Fleiri fréttir Telja kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra leggst alfarið gegn frumvarpi innviðaráðherra um leigubílakstur, sem ætlað er að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Formaður félagsins segir að beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra. 7.6.2022 12:00 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7.6.2022 11:49 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Dag B. Eggertsson borgarstjóra en tilkynnt var um nýjan meirihluta í Reykjavík í gær. 7.6.2022 11:37 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7.6.2022 11:03 Frítt í sund og strætó fyrir börn einu fingraför Framsóknar að mati Hildar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að henni virðist einu fingraför Framsóknarflokksins á málefnasamningi nýja meirihlutans í borginni vera að frítt verði í sund og strætó fyrir börn. Hún kvartar yfir leiðindapólitík sem hafi verið stunduð þegar flokkar voru að máta sig í meirihlutaviðræðum. 7.6.2022 09:44 „Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. 7.6.2022 07:01 Fjórir flokkar sem hafi þurft að mætast einhvers staðar Oddviti Viðreisnar segir það fyrsta verk á dagskrá nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík að setja aukinn kraft í húsnæðisuppbyggingu sem verði stórt áherslumál á næsta kjörtímabili. 6.6.2022 23:46 Hyggjast klára brúargólfið í Þorskafirði fyrir veturinn Smíði Þorskafjarðarbrúar, sem styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra, er komin vel á veg og er stefnt að því að brúargólfið verði tilbúið í haust. Verktakinn hefur leigt Bjarkalund undir vinnubúðir og verður hótelið lokað ferðamönnum næstu tvö árin. 6.6.2022 22:26 Borgarstjóri ráði ekki öllu Oddviti Pírata segir að hún hafi lagt meiri áherslu á að tryggja góðan framgang helstu baráttumála flokksins en að hreppa borgarstjórastólinn. Það markmið hafi náðst og hún sé ánægð með að Píratar fái nú tækifæri til að færa græn málefni á næsta stig. 6.6.2022 22:01 Eftirmynd af auga Lindu Pé komið upp á vegg Efturlíking af auga Lindu Pétursdóttur, alheimsfegurðardrottingu er nú komið upp á vegg á safni í Flóanum en það var rennt og skorið út í tré. Listamaðurinn er mjög stoltur af auganu, svo ekki sé minnst á gesti safnsins, sem dást af verkinu og auga Lindu Pé. 6.6.2022 20:31 Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. 6.6.2022 19:32 Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6.6.2022 19:21 Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6.6.2022 18:15 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um nýjan meirihluta í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Einar Þorsteinsson tekur við embættinu eftir átján mánuði, fyrstur Framsóknarmanna. 6.6.2022 18:00 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6.6.2022 15:10 Segja að Einar og Dagur skiptist á að vera borgarstjóri Einar Þorsteinsson og Dagur B. Eggertsson eru sagðir ætla að skipta með sér borgarstjórastólnum á kjörtímabilinu og nýr meirihluti ætla að kynna sérstakt húsnæðisátak í borginni. 6.6.2022 14:22 Nýr borgarstjórnarmeirihluti kynntur Hulunni verður svipt af meirihlutasamstarfi og málefnasamningi Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á blaðamannafundi klukkan 15:00 í dag. Vísir fylgist með fundinum í beinni útsendingu og textalýsingu. 6.6.2022 13:54 Bjór seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögunni í kvöld Bjór verður í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland mætir Albaníu. Markaðsstjóri KSÍ býst við mikilli stemningu í stúkunni og vonast til að sólin og bjórsalan verði til þess að fólk mæti fyrr í laugardalinn. 6.6.2022 12:59 Hádegisfréttir Bylgjunnar Nýr borgarstjórnarmeirihluti verður kynntur klukkan þrjú í dag þegar oddvitar Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar kynna meirihlutasáttmála. Vinnu við myndun meirihlutans lauk í gær, en oddviti Viðreisnar segir viðræður um embættaskiptingu hafa verið nokkuð púsl. 6.6.2022 11:38 Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6.6.2022 11:34 Kynna nýjan meirihluta í Elliðaárdal í dag Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík hafa boðað til blaðamannafundar til að kynna nýjan meirihluta við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal í dag. 6.6.2022 09:40 Rotaðist við líkamsárás í Mosfellsbæ Þolandi líkamsárásar sem tilkynnt var um í Mosfellsbæ sagðist hafa rotast við atlöguna. Hann sat eftir á vettvangi með skurð á höfði þegar lögreglu bar að garði. 