Fleiri fréttir Fluttur á Landspítala eftir vélsleðaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag kölluð út að sækja mann sem hafði slasast á vélsleða á Geldingafelli við Langjökul. Ekki er vitað um alvarleika slyssins. 4.6.2022 15:59 Illindi milli fyrrum þingmanna Pírata: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt“ Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, birti færslu á Facebook í dag þar sem hann ásakar Helga Hrafn Gunnarsson, annan fyrrverandi þingmann Pírata, um að hafa bannað honum að bjóða sig fram í prófkjöri Pírata fyrir þarsíðustu þingkosningar. 4.6.2022 15:50 Vinna ríkisstjórnarinnar ótrúverðug ef frumvarp Jóns nær fram að ganga Þingmaður Pírata segir að ríkisstjórnin geti ekki sett á fót ráðherranefnd sem endurskoða eigi útlendingamál á sama tíma og samþykkja eigi útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Forsætisráðherra segir að með nefndinni sé verið að setja útlendingamál í forgang. 4.6.2022 12:59 Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða. 4.6.2022 12:29 Álag vegna fjarkennslu skuli greitt á hættustundu Félagsdómur felldi á þriðjudag dóm í tvíþættu máli Félags grunnskólakennara gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fallist var á kröfu félagsins um 50 prósent fjarkennsluálag en kröfu um yfirvinnugreiðslu vegna tilfærslu á vinnutíma kennara innan sömu vinnuviku, á tímum hæsta neyðarstigs almannavarna, var hafnað. 4.6.2022 12:26 Sólríkt víðast hvar á landinu í dag Fínasta veður er í kortunum í dag og sólríkt víða á landinu. Vestan og norðvestan 3-8 í dag og léttir víða til, en 5-10 og lítilsháttar væta á Norðausturlandi fyrir hádegi. Hiti frá 6 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig á Suðausturlandi. 4.6.2022 08:00 Til vandræða hjá Landspítala og handtekinn með fíkniefni Ungur maður var handtekinn við Landspítalann í Fossvogi í nótt laust upp úr miðnætti þar sem hann var til vandræða og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Við vistun hans í fangageymslu fundust fíkniefni í fórum mannsins. 4.6.2022 07:49 Þrumuský yfir leigjendum Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir leigjendur hafa þungar áhyggjur af stöðunni á leigumarkaði en allt bendir nú til að leiga hækki enn og aftur og nú rösklega. Guðmundur Hrafn segir ekkert borð fyrir báru og verið sé að trappa upp umræðu til að réttlæta slíkar hækkanir. 4.6.2022 07:02 Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. 3.6.2022 22:31 Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3.6.2022 21:07 Jólin á Patreksfirði um helgina á Skjaldborg 2022 Fjöldi fólks er nú komin eða er á leiðinni á Patreksfjörð til að taka þátt í Skjaldborg kvikmyndahátíð, sem fer þar fram um helgina. Lofað er miklu stuði og mikilli stemmingu. 3.6.2022 21:03 Hávaxnar undraverur og baðströnd í miðbænum Fimmtíu tonnum af sandi hefur verið komið fyrir inni í Listasafni Reykjavíkur þar sem tugir sóla sig á manngerðri baðströnd. Hávaxnar undraverur skálmuðu um miðbæinn í dag í tilefni af opnun listahátíðar. 3.6.2022 21:01 Þjófar höfðu á brott mikið magn af bílskoðunarmiðum Þjófar höfðu á brott mikið magn skoðunarmiða af skoðunarstöð á höfuðborgarstæðinu síðdegis í dag. Lögregla segir að sé fólk staðið að því að vera með ranga skoðunarmiða á skráningarmerkjum ökutækja sinna fái þeir kæru vegna brota á hegningarlögum í verðlaun. 3.6.2022 20:25 Enginn ófriður á stjórnarheimilinu þótt ráðherrar takist á Forsætisráðherra þvertekur fyrir að ófriður sé á stjórnarheimilinu þrátt fyrir ágreining tveggja ráðherra sinna. Formaður Framsóknarflokksins stendur með sínum ráðherra en vill ekki að rifist sé í gegn um fjölmiðla. 3.6.2022 20:16 Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3.6.2022 20:10 Þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi en enginn alvarlega slasaður Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekku rétt upp úr klukkan sex. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 3.6.2022 18:58 Anton Máni kjörinn formaður SÍK Anton Máni Svansson frá Join Motion Pictures var í gær kjörinn formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, á aðalfundi félagsins. Hilmar Sigurðsson frá Sagafilm var kjörinn gjaldkeri og Inga Lind Karlsdóttir frá Skot Produtions meðstjórnandi. 3.6.2022 18:27 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forsætisráðherra þvertekur fyrir að ófriður sé á stjórnarheimilinu þrátt fyrir ágreining tveggja ráðherra sinna. Formaður Framsóknarflokksins stendur með sínum ráðherra en vill ekki að rifist sé í gegn um fjölmiðla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 3.6.2022 18:01 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja skerðir þjónustu í sumar vegna manneklu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mun í sumar skerða ýmsa þjónustu vegna manneklu og sumarleyfa. Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að öllum bráðaerindum verði sinnt en öðrum erindum kunni að vera forgangsraðað í þágu öryggis skjólstæðinga stofnunarinnar. 3.6.2022 17:43 Jordan Peterson á leið til landsins og treður upp í Háskólabíó Samningar hafa tekist við Jordan Peterson, hinn umdeilda kanadíska sálfræðing og verður hann með fyrirlestur í Háskólabíó 25. júní næstkomandi. 3.6.2022 17:21 Fjóla er nýr bæjarstjóri í Árborg Fjóla Kristinsdóttir er nýr bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar en hún verður fyrstu tvö ár kjörtímabilsins bæjarstjóri, eða þegar Bragi Bjarnason tekur við og klárar kjörtímabilið. Bragi var í fyrsta sæti á D-listanum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí og Fjóla í öðru sæti. Bragi verður formaður bæjarráðs fyrstu tvö árin og svo tekur Fjóla við tvö síðustu árin. 3.6.2022 16:45 Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar. 3.6.2022 16:31 Samtök iðnaðarins kæra auglýsingar Nova Samtök iðnaðarins (SI) hafa kært auglýsingastofuna Brandenburg til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) vegna auglýsinga Nova þar sem uppspunnið Stéttarfélag innbrotsþjófa kemur við sögu. Telja SI að auglýsingastofan hafi með þeim brotið fjölmargar siðareglur SÍA. 3.6.2022 15:45 Viðskiptavinir Íslandsbanka njóta hækkunar ekki fyrr en á næsta ári Íslandsbanki mun ekki líta til hækkunar fasteignamats fyrr en nýtt mat tekur opinberlega gildi um áramótin. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir hafa þegar byrjað að taka mið af nýju og hækkuðu fasteignamati. 3.6.2022 15:15 Kæru Miðflokksins vegna meints ágalla á kjörseðlum hafnað Úrskurðarnefnd kosningamála hafnaði kröfu Miðflokksins í Garðabæ um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna þar vegna ágalla sem flokkurinn taldi á kjörseðlum. Frágangur kjörseðla hafi verið innan svigrúms sem yfirkjörstjórnir hafa um útlit þeirra. 3.6.2022 14:27 Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu Kópavogsbær var í dag sýknaður af öllum kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar, í Landsrétti en þeir kröfðust 75 milljarða króna úr hendi bæjarins. 3.6.2022 14:05 Hrafn gæðir sér á þresti fyrir framan Seðlabankann Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri náði einstöku myndskeiði þar sem hrafn nokkur er að háma í sig þröst fyrir utan Seðlabankann. 3.6.2022 13:59 Gagnrýnir ákvörðun flokkssystur um „enn eina nefndina“ Varaþingkona VG gagnrýnir sjávarútvegsráðherra og flokkssystur fyrir að setja á laggirnar enn eina nefndina um endurskoðun kvótakerfisins. Það sé brýnt að taka til hendinni strax og byggja á þeim gögnum sem nú þegar liggja fyrir. 3.6.2022 13:52 Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3.6.2022 13:20 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður stríðið í Úkraínu til umfjöllunar en í dag eru liðnir hundrað dagar síðan Rússar réðust inn í landið. 