Fleiri fréttir Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. 10.3.2022 14:02 Tók myndir af feðginum í klefanum á Nesinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa tekið myndskeið af manni og tveimur dætrum hans þar sem þau voru að afklæðast og voru nakin í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í desember 2019. 10.3.2022 14:01 Bótaskylda viðurkennd eftir að kona datt í dimmum stiga í ræktinni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaskyldu tryggingafélagsins TM vegna líkamstjóns sem kona hlaut eftir að hafa dottið niður stiga í líkamsræktarstöð árið 2019. Dómurinn taldi að slysið mætti rekja til ófullnægjandi lýsingar í stiganum. 10.3.2022 13:21 Konur á barneignaraldri fá ekki nóg af járni Konur á barneignaraldri á Íslandi fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum á borð við joð, C-Vítamín og fólat. Engin þeirra nær ráðlögðum dagskammti af járni. 10.3.2022 13:13 „Það getur alveg komið til að ríkið grípi inn í eins og það gerði á Covid-tímum“ Formaður fjárlaganefndar útilokar ekki að ríkið komi með stuðning að einhverju leyti vegna mikilla hækkana á hrávöruverði eins og olíu. Hún bendir á að fjármálastofnanir geti líka haft áhrif fari verðbólgan á flug. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar vill hraða orkuskiptum. 10.3.2022 13:01 Tókust á um hvort uppfæra þyrfti varnarsamninginn Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um hvort þörf væri á því að uppfæra varnarsamning Íslands við Bandaríkin, í ljósi nýrra ógna. 10.3.2022 12:45 Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10.3.2022 12:33 Skrifuðu undir nýjan kjarasamning grunnskólakennara Félag grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu snemma í morgun undir nýjan kjarasamning. 10.3.2022 12:08 Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 10.3.2022 12:01 Hæstiréttur staðfestir úrskurð Félagsdóms í máli Ólafar Helgu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms frá í febrúar þar sem hafnað var kröfu Icelandair um frávísun á kröfu ASÍ, fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair í ágúst síðastliðinn fæli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væri af þeim sökum ólögmæt. 10.3.2022 11:59 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um málefni Úkraínu en lítill áþreifanlegur árangur varð á fundi utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi í dag. 10.3.2022 11:35 Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10.3.2022 11:11 Hátt í helmingur hlynntur ESB-aðild Íslands og þriðjungur mótfallinn Hátt í helmingur landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) en þriðjungur mótfallinn. Umtalsvert fleiri eru hlynntir ESB-aðild nú en þegar spurt var fyrir átta árum síðan. 10.3.2022 10:20 Tveir þriðju landsmanna fylgjandi Sundabraut Rúmlega 66 prósent landsmanna eru hlynnt lagningu Sundabrautar, burtséð frá því hvort hún verður á brú eða í göngum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. 10.3.2022 10:17 Guðmundur hættur störfum í bæjarstjórn Kópavogs Guðmundur Gísli Geirdal er hættur störfum sem bæjarfulltrúi í Kópavogi. Bæjarstjórn samþykkti beiðni Guðmundar um lausn frá störfum bæjarstjórnar og annarra trúnaðarstarfa fyrir bæjarstjórn Kópavogs til loka kjörtímabils á fundi sínum síðdegis á þriðjudag. 10.3.2022 09:56 Heilbrigðisráðherra minnir fólk á sinna persónubundnum sýkingavörnum „Við þurfum öll að sýna ábyrgð með hegðun okkar þar til bylgja faraldursins gengur yfir,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, þar sem fólk er hvatt til að sinna persónubundnum sýkingavörnum. 10.3.2022 08:33 Ók á miklum hraða á þrjá mannlausa bíla á Sogavegi Bílslys varð rétt fyrir miðnætti á Sogavegi í Reykjavík þegar ökumaður ók bíl sínum á þrjá mannlausa bíla á nokkuð miklum hraða að því er virðist. 10.3.2022 07:11 Aaron Ísak ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum Söngvarinn Aaron Ísak Berry segist hvorki siðblindur né með barnagirnd og aldrei myndu gera barni mein vís vitandi. Réttarhöld yfir Aaroni standa nú yfir þar sem hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum. Tveir þeirra voru tólf ára gamlir þegar meint brot áttu sér stað. 9.3.2022 23:44 Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar „Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík. 9.3.2022 23:15 Biður forsætisnefnd um hvítan Monster á Alþingi Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur sent forsætisnefnd Alþingis formlegt erindi þess efnis að orkudrykkurinn Monster Ultra Energy White, betur þekktur sem hvítur Monster, verði gerður aðgengilegur í mötuneyti Alþingis. 9.3.2022 22:55 Borgarbúum brugðið við drunur í orrustuþotum Íbúum höfuðborgarsvæðisins brá mörgum í brún í kvöld þegar miklar drunur heyrðust í háloftunum. Þar voru á ferðinni tvær orrustuþotur frá Portúgal. 