Fleiri fréttir

Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót

Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn.

Sau­tján ára fluttur með sjúkra­bíl eftir árás

Ráðist var á sautján ára dreng í miðborg Reykjavíkur klukkan hálf fjögur í nótt. Árásarmennirnir flúðu af vettvangi en drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Líðan drengsins liggur ekki fyrir.

Á út­leið eftir aldar­fjórðung í JL-húsinu: Vilja selja rýmið undir fal­­­legar í­búðir með svölum

Hús­næði Mynd­lista­skólans í Reykja­vík, sem er eina starf­semin sem eftir er í JL-húsinu í Vestur­bænum, hefur verið sett á sölu. Skóla­stjórinn hefur fengið stað­festingu frá borginni um að byggja megi í­búðir í húsinu sem hefur hingað til verið notað undir ýmis­konar rekstur. Margir hafa sýnt þessum mögu­leika á­huga.

Ekki að firra sig á­byrgð með því að leggja Banka­­sýsluna niður

Fjár­mála­ráð­herra er á­nægður með heildar­út­komu út­boðsins á Ís­lands­banka en viður­kennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með á­kvörðun um að leggja niður banka­sýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan á­byrgð á sölu­ferlinu.

Ríf­lega eitt hundrað leita Svan­hvítar

Ríflega eitt hundrað björgunarsveitarmenn leita nú Svanhvítar Harðardóttur á Völlunum í Hafnarfirði. Síðast er vitað um ferðir hennar klukkan 13:00 í gær.

Fimm­tán mánuðir fyrir í­trekaðar hnífs­tungur á Sushi Social

Ingvi Hrafn Tómasson, 29 ára karlmaður, var í dag dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás á veitingastaðnum Sushi Social í apríl í fyrra. Ingvi Hrafn stakk kunningja sinn ítrekað með hnífi en bar fyrir sig neyðarvörn fyrir dómi. Um er að ræða hegningarauka ofan á nýlegan fyrri þriggja ára fangelsisdóm þar sem skotvopn kom við sögu.

Nýi miðbærinn á Selfossi Svansvottaður

Nýi miðbærinn á Selfossi er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og er það mjög mikil viðurkenning fyrir þá starfsemi, sem fer þar fram í dag. Miðbærinn er í dag á fimm þúsund og fimm hundruð fermetra svæði en nú fara framkvæmdir að hefjast við annan áfanga, sem verður um átján þúsund fermetrar.

Tæplega tvö þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði

Tæplega tvö þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri úttekt, töluvert færri en þegar staðan var síðast könnuð fyrir fimm árum. Talið er æskilegt að fólk geti skráð búsetu sína í atvinnuhúsnæði til að auka á öryggi þess.

Vélin er komin á þurrt land

Flak flugvélarinnar TF-ABB var híft upp úr Þingvallavatni rétt í þessu. Aðgerðir hafa staðið yfir við vatnið í allan dag og vélin hefur verið hífð upp í áföngum.

„Ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir blekkingum“

Theodóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi segir ljóst að íslenskur almenningur geti ekki látið bjóða sér það óréttlæti sem hún segir birtast í útboðinu á hluta ríkisins í Íslandsbanka.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forseti Úkraínu segir mikilvægt að hraða vopnaflutningum til landsins frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur og suðurhluta landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um sigur í Mariupol sé borgin ekki á þeirra valdi þar sem barist sé á götum úti í miðborginni. Við greinum frá nýjustu vendingum í Úkraínu í fréttatímanum og okkar maður Heimir Már, manna fróðastur um stríðið, kemur í sett og sýnir okkur hvernig og hvert átökin hafa þróast síðustu daga og vikur.

Guð­ríður komin í hald lög­reglu

Lögreglan á Vesturlandi hefur lagt hald á styttuna af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku og komið fyrir inni í listaverki fyrir framan Nýlistasafnið í Reykjavík.

Lýst eftir Svanhvíti Harðardóttur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Svanhvíti Harðardóttur, 37 ára. Hún er 167 sm á hæð, sólbrún með ljóslitað rúmlega axlarsítt hár.

