Fleiri fréttir

Vaknaði við sprengingar í bílskúr

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til í nótt vegna elds sem kom upp í bílskúr í Stóragerði í Reykjavík í nótt.

„Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“

Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. 

Ís­lensk stjórn­völd meti sjálf varnar­þörf landsins

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. 

Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 

Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu

Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 

Vantrauststillaga mögulega til umræðu á félagsfundi Eflingar

Félagsmenn Eflingar hafa safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem þess er krafist að kallað verði til félagsfundar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að greiða atkvæði um vantrauststillögu á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, á fundinum.

Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum

Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest.

Ekki lengur grímuskylda í flugi til Bandaríkjanna

Grímuskylda verður valkvæð í flugferðum á vegum Icelandair og Play til Bandaríkjanna. Play og Icelandair slökuðu á sínum reglum varðandi grímuskyldu í ákveðnum ferðum í Evrópu í síðasta mánuði en hafa nú stigið skrefinu lengra í samræmi við úrskurð alríkisdómara í Bandaríkjunum. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform en skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans.

Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga

Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl.

Snúnar kjara­við­ræður fram undan eftir hóp­upp­sögn Eflingar

Fyrr­verandi fé­lags­mála­ráð­herra og fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífsins telur ein­sýnt að hóp­upp­sagnir innan Eflingar muni hafa mikil á­hrif á kjara­við­ræður í haust. Hann furðar sig á for­ystu verka­lýðs­hreyfingarinnar.

Einar, Þórdís og Líf mætast í Pallborðinu

Tæpur mánuður er til kosninga og niðurtalningin er hafin í Pallborðinu. Á þriðjudögum og fimmtudögum fram að kosningum mæta frambjóðendur og kryfja helstu málefnin.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag verður meðal annars fjallað um þá tillögu ríkisstjórnarinnar að leggja niður Bankasýslu ríkisins. 

Ók á 146 kíló­metra hraða í Hafnar­firði

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann fyrir hraðakstur eftir að hann var mældur á 146 kílómetra hraða í Hafnarfirði, á vegi þar sem hámarkshraði er áttatíu. Ökumaðurinn var sektaður.

Dapurlegt að sjá umhverfið skemmt í algjöru skeytingarleysi

Dapurleg sjón blasti við feðgum sem héldu leið sína upp Ingólfsfjall í morgun en töluverð náttúruspjöll höfðu þá verið unnin á fjallinu. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Umhverfisstofnunar en skemmdirnar virðast vera mjög umfangsmiklar.

Ferðamenn streyma til landsins á ný

Mikið líf er í miðbænum um þessar mundir og ferðamenn farnir að streyma til landsins á ný. Sól og blíða var víða á höfuðborgarsvæðinu í dag og ræddi fréttastofa við nokkra ferðamenn í tilefni dagsins.

Maðurinn fannst og aðgerðir afturkallaðar

Mikill viðbúnaður var við Eiðisgranda vegna tilkynningar um að mann í sjónum á sjötta tímanum í dag. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs var kallað út en þeir afturkallaðir upp úr klukkan sex. Maðurinn hafði þá komið sér upp úr af sjálfsdáðum. 

Um­ræðan van­stillt og byggð á röngum upp­lýsingum

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum.

Landsmenn hugi að sóttvörnum

Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um stríðsátökin í Úkraínu en eldflaugaárásir voru gerðar á borgina Lviv í nótt.

Fylgjast grannt með jarð­­skjálfta­­virkni

Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 

Sól og blíða

Sól og blíða verður í höfuðborginni í dag en gert er ráð fyrir hægri norðlægri eða breytilegri átt og bjart víðast hvar á Suður- og Vesturlandi. Heiðskírt og hiti á bilinu þrjár til ellefu gráður. 

Hljóp frá lög­reglunni og út í sjó

Kalrmaður var handtekinn rétt eftir klukkan fjögur í nótt grunaður um líkamsárás. Þegar lögregla kom á staðinn reyndi maðurinn að flýja og hljóp rakleiðis út í sjó.

Sjá næstu 50 fréttir