Fleiri fréttir

Úkraína í brenni­depli

Úkraína er í brennidepli í Sprengisandi dagsins. Seðlabankastjóri fer yfir áhrif styrjaldarinnar á hagkerfið, sérfræðingar reyna að varpa ljósi á stöðuna sem versnar með degi hverjum. Í seinni hluta þáttar fara alþingismenn yfir áhrif stríðsins á utanríkistefnu Íslands.

Mikið um ölvun og tölu­verður erill í nótt

Skemmtanalífið er að taka við sér eftir að hafa legið í dvala meira og minna í tvö ár, því fylgir aukið álag á lögreglu. Um áttatíu mál voru skráð í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mjótt á munum í Garðabæ

Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum.

Rósa efst í Hafnarfirði

Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag.

Öfgar höfnuðu samstarfi við Róbert Wessman

Félagasamtökin Öfgar neituðu beiðni Róberts Wessman um aðstoð við verkefni sem sneri að opnun nýs úrræðis fyrir þolendur ofbeldis. Öfgar segja að Róbert sé ekki einstaklingur sem samræmist þeirra gildum.

Líf og Stefán leiða VG í Reykjavík

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi bar sigur úr býtum í forvali VG í Reykjavík en kosið var í dag. Stefán Pálsson mun skipa 2.sæti listans.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mesti fólksflótti í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar er skollinn á. Hundruð þúsunda reyna að flýja Maríupol en Rússar eru sagðir hafa virt vopnahlé þar að vettugi. 56 eru komnir til Íslands frá Úkraínu.

Snjóskóflur, blásarar og sköfur seldust upp í illviðristíð

Varla hefur farið fram hjá nokkrum manni hversu illa viðraði á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Metfjöldi veðurviðvarana var gefinn út og snjó kyngdi niður. Illviðristíðin olli því að allur lager Húsasmiðjunnar af snjóskóflum, snjóblásurum og snjósköfum seldist upp í febrúar.

Valdimar leiðir lista Fram­sóknar í Hafnar­firði

Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, leiðir lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona búsetukjarna og varaformaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar skipar annað sæti listans. Alls bárust uppstillingarnefnd fjórtán framboð.

450 ungmenni á Hvolsvelli á landsmóti Samfés

Um 450 unglingar af öllu landinu eru nú saman komnir á Hvolsvelli á landsmóti Samfés, sem er haldið þar um helgina. Unnið verður í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð.

„Fólk segir margt á Twitter“

Einar Þorsteinsson gefur kost á sér fyrsta sæti Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum, eins og hann tilkynnti endanlega um í Vikunni með Gísla Marteini í gærkvöldi.

Hafa ekki náð að bóka öll mál næturinnar sökum anna

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. 85 mál eru skráð í dagbók lögreglu milli klukkan 17:00 og 05:00. Vegna anna hefur ekki enn tekist að bóka afgreiðslu allra mála.

Kjarn­orku­mengun myndi ekki berast hingað og ó­þarfi að hamstra joð

Geislavarnarstofnanir Norðurlandanna fylgjast grannt með stríðinu í Úkraínu. Á meðal þeirra sem taka þátt í þessu eftirliti er starfsfólk Geislavarna ríksins. Viðbúnaðarstjóri stofnunarinnar segir alls ekki búist við að kjarnorkumengun finnist hér á landi ef komi til kjarnorkuslyss í Úkraínu.

Loka fyrir sam­fé­lags­miðla í Rúss­landi

Rússneska fjarskiptastofnunin Roskomnadzor hefur ákveðið að loka fyrir aðgang að Facebook og Twitter í landinu. Svo virðist sem yfirvöld í Moskvu ætli að einangra landið algjörlega á netinu.

Börn taka um­ræðuna inn á sig

Stríðið í Úkraínu hvílir þungt á sumum börnum hér á landi en sum reyna að hugsa sem minnst um það. Sálfræðingur segir að foreldrar geti með sinni hegðun haft áhrif á hversu mikið börnin taki stríðið og afleiðingarnar af því inn á sig.

Landa­mæri Ís­lands gal­opin fyrir Úkraínu­mönnum

Allt frá nokkrum hundruðum til þúsunda Úkraínumanna gætu fengið skjól á Íslandi eftir að neyðarákvæði útlendingalaga var virkjað í gærkvöldi. Formaður flóttamannanefndar segir ljóst að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki ein við að taka á móti þessum fjölda en er ánægður með undirtektirnar.

Hafi farið eftir leið­beiningum við ó­lög­mæta skipun ráðu­neytis­stjóra

Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segist hafa farið eftir leiðbeiningum í minnisblaði vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands þegar hún setti Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis segir ráðninguna hafa verið ólögmæta.

Al­sæla finnist í kampa­víni

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um tilvik þar sem kampavíni hefur verið skipt út fyrir vímuefnið alsælu eða MDMA í þriggja lítra flöskum merktum Moét & Chandon Ice Imperial. Einn hefur látist við að drekka úr slíkri flösku en kampavínið er ekki selt hér á landi.

Ríkið sýknað af tug­milljóna kröfu Barkar

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sýknu íslenska ríkisins af tugmilljóna króna skaðbótakröfu Barkar Birgissonar. Börkur krafðist bóta vegna vistunar á öryggisgangi á Litla-Hrauni í eitt og hálft ár.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Rússar hafa haldið árásum sínum á borgir í Úkraínu áfram síðasta sólarhringinn og náðu stærsta kjarnorkuveri Evrópu á sitt vald í morgun. Hægt verður að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að deila upplýsingum um stríðið sem ekki eru rússneskum stjórnvöldum þóknanlegar samkvæmt nýjum lögum. Ítarlega verður fjallað um stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá verður rætt við viðbúnaðarstjóra Geislavarna ríkisins um áhrifin.

Fjölmiðlanefnd tekur stöðu með Mannlífi

Sólartúni ehf., útgefanda Mannlífs, verður ekki gert að birta andsvör Ómars R. Valdimarssonar lögmanns vegna umfjöllunar sem miðilinn birti um hann í febrúar. Þetta er niðurstaða Fjölmiðlanefndar en Ómar krafðist íhlutunar nefndarinnar eftir að Mannlíf neitaði því að birta svörin.

Skorar sérstaklega á eigendur fjölmiðla á Íslandi

Blaðamannafélag Íslands stendur fyrir fjársöfnun til stuðnings blaðamönnum í Úkraínu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, skorar á alla sem vettlingi geta valdið að leggja söfnuninni lið en alveg sérstaklega eigendur fjölmiðla á Íslandi.

Við­snúningur í nauðgunar­máli í Lands­rétti

Karlmaður nokkur var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um nauðgun á skemmtistað í Reykjavík í maí 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að hafa samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér ástand hennar sökum ölvunar.

Opna dyrnar fyrir flóttafólki frá Úkraínu

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að virkja tiltekna grein Útlendingalaganna sem opnar á móttöku flóttafólks frá Úkraínu án sérstakra ferla. Forsætisráðherra segir um tímabundið leyfi að ræða en aðstæður í Evrópu séu einstakar um þessar mundir.

Sá sem liggur undir grun laus úr haldi lögreglu

Karlmaður sem var handtekinn í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í húsi við Auðbrekku í Kópavogi í fyrrinótt er laus úr haldi. Húsið var ekki samþykkt íbúðahúsnæði.

Sjá næstu 50 fréttir