Áslaug Arna braut lög með ráðningu Ásdísar Höllu Eiður Þór Árnason skrifar 4. mars 2022 12:56 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásdís Halla Bragadóttir. Samsett Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var óheimilt að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Þetta er niðurstaða Umboðsmanns Alþingis sem segir að ráðningin hafi farið gegn ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tilkynnt var í byrjun desember að Ásdís Halla hafi verið ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Í lok janúar var svo tilkynnt að hún yrði tímabundið sett ráðuneytisstjóri. Undantekningar eigi ekki við Það er álit umboðsmanns að við stofnun nýja ráðuneytisins hefði orðið til nýtt embætti. Ekki yrði séð að lögbundnar undantekningar frá því að auglýsa það laust til umsóknar, og setja tímabundið í embættið á þeim grundvelli sem ráðuneytið byggði á, ættu við um þá stöðu sem var uppi. Því félli embættið undir lögbundna auglýsingaskyldu. Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar Umboðsmanns Alþingis en tildrög hennar eru sögð vera tilkynning á vef Stjórnarráðsins þar sem greint var frá setningu Ásdísar Höllu í embætti ráðuneytisstjóra. Af hálfu ráðuneytisins var meðal annars byggt á því að ekki hafi verið hægt að auglýsa umrætt embætti fyrr en eftir birtingu forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta sem væri formlegur grundvöllur ráðuneytisins og hins nýja embættis. Þær aðstæður hafi réttlætt tímabundna setningu í embætti ráðuneytisstjóra án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis tekur ekki undir þetta. Áréttar mikilvægi þess að stjórnvöld fylgi lagareglum „Þegar fyrirætlun stjórnvalda um að koma hinu nýja ráðuneyti á fót hafi legið fyrir hefði ráðherra borið að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja starfsemi þess við stofnun. Ef ekki hefði verið nægur tími til að auglýsa embættið og ljúka skipunarferli áður en ráðuneytið tæki formlega til starfa hefðu verið færar leiðir að lögum til bráðabirgðaráðstafana,“ segir í áliti umboðsmanns. „Ólögfest sjónarmið um skyldur stjórnvalda til tafarlausra viðbragða við þessar aðstæður gætu ekki réttlætt ákvörðun ráðherra um tímabundna setningu ráðuneytisstjóra án auglýsingar með vísan til þeirra sjónarmiða sem ráðuneytið byggði á.“ Umboðsmaður áréttar mikilvægi þess að stjórnvöld fylgi þeim lagareglum sem gilda um veitingu opinberra starfa og embætta og virði þau markmið sem þeim er ætlað að þjóna. Það eigi ekki síst við um ráðuneyti sem fari með æðstu stjórn framkvæmdavaldsins. Umboðsmaður telur ólíklegt að dómstólar myndu meta setningu ráðuneytisstjórans ógilda. Embættið hafi nú verið auglýst en umboðsmaður mælist til þess að ráðuneytið taki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. Meðal umsækjenda er Ásdís Halla Bragadóttir. Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 3. mars 2022 10:11 Svarar umboðsmanni um setningu ráðuneytisstjóra Setning Ásdísar Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu var heimil samkvæmt lögum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins. 3. febrúar 2022 21:34 Umbi vill svör um skipan tveggja ráðuneytisstjóra Umboðsmaður Alþingis hefur sent erindi á tvö ráðuneyti þar sem hann vill fá skýringar á skipan og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í síðasta mánuði. 1. febrúar 2022 16:45 Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Þetta er niðurstaða Umboðsmanns Alþingis sem segir að ráðningin hafi farið gegn ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tilkynnt var í byrjun desember að Ásdís Halla hafi verið ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Í lok janúar var svo tilkynnt að hún yrði tímabundið sett ráðuneytisstjóri. Undantekningar eigi ekki við Það er álit umboðsmanns að við stofnun nýja ráðuneytisins hefði orðið til nýtt embætti. Ekki yrði séð að lögbundnar undantekningar frá því að auglýsa það laust til umsóknar, og setja tímabundið í embættið á þeim grundvelli sem ráðuneytið byggði á, ættu við um þá stöðu sem var uppi. Því félli embættið undir lögbundna auglýsingaskyldu. Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar Umboðsmanns Alþingis en tildrög hennar eru sögð vera tilkynning á vef Stjórnarráðsins þar sem greint var frá setningu Ásdísar Höllu í embætti ráðuneytisstjóra. Af hálfu ráðuneytisins var meðal annars byggt á því að ekki hafi verið hægt að auglýsa umrætt embætti fyrr en eftir birtingu forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta sem væri formlegur grundvöllur ráðuneytisins og hins nýja embættis. Þær aðstæður hafi réttlætt tímabundna setningu í embætti ráðuneytisstjóra án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis tekur ekki undir þetta. Áréttar mikilvægi þess að stjórnvöld fylgi lagareglum „Þegar fyrirætlun stjórnvalda um að koma hinu nýja ráðuneyti á fót hafi legið fyrir hefði ráðherra borið að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja starfsemi þess við stofnun. Ef ekki hefði verið nægur tími til að auglýsa embættið og ljúka skipunarferli áður en ráðuneytið tæki formlega til starfa hefðu verið færar leiðir að lögum til bráðabirgðaráðstafana,“ segir í áliti umboðsmanns. „Ólögfest sjónarmið um skyldur stjórnvalda til tafarlausra viðbragða við þessar aðstæður gætu ekki réttlætt ákvörðun ráðherra um tímabundna setningu ráðuneytisstjóra án auglýsingar með vísan til þeirra sjónarmiða sem ráðuneytið byggði á.“ Umboðsmaður áréttar mikilvægi þess að stjórnvöld fylgi þeim lagareglum sem gilda um veitingu opinberra starfa og embætta og virði þau markmið sem þeim er ætlað að þjóna. Það eigi ekki síst við um ráðuneyti sem fari með æðstu stjórn framkvæmdavaldsins. Umboðsmaður telur ólíklegt að dómstólar myndu meta setningu ráðuneytisstjórans ógilda. Embættið hafi nú verið auglýst en umboðsmaður mælist til þess að ráðuneytið taki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. Meðal umsækjenda er Ásdís Halla Bragadóttir.
Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 3. mars 2022 10:11 Svarar umboðsmanni um setningu ráðuneytisstjóra Setning Ásdísar Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu var heimil samkvæmt lögum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins. 3. febrúar 2022 21:34 Umbi vill svör um skipan tveggja ráðuneytisstjóra Umboðsmaður Alþingis hefur sent erindi á tvö ráðuneyti þar sem hann vill fá skýringar á skipan og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í síðasta mánuði. 1. febrúar 2022 16:45 Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 3. mars 2022 10:11
Svarar umboðsmanni um setningu ráðuneytisstjóra Setning Ásdísar Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu var heimil samkvæmt lögum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins. 3. febrúar 2022 21:34
Umbi vill svör um skipan tveggja ráðuneytisstjóra Umboðsmaður Alþingis hefur sent erindi á tvö ráðuneyti þar sem hann vill fá skýringar á skipan og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í síðasta mánuði. 1. febrúar 2022 16:45
Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02