Ingi Sævarsson var vakinn með áhugaverðum hætti í morgun þegar sérsveitin bankaði óvænt upp á en þeir höfðu þá farið íbúðarvillt. 13.2.2022 17:58 Tveir handteknir fyrir stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fyrr í dag tvo einstaklinga fyrir líkamsárás og frelsissviptingu. Þá voru tveir einstaklingar handteknir fyrir átök og einn fyrir hótanir. 13.2.2022 17:15 Segir skelfilega stöðu komna upp Dómsmálaráðherra segir það skelfilega þróun að skotárásir séu orðnar eins tíðar og raunin hefur verið að undanförnu. Hann telur að bæta þurfi rannsóknarheimildir lögreglu til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. 13.2.2022 16:04 Hvolsvöllur er að springa út – Byggt og byggt Eftirspurn eftir lóðum og nýju húsnæði á Hvolsvelli hefur aldrei verið eins mikil og nú. Byggt og byggt er á staðnum og ný íbúðarhverfi gerð klár, auk þess sem nokkrar nýjar verslanir hafa opnað. 13.2.2022 14:01 „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13.2.2022 13:37 Hannes vill fjórða sæti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi Hannes Steindórsson, fasteignasali og formaður félags fasteignasala, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Hann sækist eftir fjórða sæti. 13.2.2022 13:30 Jórunn Pála vill fjórða sæti hjá Sjálfstæðiflokknum í borginni Jórunn Pála Jónasdóttir sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem mun fara fram í mars. 13.2.2022 13:26 Rúmlega 2.000 greindust í gær og smituðum fjölgar á Landspítala 2.054 manns greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær. Þá greindust 17 á landamærunum. 13.2.2022 12:36 Hádegisfréttir Bylgjunnar Íslenskur karlmaður skaut á fólk með vélbyssu í miðbænum í nótt. Um er að ræða aðra skotárásina í Reykjavík í vikunni. Við ræðum við Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu og sjónarvott að árásinni í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 13.2.2022 11:56 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13.2.2022 11:29 Kona slapp ósködduð úr brunanum í bústaðnum á Hólmsheiði Altjón varð á sumarhúsi sem brann við Lynghólsveg á Hólmsheiði síðdegis í gær. Engan sakaði í brunanum en um tíma var óttast að einhver kynni að vera innandyra en ógerningur reyndist að komast inn í bústaðinn. 13.2.2022 09:45 Sjá næstu 50 fréttir
Helga býður sig fram í 2.-3. sæti hjá Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hefur boðið sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí. 14.2.2022 14:30
Fjarvistir vegna COVID-19 valda áhyggjum Allverulega hefur bæst í hóp þeirra sem eru frá vinnu á Landspítalanum vegna kórónuveirusýkingar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir þungar vikur fram undan. Möguleg allsherjar aflétting á sóttvarnatakmörkunum í samfélaginu fyrir mánaðamót veldur viðbragðsstjórn áhyggjum. 14.2.2022 14:26
Ófærð í Víðidal: „Þetta minnir mig á gamla daga“ „Nú er þetta alvöru hvítt. Þetta minnir mig á gamla daga. Svona var þetta oft hérná áður fyrr, í minningunni.“ 14.2.2022 14:18
Guðbjörg Oddný vill 3. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi og varaþingmaður, sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer dagana 3.-5. mars næstkomandi. 14.2.2022 13:39
Snjóvaktin: Allt á kafi í snjó og gular viðvarnir Íbúar á Suðvesturhorni landsins vöknuðu upp við mikið fannfergi í morgun og lentu margir hverjir í mesta basli með að komast út úr hverfum sínum í morgun. Snjó hefur kyngt niður í tæpan sólarhring og áfram spáð snjókomu í bland við töluvert hvassvirði. 14.2.2022 13:38
Sjóþunginn lék borgarbúa grátt: „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur“ Töluverðum snjó kyngir niður á Suðvesturlandi og áttu margir hverjir erfitt með að komast til vinnu í morgun. Aðstæður verða krefjandi fyrir vegfarendur fram eftir degi og víða eru vegir lokaðir. 14.2.2022 13:26
Funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn á morgun Lögreglan á Suðurlandi og fleiri viðbragðsaðilar munu funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn vegna flugslyssins sem þar varð í byrjun mánaðar á morgun. Þó er nokkuð ljóst að sú áætlun sem þar verður smíðuð verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án þess að veður setji strik í reikninginn. 14.2.2022 13:10
Bílar í basli á Reykjanesbraut hvar aðstæður eru erfiðar Aðstæður á Reykjanesbraut hafa verið slæmar það sem af er degi og hafa nokkrar bifreiðar endað utan vegar vegna slæmrar færðar. Snjóruðningstæki eru á ferðinni að ryðja. 14.2.2022 12:52