Jóhanna til aðstoðar Lilju

Jóhanna Hreiðarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, og hefur þegar hafið störf.

Fær nafnið Fjallkonan

Nýja stólalyfan í Hlíðarfjalli við Akureyri hefur fengið nafnið Fjallkonan. Frítt verður á skíðasvæðið á morgun, laugardag, í tilefni þess.

Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar

Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma.

Segir heildar­niður­stöðu sölunnar vera prýði­lega

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra játar að bera pólitíska ábyrgð á nýafstaðinni sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka en segist þrátt fyrir allt vera þokkalega sáttur við hvernig til tókst.

Hífa vélina upp í skrefum og vona að að­gerðum ljúki í kvöld

Flak flugvélarinnar TF-ABB verður híft upp af botni Þingvallavatns í dag en vélin brotlenti í vatninu fyrir rúmum tveimur mánuðum. Lögregla er með mikinn viðbúnað á svæðinu en flakið verður fært upp á land í nokkrum skrefum. Vonir eru bundnar við að aðgerðum verði lokið um kvöldmatarleytið.

Félagsmenn Eflingar hafa leitað til VR vegna hópuppsagnar

Fjölmargir sem misstu starfið í hópuppsögn hjá Eflingu hafa leitað til VR eftir aðstoð, líka félagsmenn Eflingar. Formaður VR er bjartsýnn á að verkalýðshreyfingin muni ná að þétta raðirnar fyrir næstu kjarasamningalotu þrátt fyrir allt sem hefur gengið á innan hreyfingarinnar. Tími sé kominn til að bera klæði á vopnin.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af málinu í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar.

Segir rauðhærða og skeggjaða oft lenda í „þessu veseni“

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, telur að fólk þurfi að vera „sérkennilega innréttað“ til að sjá kynþáttafordóma í máli þar sem sextán ára þeldökkur drengur var í tvígang stöðvaður af lögreglu í tengslum við leit hennar að strokufanga.

Dekk losnaði undan bíl og skoppaði niður Ár­túns­brekku

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út nokkru fyrir klukkan 21 í gærkvöldi þegar tilkynnt var um umferðaróhapp í Ártúnsbrekku í Reykjavík. Dekk hafði þar losnað undan bíl og skoppaði það svo niður Ártúnsbrekkuna án þess þó að lenda á öðru ökutæki.

Áhyggjufullur yfir slasaðri súlu á Vatnsleysuströnd

Staðarhaldari á Vatnsleysuströnd segist ítrekað hafa reynt að ná í yfirvöld án árangurs vegna vængbrotinnar súlu sem hefur verið á svæðinu undanfarið. Lögregla hefur ekki viljað koma nálægt henni af ótta við fuglaflensu. 

Komust að samkomulagi um starfslok skipstjórans

Herjólfur hefur komist að samkomulagi um starfslok við skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út en mbl.is greinir frá þessu. Starfsmönnum var tilkynnt um málið í gær en skipstjórinn var upprunalega sendur í leyfi.

Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“

Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 

Telur mál piltsins ekki merki um rasisma í lögreglunni

Doktor í afbrotafræði telur ekki að viðbrögð lögreglu, sem hefur nú haft afskipti af unglingspilti í tengslum við leit að strokufanga tvígang, beri vott um rasisma. Pilturinn er ekkert tengdur málinu en er dökkur á hörund eins og strokufanginn.

Beina sjónum að félögum strokufangans

Leit stendur enn yfir að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Lögregla segir fjölmargar ábendingar hafa borist vegna leitarinnar en allt kapp er lagt á að finna Gabríel. 

Íslenskt grænmeti á Bessastöðum næstu daga

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands fór með fulla körfu af íslensku grænmeti heim í dag á Bessastaði eftir að hafa verið á opnu húsi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Þar afhenti hann Garðyrkjuverðlaunin 2022. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands mætti líka á opna húsið og afhenti umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Enn er leitað að strokufanga sem slapp úr haldi lögreglu á miðvikudag. Í tvígang hefur lögregla haft afskipti af sextán ára dreng sem er algjörlega óskyldur málinu eftir ábendingar um að hann væri strokufanginn. 

Sjá næstu 50 fréttir