6.6.2022 07:25 Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5.6.2022 23:34 Dagur kynnir málefnasamninginn fyrir Samfylkingarliðum annað kvöld Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík mun kynna málefnasamning nýs meirihluta fyrir flokksmönnum sínum í borginni annað kvöld. Fundarboð barst félagsmönnum á níunda tímanum í kvöld. 5.6.2022 21:09 Árni Gils er látinn Árni Gils Hjaltason er látinn, tuttugu og níu ára að aldri, en hann var fæddur 3. október 1992. 5.6.2022 20:53 Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Landspítalann í Fossvogi Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi á níunda tímanum í kvöld eftir að tveggja bíla árekstur varð við gatnamót Bústaðavegar og Háaleitisbrautar. 5.6.2022 20:47 Neituðu að borga og réðust á starfsfólk veitingastaðar Lögreglu barst tilkynning um tvo einstaklinga sem voru að ráðast á starfsfólk veitingastaðar í Kópavogi en fólkið neitaði að borga fyrir veitingarnar. Fólkið var flúið á brott í bíl sínum þegar lögreglu bar að garði, sem lögregla fann svo stuttu síðar yfirgefinn. 5.6.2022 20:39 Kalli 104 ára á Ísafirði stefnir á að verða 106 ára Karl Sigurðsson á Ísafirði er búin að setja sér það markmið að verða 106 ára en hann er elsti íslenski karlmaður landsins, 104 ára. Hann þakkar vatninu á Vestfjörðum hvað hann er ern og hress. 5.6.2022 20:16 Hljóp 168 kílómetra á 31 klukkustund: „Ég veit að ég get farið miklu lengra“ Davíð Rúnar Bjarnason var eini keppandinn sem lauk 163 kílómetra hlaupi í Hengill Ultra hlaupinu sem fram fór í Hveragerði um helgina. Davíð hljóp í þrjátíu og eina klukkustund og sautján mínútur. Þrátt fyrir átök helgarinnar líður honum vel í líkamanum í dag og segir að það hafi verið draumi líkast að hlaupa í mark. 5.6.2022 20:04 Hótel taki herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts Húsnæðisvandi hefur hamlandi áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi, sem er nú að rétta sig af eftir faraldurinn. Erlendu starfsfólki hefur fjölgað í greininni og það aukið eftirspurn eftir húsnæði. Talsmaður greinarinnar kallar eftir því að stjórnvöld láti verkin tala. 5.6.2022 18:38 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fjöllum við um morðrannsókn. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið nágranna sínum að bana í gær. Lögregla hafði fyrr um daginn verið kölluð til vegna hegðunar mannsins en ekki fjarlægt hann. Við ræðum við lögreglu í fréttatímanum. 5.6.2022 18:07 Fáránlegt að fara gegn sjötíu ára baráttu verkalýðshreyfingarinnar Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sigmar Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Atvinnufjelaginu, tókust hart á um launamál í Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í dag. Sigmar vill horfa til Norðurlandanna, þar sé dagtaxti hærri og í staðinn sé prósentuálag á hann lægra. Flosi taldi aðferðafræði Sigmars vitlausa þar sem ekki væri hægt að yfirfæra hluta úr heildarkerfum annarra landa yfir til Íslands. 5.6.2022 17:33 Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5.6.2022 16:25 Orðuveitingar frá Póllandi á Selfossi Það var hátíðleg stund í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi fyrir helgi þegar fulltrúar Medalíu Ríkismenntamálanefndar Póllands mættu til að heiðra fjóra starfsmenn með orðum fyrir frábært starf fyrir að sinna nemendum af pólskum uppruna vel og allri þjónustu við þá og forráðamenn þeirra til margra ára. 5.6.2022 16:16 Fyrrverandi nágranni segir manninn hafa þurft sértæk úrræði Skúli Þór Hilmarsson bjó í þrettán ár í sama húsi og maðurinn sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær. Hann segir manninn hafa skapað ógn og mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Lögreglu hafi verið gert viðvart í fjölda skipta en vegna úrræðaleysis hafi ekkert gerst í málinu. 