3.6.2022 11:34 Gamli Herjólfur kominn með framhaldslíf í Færeyjum Gamli Herjólfur, eða Herjólfur III er kominn til Færeyjar, þar sem ferjan verður aðallega nýtt sem vöruflutningaskip. 3.6.2022 11:27 Steingrímur J. leiðir „spretthóp“ Svandísar Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna „spretthóp“ sem skila skal ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, mun leiða vinnu hópsins. 3.6.2022 11:16 Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað 3.6.2022 11:10 Fær bætur fyrir að hafa verið skikkuð í sóttvarnarhús Kona sem skikkuð var í sóttkví í sóttvarnarhúsi við komuna til landsins á rétt á sextíu þúsund króna miskabótum vegna þess. Konan hafði ætlað sér að fara í sóttkví á heimili sínu við komuna til landsins. 3.6.2022 09:24 Maður með hamar réðst á konu í Kópavogi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út upp úr miðnætti þegar tilkynnt var um að maður með hamar í hönd var sagður hafa ráðist að konu og kastað hamrinum í bíl hennar í Kópavogi. 3.6.2022 07:25 Betra fyrir andlega heilsu að borða nóg en að borða hollt Næringarfræðingur segir nýja rannsókn, sem Heilbrigðisvísindastofnun HÍ hefur tekið þátt í, benda til þess að heilbrigt mataræði geti hjálpað til við að draga úr þunglyndiseinkennum og þannig stuðlað að bættri geðheilsu. Meira máli skiptir þó að fólk borði nóg en að það borði hollt. 2.6.2022 23:02 Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2.6.2022 22:00 Fylgi VG ekki verið minna síðan 2013 Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ekki verið minna síðan fyrir alþingiskosningarnar árið 2013. Ný könnun Þjóðarpúls Gallup sýnir að stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka. 2.6.2022 21:46 Fjölmiðlanefnd úrskurðar Mannlífi í vil í deilu við Róbert Wessman Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, hafi verið heimilt að synja beiðni Róberts Wessman um andsvör vegna umfjöllunar á vef Mannlífs í maí á þessu ári. 2.6.2022 20:59 Almar Guðmundsson nýr bæjarstjóri Garðabæjar Almar Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr bæjarstjóri Garðabæjar. Hann tekur við starfinu af Gunnari Einarssyni sem lætur af störfum eftir sautján ár sem bæjarstjóri. 2.6.2022 20:07 Ellefu nýjar verslanir og veitingastaðir opnaðir eftir nokkrar vikur Her iðnaðarmanna leggur þessa dagana lokahönd á nýtt torg í miðborginni. Þar taka ellefu nýir veitingastaðir og verslanir til starfa eftir um fimm vikur. 2.6.2022 19:21 Erna Kristín tekur við sem ráðuneytisstjóri mennta- og barnamálaráðuneytis Erna Kristín Blöndal, skrifstofustjóri, hefur verið skipuð í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og barnamálaráðuneytisins og tók við starfinu í dag. Hún tekur við af Páli Magnússyni, sem fer til starfa hjá fastanefnd Íslands í Genf og mun þar vinna á sviði málefna barna. 2.6.2022 18:44 Heppilegra að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignaverðs og skattlagningar Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir engin rök fyrir hækkun fasteignaskatta. Fjármálaráðherra telur núverandi fyrirkomulag innheimtu fasteignagjalda meingallað. 2.6.2022 18:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verð á bensíni hefur aldrei verið hærra og er fyrirséð að það hækki enn meira á næstu vikum. Bensínfyrirtæki eiga erfitt með að skýra gríðarlegan verðmun milli eigin stöðva, jafnvel stöðva sem liggja hlið við hlið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við formann Félags íslenskra bifreiðaeigenda í beinni útsendingu. 2.6.2022 17:57 Lögregla greip innbrotsþjófa glóðvolga Lögreglan á höfuborgarsvæðinu greip í morgunsárið tvo innbrotsþjófa glóðvolga og þeim stungið samstundis í steininn á meðan unnið var að rannsókn málsins. Þjófarnir höfðu komist inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík með því að klifra upp vinnupalla við húsið. 2.6.2022 17:45 Sjá næstu 50 fréttir