Fiskeldisiðnaðurinn hafi vafið sig inn í stjórnmálin með lævíslegum hætti Hátt í tvö þúsund tonn af laxi hafa drepist í tveimur sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði það sem af er ári. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir reglur um leyfileg afföll á Íslandi galnar og telur hagsmuni stjórnmálamanna þar spila inn í. 14.2.2022 12:47
Fannst eftir tveggja tíma næturgöngu í blindbyl á Lyngdalsheiði Björgunarsveitunum Ingunni á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi barst útkall kl 5:22 í morgun. Þá hafði kona nokkur óskað eftir aðstoð. Hún var á göngu í blindbyl og týnd. 14.2.2022 12:47
Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14.2.2022 12:02
Vill skoða að vopna lögregluna með rafbyssum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill skoða að vopna almenna íslenska lögreglumenn með rafbyssum. Hann segir tölur yfir vélbyssur hér á landi sláandi en 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn til landsins árið 2020. 14.2.2022 11:39
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um ófærðina sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu upp við í morgun. 14.2.2022 11:36
Steinþór Jón vill 5. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ Steinþór Jón Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fram fer þann 26. febrúar næstkomandi. 14.2.2022 10:53
1.890 greindust innanlands í gær 1.890 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 62 á landamærum. 14.2.2022 10:35
41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14.2.2022 10:32
Umboðsmaður safnar og birtir upplýsingar um biðtíma barna eftir þjónustu Eins og stendur bíða 738 börn á aldrinum 6 til 18 ára eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Meðal biðtími eru 12 til 14 mánuðir en 544 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. 14.2.2022 10:15
Velti bílnum í Ártúnsbrekku Bílvelta varð í Ártúnsbrekku á áttunda tímanum í morgun. Mikill snjór er á götum borgarinnar eftir nóttina og færð eftir því. 14.2.2022 08:44
Birgitta Rún vill fimmta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ Birgitta Rún Birgisdóttir býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ í vor. 14.2.2022 08:28
Röskun á akstri Strætó á landsbyggðinni vegna óveðurs og ófærðar Óveður og ófærð mun hafa áhrif á akstur Strætó á landsbyggðinni í dag en eins og stendur er til að mynda enginn akstur á leið 57 milli Reykjavíkur og Akureyrar. Mun stjórnstöð Strætó senda út tilkynningu um leið og akstur hefst á nýjan leik. 14.2.2022 08:14
Víða lokað og þungfært Snjóþekja er á vegum á höfuðborgarsvæðinu og þungfært sums staðar. Fréttastofu hafa borist fregnir af því að sumir íbúar eigi erfitt að komast af stað í vinnuna, þar sem erfitt er að koma bifreiðum úr stæðum. 14.2.2022 07:24
15 til 20 prósent eldislax í kvíum Arctic Fish drepist Fimmtán hundruð til tvö þúsund tonn af eldislaxi hafa drepist í tveimur sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði það sem af er þessu ári. Um er að ræða 15 til 20 prósent af lífmassa kvíanna en alls eru um tíu þúsund tonn af laxi í þeim. 14.2.2022 07:05
Gular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gul viðvörun verið gefin út fyrir sunnan- og vestanvert landið, auk miðhálendisins. Á höfuðborgarsvæðinu gildir viðvörunin frá klukkan 15 í dag og fram á morgun en spáð er suðaustan hvassviðri, snjókomu og slyddu á köflum og talsverðum skafrenningi, einkum í efri byggðum. 14.2.2022 06:55
Fjórar líkamsárásir og vinnuslys Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt, meðal annars nokkrum er tengdust líkamsárásum. 14.2.2022 06:36
Skjálfti af stærðinni 3,1 á Hellisheiði Skjálfti af stærðinni 3,1 varð skömmu fyrir miðnætti skammt frá Skálafelli á Hellisheiði. 14.2.2022 00:32
Sonur Lilju Rannveigar við góða heilsu eftir slys Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir betur hafa farið en á horfðist þegar sonur hennar slasaðist í fjárhúsum í gær. Hún segir það helst hafa verið áfall en strákurinn er nú við góða heilsu. 13.2.2022 23:38
Reynt að forða algjöru hruni í grunnþjónustu Afganistan er í heljargreipum og um helmingur barna býr við bráða vannæringu. Framkvæmdastjóri UNICEF segir áherslu lagða á að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu en samtökin hafa meðal annars nýtt söfnunarfé í að greiða laun hjúkrunarfólks til þess að halda heilsugæslustöðvum gangandi. 13.2.2022 23:00