5.6.2022 15:41 Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5.6.2022 13:54 Fólk sem gagnrýndi kerfið á ekki upp á pallborðið Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, gagnrýnir val ráðherra á því fólki sem skipar starfshóp til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Hann segir ávallt byrjað á öfugum enda í aðgerðum sem þessum þar sem hagsmunaaðilar eru kallaðir strax til og vísindalegar aðferðir mega sín lítils. 5.6.2022 13:30 Magnús Hlynur mætti óvænt í Stykkishólm Hvar er Magnús Hlynur? Já, það var spurning gærkvöldsins í fréttum Stöðvar 2, því hann er á hringferð um landið í þeim tilgangi að sækja jákvæðar og skemmtilegar fréttir, sem við fáum að sjá öll laugardagskvöld í júní og júlí í fréttatímum Stöðvar 2 og á Vísi. 5.6.2022 12:15 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, um morðrannsókn. Tengsl voru á milli mannsins sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gærkvöldi, og þess sem lögregla hefur handtekið grunaðan um morðið. Lögreglan vinnur nú að því að ræða við hugsanleg vitni. 5.6.2022 11:46 Tengsl milli þess látna og grunaðs morðingja Tengsl voru á milli mannsins sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gærkvöldi, og þess sem lögregla hefur handtekið grunaðan um morðið. Lögreglan vinnur nú að því að ræða við hugsanleg vitni. 5.6.2022 11:46 Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5.6.2022 08:16 Hlýjast á Austurlandi í dag Von er á ágætis verðri í dag en samkvæmt spá Veðurstofunnar verður hlýjast á Austurlandi. 5.6.2022 07:50 Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5.6.2022 07:34 Segir ekki á dagskrá hjá borginni að fjölga auglýsingaskiltum Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir borgina meðvitaða um gagnrýni á fjölda auglýsingaskilta á borgarlandi og að hún sé skiljanleg. Ekki standi til að fjölga skiltum í borginni. 4.6.2022 22:33 Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. 4.6.2022 21:31 Sjá næstu 50 fréttir
Telja kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra leggst alfarið gegn frumvarpi innviðaráðherra um leigubílakstur, sem ætlað er að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Formaður félagsins segir að beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra. 7.6.2022 12:00
Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7.6.2022 11:49
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Dag B. Eggertsson borgarstjóra en tilkynnt var um nýjan meirihluta í Reykjavík í gær. 7.6.2022 11:37
Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7.6.2022 11:03
Frítt í sund og strætó fyrir börn einu fingraför Framsóknar að mati Hildar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að henni virðist einu fingraför Framsóknarflokksins á málefnasamningi nýja meirihlutans í borginni vera að frítt verði í sund og strætó fyrir börn. Hún kvartar yfir leiðindapólitík sem hafi verið stunduð þegar flokkar voru að máta sig í meirihlutaviðræðum. 7.6.2022 09:44
„Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. 7.6.2022 07:01
Fjórir flokkar sem hafi þurft að mætast einhvers staðar Oddviti Viðreisnar segir það fyrsta verk á dagskrá nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík að setja aukinn kraft í húsnæðisuppbyggingu sem verði stórt áherslumál á næsta kjörtímabili. 6.6.2022 23:46
Hyggjast klára brúargólfið í Þorskafirði fyrir veturinn Smíði Þorskafjarðarbrúar, sem styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra, er komin vel á veg og er stefnt að því að brúargólfið verði tilbúið í haust. Verktakinn hefur leigt Bjarkalund undir vinnubúðir og verður hótelið lokað ferðamönnum næstu tvö árin. 6.6.2022 22:26
Borgarstjóri ráði ekki öllu Oddviti Pírata segir að hún hafi lagt meiri áherslu á að tryggja góðan framgang helstu baráttumála flokksins en að hreppa borgarstjórastólinn. Það markmið hafi náðst og hún sé ánægð með að Píratar fái nú tækifæri til að færa græn málefni á næsta stig. 6.6.2022 22:01