Fluttur á Landspítala eftir vélsleðaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag kölluð út að sækja mann sem hafði slasast á vélsleða á Geldingafelli við Langjökul. Ekki er vitað um alvarleika slyssins. 4.6.2022 15:59
Illindi milli fyrrum þingmanna Pírata: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt“ Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, birti færslu á Facebook í dag þar sem hann ásakar Helga Hrafn Gunnarsson, annan fyrrverandi þingmann Pírata, um að hafa bannað honum að bjóða sig fram í prófkjöri Pírata fyrir þarsíðustu þingkosningar. 4.6.2022 15:50
Vinna ríkisstjórnarinnar ótrúverðug ef frumvarp Jóns nær fram að ganga Þingmaður Pírata segir að ríkisstjórnin geti ekki sett á fót ráðherranefnd sem endurskoða eigi útlendingamál á sama tíma og samþykkja eigi útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Forsætisráðherra segir að með nefndinni sé verið að setja útlendingamál í forgang. 4.6.2022 12:59
Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða. 4.6.2022 12:29
Álag vegna fjarkennslu skuli greitt á hættustundu Félagsdómur felldi á þriðjudag dóm í tvíþættu máli Félags grunnskólakennara gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fallist var á kröfu félagsins um 50 prósent fjarkennsluálag en kröfu um yfirvinnugreiðslu vegna tilfærslu á vinnutíma kennara innan sömu vinnuviku, á tímum hæsta neyðarstigs almannavarna, var hafnað. 4.6.2022 12:26
Sólríkt víðast hvar á landinu í dag Fínasta veður er í kortunum í dag og sólríkt víða á landinu. Vestan og norðvestan 3-8 í dag og léttir víða til, en 5-10 og lítilsháttar væta á Norðausturlandi fyrir hádegi. Hiti frá 6 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig á Suðausturlandi. 4.6.2022 08:00
Til vandræða hjá Landspítala og handtekinn með fíkniefni Ungur maður var handtekinn við Landspítalann í Fossvogi í nótt laust upp úr miðnætti þar sem hann var til vandræða og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Við vistun hans í fangageymslu fundust fíkniefni í fórum mannsins. 4.6.2022 07:49
Þrumuský yfir leigjendum Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir leigjendur hafa þungar áhyggjur af stöðunni á leigumarkaði en allt bendir nú til að leiga hækki enn og aftur og nú rösklega. Guðmundur Hrafn segir ekkert borð fyrir báru og verið sé að trappa upp umræðu til að réttlæta slíkar hækkanir. 4.6.2022 07:02
Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. 3.6.2022 22:31
Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3.6.2022 21:07
Jólin á Patreksfirði um helgina á Skjaldborg 2022 Fjöldi fólks er nú komin eða er á leiðinni á Patreksfjörð til að taka þátt í Skjaldborg kvikmyndahátíð, sem fer þar fram um helgina. Lofað er miklu stuði og mikilli stemmingu. 3.6.2022 21:03
Hávaxnar undraverur og baðströnd í miðbænum Fimmtíu tonnum af sandi hefur verið komið fyrir inni í Listasafni Reykjavíkur þar sem tugir sóla sig á manngerðri baðströnd. Hávaxnar undraverur skálmuðu um miðbæinn í dag í tilefni af opnun listahátíðar. 3.6.2022 21:01
Þjófar höfðu á brott mikið magn af bílskoðunarmiðum Þjófar höfðu á brott mikið magn skoðunarmiða af skoðunarstöð á höfuðborgarstæðinu síðdegis í dag. Lögregla segir að sé fólk staðið að því að vera með ranga skoðunarmiða á skráningarmerkjum ökutækja sinna fái þeir kæru vegna brota á hegningarlögum í verðlaun. 3.6.2022 20:25
Enginn ófriður á stjórnarheimilinu þótt ráðherrar takist á Forsætisráðherra þvertekur fyrir að ófriður sé á stjórnarheimilinu þrátt fyrir ágreining tveggja ráðherra sinna. Formaður Framsóknarflokksins stendur með sínum ráðherra en vill ekki að rifist sé í gegn um fjölmiðla. 3.6.2022 20:16
Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3.6.2022 20:10
Þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi en enginn alvarlega slasaður Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekku rétt upp úr klukkan sex. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 3.6.2022 18:58