Vilja bæta geðheilbrigði viðskiptavina: „Maður á það til að týnast í tímalínunni hjá öðrum“ Símfyrirtækið Nova segist vilja bæta geðheilbrigði viðskiptavina sinna með því að bjóða þeim ódýra sálfræðiþjónustu. Þingmaður Viðreisnar fagnar því að fyrirtæki séu farin að huga að málaflokknum en segir kaldhæðnislegt að þau séu á undan ríkinu að reyna að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. 13.2.2022 21:23
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar en þriðja sleppt Tveir ungir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna skotárásar í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þriðji maðurinn sem var handtekinn vegna málsins var sleppt. 13.2.2022 21:05
Margfaldir verðlaunahundar en eru þó taldir heimskustu hundar í heimi Hann heitir Tinni og er alþjóðlegur meistari, Norðurlandameistari, íslenskur meistari og íslenskur ungliðameistari og hún heitir Nóra og er ungliðameistari í Bozniu&Herzegovinu, Króatíu, Slóveníu, Macedoniu og Rúmeníu. Hér erum við að tala um tvo hunda þar sem eigendur þeirra hafa ekki undan við að taka á móti viðurkenningum og verðlaunum fyrir þá. 13.2.2022 20:03
Dagur leiðir listann og Heiða Björg í öðru sæti Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík lauk í dag en valið fór fram með rafrænum hætti um helgina. Alls greiddu 3.036 flokksfélagar og stuðningsmenn atkvæði og var kjörsókn því um 50,2 prósent. 13.2.2022 19:37
Þingmaður VG segir mikilvægt að öryggi íbúa sé tryggt: „Við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi“ Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segir skotárásir undanfarið hafa vakið upp óhug meðal margra en hún segir mikilvægt að Ísland sýni frumkvæði í að tryggja öryggi borgara. Hún hafi verið með í undirbúningi frumvarp um endurskoðun skotvopnalaga en ákveðið að leggja það ekki fram þar sem stjórnarfrumvarp þess efnis er í farvatninu. 13.2.2022 19:27
Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13.2.2022 19:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13.2.2022 18:23
Vakinn við það að sérsveitin bankaði upp á: „Þeir báðust síðan bara afsökunar og fóru“ Halldór Ingi Sævarsson var vakinn með áhugaverðum hætti í morgun þegar sérsveitin bankaði óvænt upp á en þeir höfðu þá farið íbúðarvillt. 13.2.2022 17:58
Tveir handteknir fyrir stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fyrr í dag tvo einstaklinga fyrir líkamsárás og frelsissviptingu. Þá voru tveir einstaklingar handteknir fyrir átök og einn fyrir hótanir. 13.2.2022 17:15
Segir skelfilega stöðu komna upp Dómsmálaráðherra segir það skelfilega þróun að skotárásir séu orðnar eins tíðar og raunin hefur verið að undanförnu. Hann telur að bæta þurfi rannsóknarheimildir lögreglu til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. 13.2.2022 16:04
Hvolsvöllur er að springa út – Byggt og byggt Eftirspurn eftir lóðum og nýju húsnæði á Hvolsvelli hefur aldrei verið eins mikil og nú. Byggt og byggt er á staðnum og ný íbúðarhverfi gerð klár, auk þess sem nokkrar nýjar verslanir hafa opnað. 13.2.2022 14:01
„Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13.2.2022 13:37
Hannes vill fjórða sæti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi Hannes Steindórsson, fasteignasali og formaður félags fasteignasala, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Hann sækist eftir fjórða sæti. 13.2.2022 13:30
Jórunn Pála vill fjórða sæti hjá Sjálfstæðiflokknum í borginni Jórunn Pála Jónasdóttir sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem mun fara fram í mars. 13.2.2022 13:26
Rúmlega 2.000 greindust í gær og smituðum fjölgar á Landspítala 2.054 manns greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær. Þá greindust 17 á landamærunum. 13.2.2022 12:36
Hádegisfréttir Bylgjunnar Íslenskur karlmaður skaut á fólk með vélbyssu í miðbænum í nótt. Um er að ræða aðra skotárásina í Reykjavík í vikunni. Við ræðum við Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu og sjónarvott að árásinni í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 13.2.2022 11:56
Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13.2.2022 11:29
Kona slapp ósködduð úr brunanum í bústaðnum á Hólmsheiði Altjón varð á sumarhúsi sem brann við Lynghólsveg á Hólmsheiði síðdegis í gær. Engan sakaði í brunanum en um tíma var óttast að einhver kynni að vera innandyra en ógerningur reyndist að komast inn í bústaðinn. 13.2.2022 09:45