Eftirmynd af auga Lindu Pé komið upp á vegg Efturlíking af auga Lindu Pétursdóttur, alheimsfegurðardrottingu er nú komið upp á vegg á safni í Flóanum en það var rennt og skorið út í tré. Listamaðurinn er mjög stoltur af auganu, svo ekki sé minnst á gesti safnsins, sem dást af verkinu og auga Lindu Pé. 6.6.2022 20:31
Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. 6.6.2022 19:32
Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6.6.2022 19:21
Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6.6.2022 18:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um nýjan meirihluta í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Einar Þorsteinsson tekur við embættinu eftir átján mánuði, fyrstur Framsóknarmanna. 6.6.2022 18:00
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6.6.2022 15:10
Segja að Einar og Dagur skiptist á að vera borgarstjóri Einar Þorsteinsson og Dagur B. Eggertsson eru sagðir ætla að skipta með sér borgarstjórastólnum á kjörtímabilinu og nýr meirihluti ætla að kynna sérstakt húsnæðisátak í borginni. 6.6.2022 14:22
Nýr borgarstjórnarmeirihluti kynntur Hulunni verður svipt af meirihlutasamstarfi og málefnasamningi Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á blaðamannafundi klukkan 15:00 í dag. Vísir fylgist með fundinum í beinni útsendingu og textalýsingu. 6.6.2022 13:54
Bjór seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögunni í kvöld Bjór verður í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland mætir Albaníu. Markaðsstjóri KSÍ býst við mikilli stemningu í stúkunni og vonast til að sólin og bjórsalan verði til þess að fólk mæti fyrr í laugardalinn. 6.6.2022 12:59
Hádegisfréttir Bylgjunnar Nýr borgarstjórnarmeirihluti verður kynntur klukkan þrjú í dag þegar oddvitar Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar kynna meirihlutasáttmála. Vinnu við myndun meirihlutans lauk í gær, en oddviti Viðreisnar segir viðræður um embættaskiptingu hafa verið nokkuð púsl. 6.6.2022 11:38
Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6.6.2022 11:34
Kynna nýjan meirihluta í Elliðaárdal í dag Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík hafa boðað til blaðamannafundar til að kynna nýjan meirihluta við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal í dag. 6.6.2022 09:40
Rotaðist við líkamsárás í Mosfellsbæ Þolandi líkamsárásar sem tilkynnt var um í Mosfellsbæ sagðist hafa rotast við atlöguna. Hann sat eftir á vettvangi með skurð á höfði þegar lögreglu bar að garði. 6.6.2022 07:25
Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5.6.2022 23:34
Dagur kynnir málefnasamninginn fyrir Samfylkingarliðum annað kvöld Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík mun kynna málefnasamning nýs meirihluta fyrir flokksmönnum sínum í borginni annað kvöld. Fundarboð barst félagsmönnum á níunda tímanum í kvöld. 5.6.2022 21:09
Árni Gils er látinn Árni Gils Hjaltason er látinn, tuttugu og níu ára að aldri, en hann var fæddur 3. október 1992. 5.6.2022 20:53
Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Landspítalann í Fossvogi Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi á níunda tímanum í kvöld eftir að tveggja bíla árekstur varð við gatnamót Bústaðavegar og Háaleitisbrautar. 5.6.2022 20:47
Neituðu að borga og réðust á starfsfólk veitingastaðar Lögreglu barst tilkynning um tvo einstaklinga sem voru að ráðast á starfsfólk veitingastaðar í Kópavogi en fólkið neitaði að borga fyrir veitingarnar. Fólkið var flúið á brott í bíl sínum þegar lögreglu bar að garði, sem lögregla fann svo stuttu síðar yfirgefinn. 5.6.2022 20:39
Kalli 104 ára á Ísafirði stefnir á að verða 106 ára Karl Sigurðsson á Ísafirði er búin að setja sér það markmið að verða 106 ára en hann er elsti íslenski karlmaður landsins, 104 ára. Hann þakkar vatninu á Vestfjörðum hvað hann er ern og hress. 5.6.2022 20:16
Hljóp 168 kílómetra á 31 klukkustund: „Ég veit að ég get farið miklu lengra“ Davíð Rúnar Bjarnason var eini keppandinn sem lauk 163 kílómetra hlaupi í Hengill Ultra hlaupinu sem fram fór í Hveragerði um helgina. Davíð hljóp í þrjátíu og eina klukkustund og sautján mínútur. Þrátt fyrir átök helgarinnar líður honum vel í líkamanum í dag og segir að það hafi verið draumi líkast að hlaupa í mark. 5.6.2022 20:04