Anton Máni kjörinn formaður SÍK Anton Máni Svansson frá Join Motion Pictures var í gær kjörinn formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, á aðalfundi félagsins. Hilmar Sigurðsson frá Sagafilm var kjörinn gjaldkeri og Inga Lind Karlsdóttir frá Skot Produtions meðstjórnandi. 3.6.2022 18:27
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forsætisráðherra þvertekur fyrir að ófriður sé á stjórnarheimilinu þrátt fyrir ágreining tveggja ráðherra sinna. Formaður Framsóknarflokksins stendur með sínum ráðherra en vill ekki að rifist sé í gegn um fjölmiðla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 3.6.2022 18:01
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja skerðir þjónustu í sumar vegna manneklu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mun í sumar skerða ýmsa þjónustu vegna manneklu og sumarleyfa. Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að öllum bráðaerindum verði sinnt en öðrum erindum kunni að vera forgangsraðað í þágu öryggis skjólstæðinga stofnunarinnar. 3.6.2022 17:43
Jordan Peterson á leið til landsins og treður upp í Háskólabíó Samningar hafa tekist við Jordan Peterson, hinn umdeilda kanadíska sálfræðing og verður hann með fyrirlestur í Háskólabíó 25. júní næstkomandi. 3.6.2022 17:21
Fjóla er nýr bæjarstjóri í Árborg Fjóla Kristinsdóttir er nýr bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar en hún verður fyrstu tvö ár kjörtímabilsins bæjarstjóri, eða þegar Bragi Bjarnason tekur við og klárar kjörtímabilið. Bragi var í fyrsta sæti á D-listanum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí og Fjóla í öðru sæti. Bragi verður formaður bæjarráðs fyrstu tvö árin og svo tekur Fjóla við tvö síðustu árin. 3.6.2022 16:45
Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar. 3.6.2022 16:31
Samtök iðnaðarins kæra auglýsingar Nova Samtök iðnaðarins (SI) hafa kært auglýsingastofuna Brandenburg til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) vegna auglýsinga Nova þar sem uppspunnið Stéttarfélag innbrotsþjófa kemur við sögu. Telja SI að auglýsingastofan hafi með þeim brotið fjölmargar siðareglur SÍA. 3.6.2022 15:45
Viðskiptavinir Íslandsbanka njóta hækkunar ekki fyrr en á næsta ári Íslandsbanki mun ekki líta til hækkunar fasteignamats fyrr en nýtt mat tekur opinberlega gildi um áramótin. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir hafa þegar byrjað að taka mið af nýju og hækkuðu fasteignamati. 3.6.2022 15:15
Kæru Miðflokksins vegna meints ágalla á kjörseðlum hafnað Úrskurðarnefnd kosningamála hafnaði kröfu Miðflokksins í Garðabæ um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna þar vegna ágalla sem flokkurinn taldi á kjörseðlum. Frágangur kjörseðla hafi verið innan svigrúms sem yfirkjörstjórnir hafa um útlit þeirra. 3.6.2022 14:27
Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu Kópavogsbær var í dag sýknaður af öllum kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar, í Landsrétti en þeir kröfðust 75 milljarða króna úr hendi bæjarins. 3.6.2022 14:05
Hrafn gæðir sér á þresti fyrir framan Seðlabankann Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri náði einstöku myndskeiði þar sem hrafn nokkur er að háma í sig þröst fyrir utan Seðlabankann. 3.6.2022 13:59
Gagnrýnir ákvörðun flokkssystur um „enn eina nefndina“ Varaþingkona VG gagnrýnir sjávarútvegsráðherra og flokkssystur fyrir að setja á laggirnar enn eina nefndina um endurskoðun kvótakerfisins. Það sé brýnt að taka til hendinni strax og byggja á þeim gögnum sem nú þegar liggja fyrir. 3.6.2022 13:52
Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3.6.2022 13:20
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður stríðið í Úkraínu til umfjöllunar en í dag eru liðnir hundrað dagar síðan Rússar réðust inn í landið. 3.6.2022 11:34