9.3.2022 22:37 Röskva kynnir framboðslistana Framboðslistar Röskvu - samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, vegna kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands voru kynntir í kvöld. Kosningar fara fram 23. og 24. mars næstkomandi. 9.3.2022 22:03 Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9.3.2022 22:00 Vísbendingar um undanþágur fyrir of ungar brúðir vegna trúar Þingmaður Pírata hefur fengið ábendingar um að beiðnir um undanþágur til dómsmálaráðuneytisins vegna of lágs giftingaraldurs hafi komið til vegna trúarlegra ástæðna. Margir kristnir söfnuðir líta á kynlíf fyrir hjónaband sem synd og því giftast safnaðarmeðlimir oft nokkuð ungir. Von er á skýrslu um undanþágurnar á næstu vikum. 9.3.2022 19:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Líf milljóna er í upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9.3.2022 18:00 Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9.3.2022 16:39 Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 9.3.2022 16:18 Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. 9.3.2022 16:07 Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9.3.2022 15:38 Ingibjörg áfram formaður FEB Ingibjörg H. Sverrisdóttir var í gær endurkjörin formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Gullhömrum í Reykjavík í gær. 9.3.2022 14:04 Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum „Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ 9.3.2022 13:17 Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9.3.2022 12:06 Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9.3.2022 11:50 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um hækkanir á eldsneyti hér innanlands en í morgun fór bensínlítrinn yfir þrjúhundruð krónur. 9.3.2022 11:36 Vara við hættulegum holum á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við því að víða hafi myndast hættulegar holur á stofn og tengibrautum en að sögn lögreglu hafa tugir bíla skemmst af völdum holanna. 9.3.2022 11:06 23 vilja verða skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Alls sóttu 23 einstaklingar um embætti skrifstofustjóra skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára en umsóknarfrestur rann út 3. mars síðastliðinn. 9.3.2022 11:01 Lögregla með viðbúnað í Lágmúla Lögregla er nú að störfum við Lágmúla 5 en hún var kölluð út þangað skömmu fyrir klukkan tíu í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var að minnsta kosti einn handtekinn á vettvangi. 9.3.2022 10:29 Fékk lífið sjálft að gjöf eftir harðan árekstur á afmælisdaginn Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst segist hafa fengið lífið sjálft að gjöf síðastliðinn sunnudag, afmælisdag hennar, eftir að hafa gengið nær ósködduð frá alvarlegu umferðarslysi í grennd við Hofsós. 9.3.2022 09:01 Vill skerpa heimildir lögreglu til að geta „gripið fyrr inn í atburðarás“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem ætlað er að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna. Er þar litið til þess sem snýr að afbrotum eða athöfnum sem talin eru geta raskað öryggi borgaranna og ríkisins, afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og afbrot sem framin eru á netinu, líkt og það er orðað. 9.3.2022 07:42 Vottaði rússneskri þjóð sem lent hafi í klóm „sturlaðs einræðisherra“ samúð Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar flutti í kvöld ávarp á friðartónleikum sem haldnir voru í Hallgrímskirkju vegna stríðsins í Úkraínu. Íslenskt tónlistarfólk flutti tónlist fyrir þá sem voru samankomnir í kirkjunni og mótmæltiþar hernaðarbrölti rússneskra stjórnvalda. 8.3.2022 21:49 Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. 8.3.2022 21:36 Hafa vart undan við að prenta úkraínska fánann Gríðarleg eftirspurn er eftir úkraínska fánanum og hefur Fánasmiðjan á Ísafirði vart undan við að prenta hann. Fjölmargir flagga nú fánanum til þess að sýna samstöðu með Úkraínumönnum. 8.3.2022 21:01 Verkstæði í Grundarfirði brennur Verkstæði við Sólvelli 5 í Grundarfirði stendur í ljósum logum og slökkvilið Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar berst nú við eldinn. Þrír slökkviliðsbílar voru kallaðir út til að berjast við eldinn. 8.3.2022 20:28 Óprúttnir aðilar seldu Landspítala ónothæfan hlífðarbúnað:Fleiri fyrirtæki lentu í því sama Óprúttnir aðilar nýttu sér neyðarástandið sem skapaðist í upphafi kórónuveirufaraldursins og seldu Landspítalanum ófullnægjandi hlífðarbúnað. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir slíkt hafa komið upp hjá fleiri fyrirtækjum í faraldrinum. 8.3.2022 19:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tugir hafa fallið í stórskotaliðs- og eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Bandaríkjaforseti tilkynnti um bann á innflutningi á olíu frá Rússlandi í dag og Bretar ætla að þynna innflutninginn út á árinu. 8.3.2022 18:00 Sjá næstu 50 fréttir
Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. 10.3.2022 14:02
Tók myndir af feðginum í klefanum á Nesinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa tekið myndskeið af manni og tveimur dætrum hans þar sem þau voru að afklæðast og voru nakin í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í desember 2019. 10.3.2022 14:01
Bótaskylda viðurkennd eftir að kona datt í dimmum stiga í ræktinni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaskyldu tryggingafélagsins TM vegna líkamstjóns sem kona hlaut eftir að hafa dottið niður stiga í líkamsræktarstöð árið 2019. Dómurinn taldi að slysið mætti rekja til ófullnægjandi lýsingar í stiganum. 10.3.2022 13:21
Konur á barneignaraldri fá ekki nóg af járni Konur á barneignaraldri á Íslandi fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum á borð við joð, C-Vítamín og fólat. Engin þeirra nær ráðlögðum dagskammti af járni. 10.3.2022 13:13
„Það getur alveg komið til að ríkið grípi inn í eins og það gerði á Covid-tímum“ Formaður fjárlaganefndar útilokar ekki að ríkið komi með stuðning að einhverju leyti vegna mikilla hækkana á hrávöruverði eins og olíu. Hún bendir á að fjármálastofnanir geti líka haft áhrif fari verðbólgan á flug. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar vill hraða orkuskiptum. 10.3.2022 13:01
Tókust á um hvort uppfæra þyrfti varnarsamninginn Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um hvort þörf væri á því að uppfæra varnarsamning Íslands við Bandaríkin, í ljósi nýrra ógna. 10.3.2022 12:45
Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10.3.2022 12:33
Skrifuðu undir nýjan kjarasamning grunnskólakennara Félag grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu snemma í morgun undir nýjan kjarasamning. 10.3.2022 12:08
Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 10.3.2022 12:01
Hæstiréttur staðfestir úrskurð Félagsdóms í máli Ólafar Helgu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms frá í febrúar þar sem hafnað var kröfu Icelandair um frávísun á kröfu ASÍ, fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair í ágúst síðastliðinn fæli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væri af þeim sökum ólögmæt. 10.3.2022 11:59
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um málefni Úkraínu en lítill áþreifanlegur árangur varð á fundi utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi í dag. 10.3.2022 11:35
Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10.3.2022 11:11
Hátt í helmingur hlynntur ESB-aðild Íslands og þriðjungur mótfallinn Hátt í helmingur landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) en þriðjungur mótfallinn. Umtalsvert fleiri eru hlynntir ESB-aðild nú en þegar spurt var fyrir átta árum síðan. 10.3.2022 10:20
Tveir þriðju landsmanna fylgjandi Sundabraut Rúmlega 66 prósent landsmanna eru hlynnt lagningu Sundabrautar, burtséð frá því hvort hún verður á brú eða í göngum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. 10.3.2022 10:17
Guðmundur hættur störfum í bæjarstjórn Kópavogs Guðmundur Gísli Geirdal er hættur störfum sem bæjarfulltrúi í Kópavogi. Bæjarstjórn samþykkti beiðni Guðmundar um lausn frá störfum bæjarstjórnar og annarra trúnaðarstarfa fyrir bæjarstjórn Kópavogs til loka kjörtímabils á fundi sínum síðdegis á þriðjudag. 10.3.2022 09:56
Heilbrigðisráðherra minnir fólk á sinna persónubundnum sýkingavörnum „Við þurfum öll að sýna ábyrgð með hegðun okkar þar til bylgja faraldursins gengur yfir,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, þar sem fólk er hvatt til að sinna persónubundnum sýkingavörnum. 10.3.2022 08:33
Ók á miklum hraða á þrjá mannlausa bíla á Sogavegi Bílslys varð rétt fyrir miðnætti á Sogavegi í Reykjavík þegar ökumaður ók bíl sínum á þrjá mannlausa bíla á nokkuð miklum hraða að því er virðist. 10.3.2022 07:11
Aaron Ísak ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum Söngvarinn Aaron Ísak Berry segist hvorki siðblindur né með barnagirnd og aldrei myndu gera barni mein vís vitandi. Réttarhöld yfir Aaroni standa nú yfir þar sem hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum. Tveir þeirra voru tólf ára gamlir þegar meint brot áttu sér stað. 9.3.2022 23:44
Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar „Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík. 9.3.2022 23:15
Biður forsætisnefnd um hvítan Monster á Alþingi Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur sent forsætisnefnd Alþingis formlegt erindi þess efnis að orkudrykkurinn Monster Ultra Energy White, betur þekktur sem hvítur Monster, verði gerður aðgengilegur í mötuneyti Alþingis. 9.3.2022 22:55
Borgarbúum brugðið við drunur í orrustuþotum Íbúum höfuðborgarsvæðisins brá mörgum í brún í kvöld þegar miklar drunur heyrðust í háloftunum. Þar voru á ferðinni tvær orrustuþotur frá Portúgal. 9.3.2022 22:37