Hótel taki herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts Húsnæðisvandi hefur hamlandi áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi, sem er nú að rétta sig af eftir faraldurinn. Erlendu starfsfólki hefur fjölgað í greininni og það aukið eftirspurn eftir húsnæði. Talsmaður greinarinnar kallar eftir því að stjórnvöld láti verkin tala. 5.6.2022 18:38
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fjöllum við um morðrannsókn. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið nágranna sínum að bana í gær. Lögregla hafði fyrr um daginn verið kölluð til vegna hegðunar mannsins en ekki fjarlægt hann. Við ræðum við lögreglu í fréttatímanum. 5.6.2022 18:07
Fáránlegt að fara gegn sjötíu ára baráttu verkalýðshreyfingarinnar Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sigmar Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Atvinnufjelaginu, tókust hart á um launamál í Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í dag. Sigmar vill horfa til Norðurlandanna, þar sé dagtaxti hærri og í staðinn sé prósentuálag á hann lægra. Flosi taldi aðferðafræði Sigmars vitlausa þar sem ekki væri hægt að yfirfæra hluta úr heildarkerfum annarra landa yfir til Íslands. 5.6.2022 17:33
Úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær var í dag úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 5.6.2022 16:25
Orðuveitingar frá Póllandi á Selfossi Það var hátíðleg stund í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi fyrir helgi þegar fulltrúar Medalíu Ríkismenntamálanefndar Póllands mættu til að heiðra fjóra starfsmenn með orðum fyrir frábært starf fyrir að sinna nemendum af pólskum uppruna vel og allri þjónustu við þá og forráðamenn þeirra til margra ára. 5.6.2022 16:16
Fyrrverandi nágranni segir manninn hafa þurft sértæk úrræði Skúli Þór Hilmarsson bjó í þrettán ár í sama húsi og maðurinn sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær. Hann segir manninn hafa skapað ógn og mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Lögreglu hafi verið gert viðvart í fjölda skipta en vegna úrræðaleysis hafi ekkert gerst í málinu. 5.6.2022 15:41
Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5.6.2022 13:54
Fólk sem gagnrýndi kerfið á ekki upp á pallborðið Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, gagnrýnir val ráðherra á því fólki sem skipar starfshóp til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Hann segir ávallt byrjað á öfugum enda í aðgerðum sem þessum þar sem hagsmunaaðilar eru kallaðir strax til og vísindalegar aðferðir mega sín lítils. 5.6.2022 13:30
Magnús Hlynur mætti óvænt í Stykkishólm Hvar er Magnús Hlynur? Já, það var spurning gærkvöldsins í fréttum Stöðvar 2, því hann er á hringferð um landið í þeim tilgangi að sækja jákvæðar og skemmtilegar fréttir, sem við fáum að sjá öll laugardagskvöld í júní og júlí í fréttatímum Stöðvar 2 og á Vísi. 5.6.2022 12:15
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, um morðrannsókn. Tengsl voru á milli mannsins sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gærkvöldi, og þess sem lögregla hefur handtekið grunaðan um morðið. Lögreglan vinnur nú að því að ræða við hugsanleg vitni. 5.6.2022 11:46
Tengsl milli þess látna og grunaðs morðingja Tengsl voru á milli mannsins sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gærkvöldi, og þess sem lögregla hefur handtekið grunaðan um morðið. Lögreglan vinnur nú að því að ræða við hugsanleg vitni. 5.6.2022 11:46
Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5.6.2022 08:16
Hlýjast á Austurlandi í dag Von er á ágætis verðri í dag en samkvæmt spá Veðurstofunnar verður hlýjast á Austurlandi. 5.6.2022 07:50
Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5.6.2022 07:34
Segir ekki á dagskrá hjá borginni að fjölga auglýsingaskiltum Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir borgina meðvitaða um gagnrýni á fjölda auglýsingaskilta á borgarlandi og að hún sé skiljanleg. Ekki standi til að fjölga skiltum í borginni. 4.6.2022 22:33
Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. 4.6.2022 21:31