Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2022 13:33 Fasteignamat fyrir árið 2023 hækkar umtalsvert á milli ára. Vísir/Vilhelm Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá þar sem vakin er athygli á því að fasteignamat fyrir árið 2023 sé komið út. Hægt er að fletta upp fasteignamati fyrir tiltekna fasteign á vef Þjóðskrár hér. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna. Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 23,6 prósent á milli ára og verður alls 9.126 milljarðar króna, þar af hækkar sérbýli um 25,4 prósent á meðan fjölbýli hækkar um 21,6 prósent. Hækkar mest í Hveragerði, minnst í Dalvíkurbyggð Heildarfasteignmat í Hveragerði hækkar mest á milli ára.Vísir/Vilhelm Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 20,2 prósent en um 19,2 prósent á landsbyggðinni. Þar af er mest hækkun á Suðurlandi eða 22,4 prósent, um 19,3 prósent á Vestfjörðum, 18,8 prósent á Suðurnesjum og Norðurlandi-eystra, 18,1 prósent á Vesturlandi, 15,2 prósent á Norðurlandi-vestra og um 14,9 prósent á Austurlandi. Hvað er fasteignamat og hvaða tilgangi þjónar það? Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði. Tekur hið nýja fasteignamat gildi þann 31. desember næstkomandi. Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamatið er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts. Af einstaka sveitarfélögum hækkar heildarfasteignamat mest í Hveragerðisbæ eða um 32,3%, hækkun nemur 32,1% í Sveitarfélaginu Árborg og um 29,3% í Skorradalshreppi. Minnsta hækkun er í Dalvíkurbyggð eða um 8,1% og 9,3% í Dalabyggð og Skútustaðahreppi. Sem fyrr segir er hækkunin umtalsvert meiri nú en fyrri ár. Árið 2020 hækkaði fasteignamat um 6,1 prósent á milli ára. Árið 2021 hækkaði það um 2,1 prósent á milli ára og í fyrra hækkaði það um 7,4 prósent á milli ára. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Skattar og tollar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá þar sem vakin er athygli á því að fasteignamat fyrir árið 2023 sé komið út. Hægt er að fletta upp fasteignamati fyrir tiltekna fasteign á vef Þjóðskrár hér. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna. Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 23,6 prósent á milli ára og verður alls 9.126 milljarðar króna, þar af hækkar sérbýli um 25,4 prósent á meðan fjölbýli hækkar um 21,6 prósent. Hækkar mest í Hveragerði, minnst í Dalvíkurbyggð Heildarfasteignmat í Hveragerði hækkar mest á milli ára.Vísir/Vilhelm Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 20,2 prósent en um 19,2 prósent á landsbyggðinni. Þar af er mest hækkun á Suðurlandi eða 22,4 prósent, um 19,3 prósent á Vestfjörðum, 18,8 prósent á Suðurnesjum og Norðurlandi-eystra, 18,1 prósent á Vesturlandi, 15,2 prósent á Norðurlandi-vestra og um 14,9 prósent á Austurlandi. Hvað er fasteignamat og hvaða tilgangi þjónar það? Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði. Tekur hið nýja fasteignamat gildi þann 31. desember næstkomandi. Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamatið er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts. Af einstaka sveitarfélögum hækkar heildarfasteignamat mest í Hveragerðisbæ eða um 32,3%, hækkun nemur 32,1% í Sveitarfélaginu Árborg og um 29,3% í Skorradalshreppi. Minnsta hækkun er í Dalvíkurbyggð eða um 8,1% og 9,3% í Dalabyggð og Skútustaðahreppi. Sem fyrr segir er hækkunin umtalsvert meiri nú en fyrri ár. Árið 2020 hækkaði fasteignamat um 6,1 prósent á milli ára. Árið 2021 hækkaði það um 2,1 prósent á milli ára og í fyrra hækkaði það um 7,4 prósent á milli ára.
Hvað er fasteignamat og hvaða tilgangi þjónar það? Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði. Tekur hið nýja fasteignamat gildi þann 31. desember næstkomandi. Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamatið er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Skattar og tollar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira