Fleiri fréttir

Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok

Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku.

Fjórir sögðu upp í dag: „Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp“

Fjórir hjúkrunarfræðingar sögðu í dag upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. Manneklan sé gríðarleg og hún telur ljóst að staðan eigi eftir að versna. Heilbrigðisráðherra segir að byggja þurfi upp innviði og styðja við þá takmörkuðu auðlind sem heilbrigðisstarfsfólk er. Mikil áskorun sé þó fram undan. 

Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum

Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna.

Meirihluti myndaður í Norðurþingi

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn undirrituðu í dag málefnasamning um meirihlutasamstarf flokkanna í Norðurþingi. Flokkarnir hlutu samtals fimm fulltrúa af níu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hjúkrunarfræðingur sem sagði upp störfum á bráðamóttöku vegna álags segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum hér á landi. Manneklan sé nú gríðarleg og viðbúið að staðan versni. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta kjör og aðbúnað.

Hækkunin er sú mesta frá hruni

Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings.

130 milljarða halli á ríkissjóði

Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 130 milljarða króna í fyrra samanborið við 144 milljarða króna halla árið 2020. Ber hún þess merki að hagkerfið hafi enn verið að ná sér á strik eftir heimsfaraldur Covid-19 en afkoman var betri en áætlað var.

Tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Karlmaður sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnabrot þarf að afplána dóminn eftir að Landsréttur taldi ekki rétt hjá héraðsdómi að skilorðsbinda refsinguna. Þá var sýknu hans af ákæru um peningaþvætti snúið við.

Willum Þór að missa lykilleikmenn úr liðinu

Hart var sótt að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á þinginu nú rétt í þessu, undir liðnum „störf þingsins“ vegna ófremdarástands á bráðamóttökunni. Helga Vala Helgadóttir reyndi að ná til ráðherra með líkingarmáli sem hún ætlar að hann skilji.

Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára

Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár.

„Fólk fer heim af vaktinni með nagandi sam­visku­bit og eftir­sjá“

Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma.

Leigu­bíl­stjórinn undrast upp­töku fimm­tíu ára gamals máls

Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á bílslysi sem varð á Óshlíðarvegi árið 1973 þar sem ungur maður lét lífið.

Tókst að bjarga Sindra GK í Sand­gerðis­höfn

Slökkvilið á Suðurnesjum var kallað út eftir að tilkynnt var um að báturinn Sindri GK væri að sökkva í Sandgerðishöfn í gærkvöldi. Tókst þeim að dæla sjó úr bátnum og koma þannig í veg fyrir að báturinn sykki.

Á­ætlað verð­mæti þýfisins 43 milljónir króna

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrítugan karlmann í átján mánaða fangelsi fyrir fjölda þjófnaðar- og fíkniefnabrota. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot þar sem áætlað verðmæti alls þýfisins nam ríflega 43 milljónum króna.

„Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“

Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní.

Kveikt í bíl í Hafnar­firði

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þegar tilkynnt var um mikinn reyk sem lagði frá bíl við Gjáhellu í Hafnarfirði í gærkvöldi.

Vopna­leit og vega­bréfa­eftir­lit á Skarfa­bakka

Aðstöðu sem svipar til flugstöðvar hefur verið komið fyrir á Skarfabakka. Ástæðan er sú að farþegaskipti verða á skemmtiferðaskipum sem kallar á vopnaleit og vegabréfaeftirlit. Von er á 200 þúsund farþegum til landsins með skemmtiferðaskipum í sumar.

Grófu upp líkamsleifar til að skoða fimmtíu ára mál

Líkamsleifar sem Lögreglan á Vestfjörðum gróf upp fyrir helgi eru af manni sem mun hafa farist í bílslysi á Óshlíðarvegi árið 1973. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson fannst látinn við bíl sem átti að hafa oltið niður af veginum en verið er að rannsaka hvort Kristinn hafi mögulega dáið með öðrum hætti.

Þyrlan send til Eyja vegna þoku í Reykja­vík

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum þar sem flugvél gat ekki sinnt útkallinu vegna þokunnar sem lá yfir Reykjavík í nótt.

Sér enga lausn í sjónmáli og segir upp eftir erfiðan dag

Bráðahjúkrunarfræðingur hefur ákveðið að segja upp á bráðamóttökunni vegna langvarandi álags og þess að engin lausn á vandanum virðist í sjónmáli. Það er þrátt fyrir að ítrekað sé búið að vara við vandamálinu um árabil.

„Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum.

Dregið úr þjónustu yfir sumartímann

Draga þarf úr þjónustu á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins í sumar vegna mönnunarvanda. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni segir öllum sem veikjast áfram sinnt þrátt fyrir að þjónustan sé breytt.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs segist vilja áfrýja dómnum til Landsréttar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við Sindra Þór um niðurstöðuna.

Sex ára fangelsi og fær ekki að halda Rolex-úrinu

Steingrímur Þór Ólafsson hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umfangsmikil fíkniefnabrot sem tengdust umfangsmikilli amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Jónas Árni Lúðvíksson fékk sex mánaða dóm fyrir aðild sína að framleiðslunni. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku.

Íris dúxaði og sópaði til sín verðlaunum

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ útskrifaði 24 nemendur við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í liðinni viku. Íris Torfadóttir var dúx skólans og hlaut þrenn verðlaun fyrir námsárangur sinn.

Biskup neitar að afhenda bréf sitt til séra Davíðs Þórs

Biskupsstofa telur sig undanþegna upplýsingalögum og hefur neitað fyrirspurn Vísis þess efnis að fá að sjá bréf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til Séra Davíðs Þórs Jónssonar í Laugarneskirkju þar sem hún veitir honum formlega áminningu.

Sprengja í doktorsnámi við HÍ undanfarin ár

Qiong Wang, nemandi við Læknadeild Háskóla Íslands, varð á dögunum þúsundasti doktorsneminn til þess að verja ritgerð sína við skólann frá stofnun hans árið 1911. Aðeins sjö ár eru síðan fimm hundraðasti doktorsneminn lauk námi við skólann.

Segir byggingu nýrrar flug­stöðvar ekki hafa komið til um­ræðu

Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum tökum við púlsinn á meirihlutaviðræðum í Reykjavík en það er síðasti meirihlutinn sem eftir á að mynda í stærstu sveitarfélögum landsins. 

Sjá næstu 50 fréttir