Röskva kynnir framboðslistana Framboðslistar Röskvu - samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, vegna kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands voru kynntir í kvöld. Kosningar fara fram 23. og 24. mars næstkomandi. 9.3.2022 22:03
Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9.3.2022 22:00
Vísbendingar um undanþágur fyrir of ungar brúðir vegna trúar Þingmaður Pírata hefur fengið ábendingar um að beiðnir um undanþágur til dómsmálaráðuneytisins vegna of lágs giftingaraldurs hafi komið til vegna trúarlegra ástæðna. Margir kristnir söfnuðir líta á kynlíf fyrir hjónaband sem synd og því giftast safnaðarmeðlimir oft nokkuð ungir. Von er á skýrslu um undanþágurnar á næstu vikum. 9.3.2022 19:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Líf milljóna er í upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9.3.2022 18:00
Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. 9.3.2022 16:39
Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 9.3.2022 16:18
Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. 9.3.2022 16:07
Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. 9.3.2022 15:38
Ingibjörg áfram formaður FEB Ingibjörg H. Sverrisdóttir var í gær endurkjörin formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Gullhömrum í Reykjavík í gær. 9.3.2022 14:04
Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum „Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ 9.3.2022 13:17
Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9.3.2022 12:06
Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9.3.2022 11:50
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um hækkanir á eldsneyti hér innanlands en í morgun fór bensínlítrinn yfir þrjúhundruð krónur. 9.3.2022 11:36
Vara við hættulegum holum á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við því að víða hafi myndast hættulegar holur á stofn og tengibrautum en að sögn lögreglu hafa tugir bíla skemmst af völdum holanna. 9.3.2022 11:06
23 vilja verða skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Alls sóttu 23 einstaklingar um embætti skrifstofustjóra skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára en umsóknarfrestur rann út 3. mars síðastliðinn. 9.3.2022 11:01
Lögregla með viðbúnað í Lágmúla Lögregla er nú að störfum við Lágmúla 5 en hún var kölluð út þangað skömmu fyrir klukkan tíu í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var að minnsta kosti einn handtekinn á vettvangi. 9.3.2022 10:29
Fékk lífið sjálft að gjöf eftir harðan árekstur á afmælisdaginn Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst segist hafa fengið lífið sjálft að gjöf síðastliðinn sunnudag, afmælisdag hennar, eftir að hafa gengið nær ósködduð frá alvarlegu umferðarslysi í grennd við Hofsós. 9.3.2022 09:01
Vill skerpa heimildir lögreglu til að geta „gripið fyrr inn í atburðarás“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem ætlað er að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna. Er þar litið til þess sem snýr að afbrotum eða athöfnum sem talin eru geta raskað öryggi borgaranna og ríkisins, afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og afbrot sem framin eru á netinu, líkt og það er orðað. 9.3.2022 07:42
Vottaði rússneskri þjóð sem lent hafi í klóm „sturlaðs einræðisherra“ samúð Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar flutti í kvöld ávarp á friðartónleikum sem haldnir voru í Hallgrímskirkju vegna stríðsins í Úkraínu. Íslenskt tónlistarfólk flutti tónlist fyrir þá sem voru samankomnir í kirkjunni og mótmæltiþar hernaðarbrölti rússneskra stjórnvalda. 8.3.2022 21:49
Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. 8.3.2022 21:36
Hafa vart undan við að prenta úkraínska fánann Gríðarleg eftirspurn er eftir úkraínska fánanum og hefur Fánasmiðjan á Ísafirði vart undan við að prenta hann. Fjölmargir flagga nú fánanum til þess að sýna samstöðu með Úkraínumönnum. 8.3.2022 21:01
Verkstæði í Grundarfirði brennur Verkstæði við Sólvelli 5 í Grundarfirði stendur í ljósum logum og slökkvilið Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar berst nú við eldinn. Þrír slökkviliðsbílar voru kallaðir út til að berjast við eldinn. 8.3.2022 20:28
Óprúttnir aðilar seldu Landspítala ónothæfan hlífðarbúnað:Fleiri fyrirtæki lentu í því sama Óprúttnir aðilar nýttu sér neyðarástandið sem skapaðist í upphafi kórónuveirufaraldursins og seldu Landspítalanum ófullnægjandi hlífðarbúnað. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir slíkt hafa komið upp hjá fleiri fyrirtækjum í faraldrinum. 8.3.2022 19:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tugir hafa fallið í stórskotaliðs- og eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Bandaríkjaforseti tilkynnti um bann á innflutningi á olíu frá Rússlandi í dag og Bretar ætla að þynna innflutninginn út á árinu. 8.3.2022 18:00