Gamli Herjólfur kominn með framhaldslíf í Færeyjum Gamli Herjólfur, eða Herjólfur III er kominn til Færeyjar, þar sem ferjan verður aðallega nýtt sem vöruflutningaskip. 3.6.2022 11:27
Steingrímur J. leiðir „spretthóp“ Svandísar Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna „spretthóp“ sem skila skal ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, mun leiða vinnu hópsins. 3.6.2022 11:16
Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað 3.6.2022 11:10
Fær bætur fyrir að hafa verið skikkuð í sóttvarnarhús Kona sem skikkuð var í sóttkví í sóttvarnarhúsi við komuna til landsins á rétt á sextíu þúsund króna miskabótum vegna þess. Konan hafði ætlað sér að fara í sóttkví á heimili sínu við komuna til landsins. 3.6.2022 09:24
Maður með hamar réðst á konu í Kópavogi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út upp úr miðnætti þegar tilkynnt var um að maður með hamar í hönd var sagður hafa ráðist að konu og kastað hamrinum í bíl hennar í Kópavogi. 3.6.2022 07:25
Betra fyrir andlega heilsu að borða nóg en að borða hollt Næringarfræðingur segir nýja rannsókn, sem Heilbrigðisvísindastofnun HÍ hefur tekið þátt í, benda til þess að heilbrigt mataræði geti hjálpað til við að draga úr þunglyndiseinkennum og þannig stuðlað að bættri geðheilsu. Meira máli skiptir þó að fólk borði nóg en að það borði hollt. 2.6.2022 23:02
Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2.6.2022 22:00
Fylgi VG ekki verið minna síðan 2013 Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ekki verið minna síðan fyrir alþingiskosningarnar árið 2013. Ný könnun Þjóðarpúls Gallup sýnir að stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka. 2.6.2022 21:46
Fjölmiðlanefnd úrskurðar Mannlífi í vil í deilu við Róbert Wessman Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, hafi verið heimilt að synja beiðni Róberts Wessman um andsvör vegna umfjöllunar á vef Mannlífs í maí á þessu ári. 2.6.2022 20:59
Almar Guðmundsson nýr bæjarstjóri Garðabæjar Almar Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr bæjarstjóri Garðabæjar. Hann tekur við starfinu af Gunnari Einarssyni sem lætur af störfum eftir sautján ár sem bæjarstjóri. 2.6.2022 20:07
Ellefu nýjar verslanir og veitingastaðir opnaðir eftir nokkrar vikur Her iðnaðarmanna leggur þessa dagana lokahönd á nýtt torg í miðborginni. Þar taka ellefu nýir veitingastaðir og verslanir til starfa eftir um fimm vikur. 2.6.2022 19:21
Erna Kristín tekur við sem ráðuneytisstjóri mennta- og barnamálaráðuneytis Erna Kristín Blöndal, skrifstofustjóri, hefur verið skipuð í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og barnamálaráðuneytisins og tók við starfinu í dag. Hún tekur við af Páli Magnússyni, sem fer til starfa hjá fastanefnd Íslands í Genf og mun þar vinna á sviði málefna barna. 2.6.2022 18:44
Heppilegra að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignaverðs og skattlagningar Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir engin rök fyrir hækkun fasteignaskatta. Fjármálaráðherra telur núverandi fyrirkomulag innheimtu fasteignagjalda meingallað. 2.6.2022 18:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verð á bensíni hefur aldrei verið hærra og er fyrirséð að það hækki enn meira á næstu vikum. Bensínfyrirtæki eiga erfitt með að skýra gríðarlegan verðmun milli eigin stöðva, jafnvel stöðva sem liggja hlið við hlið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við formann Félags íslenskra bifreiðaeigenda í beinni útsendingu. 2.6.2022 17:57
Lögregla greip innbrotsþjófa glóðvolga Lögreglan á höfuborgarsvæðinu greip í morgunsárið tvo innbrotsþjófa glóðvolga og þeim stungið samstundis í steininn á meðan unnið var að rannsókn málsins. Þjófarnir höfðu komist inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík með því að klifra upp vinnupalla við húsið. 2.6.2022 17:45