Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því að öll framlög ríkisins á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku í öllum göngum landsins duga ekki til að standa undir 47 milljarða kostnaði við gerð Fjarðarheiðarganga. Eins og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins hefur bent á hefur að legið fyrir lengi að göngin væru ófjármögnuð.

Sparkaði í konu og hundana hennar

Lögreglu barst í dag tilkynning frá konu sem hafði orðið fyrir árás manns en hún segir árásarmanninn hafa sparkað í sig og hundana sína. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg

Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega.

Leigu­vél hleypur í skarðið vegna flug­véla­skorts Icelandair

Flugvélaskortur er hjá Icelandair um þessar mundir og hefur flugfélagið brugðið á það ráð að leigja vélar frá Portúgal til að viðhalda skikkanlegri flugáætlun. Farþegar sem bjuggust við því að fljúga með vélum Icelandair urðu margir hverjir fyrir vonbrigðum með leiguvélarnar en forsvarsmenn vonast nú til að eðlilegt jafnvægi komist á flugflotann.

Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu

Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði.

Gamlir vinir á gamalli dráttarvél á Vestfjörðum

Félgarnir Grétar Gústavsson, meistari í bifvélavirkjun og áhugamaður um búvélar og fornbíla og Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarseturs Íslands eru nú að aka Vestfjarðarhringinn á  Massey Ferguson 35X árgerð '63. Samhliða ferðinni er þeir að safna fyrir forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti. Félagarnir fóru hringinn í kringum landið á dráttarvél 2015 en slepptu þá Vestfjörðunum.

Telur innviðaráðherra draga Austfirðinga á asnaeyrunum

Þingmaður Miðflokksins segir innviðaráðherra á villigötum vegna gjaldtöku í jarðgöngum landsins til að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Ríkisstjórnin þurfi að hugsa málið til enda í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum, að mati þingmannsins.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Björn Zöega, nýjan stjórnarformann Landspítala og forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð. Hann segir að störfum gæti fækkað á Landspítala með hagræðingartillögum nýrrar stjórnar, sem skipuð var í gær. Tími sé kominn á breytingar.

AirTag seldist upp vegna um­fjöllunar Ás­laugar Örnu

AirTag staðsetningartæki frá Apple seldust upp hér á landi í kjölfar þess að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra, sagði frá því að hún hefði verið með slíkt tæki í tösku sem týndist.

Meðal­tekjur 640 þúsund krónur á mánuði

Heildartekjur einstaklinga voru um 7,7 milljónir króna að meðaltali árið 2021. Það gerir um 640 þúsund krónur á mánuði. Miðgildi tekna var lægra, um fimm hundruð þúsund krónur á mánuði.

Ekki á leið í lands­málin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvóta­kerfinu

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum.

Aspar­fræsský áhrifalítil en grasið verður áfram rótsterkt

Hvít asparfræsský svífa nú um loftin en líffræðingur segir það misskilning að hvítir hnoðrarnir séu frjókorn en ekki fræ. Hins vegar standi yfir grasfrjókornatímabil sem nái hámarki kringum næstu mánaðamót. Ofnæmislæknir segir ofnæmislyf, augndropa og nefúða bestu meðölin við frjókornaofnæmi.

Skeiðarárjökull hopaði mest

Skeiðarárjökull hopaði mest íslenskra jökla árið 2021, eða um 400 metra þar sem mest var við austanverðan sporðinn.

Kýldi vagnstjóra í andlitið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 21.30 í gærkvöldi þegar „ósáttur viðskiptavinur“ kýldi vagnstjóra í andlitið. Ekkert fleira stendur um atvikið í dagbók lögreglu en það átti sér stað í póstnúmerinu 109.

Hrafn Jökuls­son með fjórða stigs krabba­mein

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð.

Nóra er fundin og komin heim

Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segjum við frá því að allt önnur og lægri viðmið eru um tengda aðila í flestum öðrum greinum en gilda varðandi ráðandi hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að færa stórútgerðum fiskveiðiauðlind landsmanna á silfurfati.

Björn Zoëga for­maður nýrrar stjórnar Land­spítala

Heilbrigðisráðherra hefur skipað nýja stjórn Landspítala til tveggja ára en stjórnin er skipuð af fimm einstaklingum í senn. Björn Zoëga, forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð, verður formaður stjórnarinnar.

Vill leyfa heil­brigðis­starfs­fólki að vinna lengur

Heilbrigðisráðuneytið hefur sett áform um breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn í samráðsgátt. Breytingunni er ætlað að mæta mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu með því að heimila heilbrigðisstofnunum að ráða fólk eftir sjötíu ára aldur.

Fór á rúnt með ölvuðum öku­manni og verður af sjö­tíu milljónum króna

Vátryggingarfélag Íslands var á dögunum sýknað af kröfu manns um greiðslu 142 milljóna króna, að frádregnum 38 milljónum króna sem þegar höfðu verið greiddar og 32 milljónum vegna eingreiðsluverðmætis örorkulífeyris, vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð árið 2017. Dómurinn taldi að maðurinn hefði sjálfur borið ábyrgð á líkamstjóni sínu með því að hafa farið á rúnt með ölvuðum ökumanni og þyrfti því að bera tvo þriðju hluta tjóns síns sjálfur.

Tveimur bjargað úr lekum báti

Tveimur mönnum var bjargað úr strandveiðibát á Breiðafirði í morgun. Mikill leki hafði komið að bátnum og dælur hans höfðu ekki undan. Aðeins sex mínútum eftir að neyðarkall barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði mönnunum verið bjargað í næstaddan bát.

Sam­göngu­stofa ekki gerst sek um ein­elti

Samgöngustofa var í gær sýknuð af kröfu Seatrips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, um að ákvörðun stofnunarinnar um að skipið væri skráð sem nýtt skip væri felld úr gildi. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf.

Lind Draumland er nýr skólameistari FAS

Lind Draumland Völundardóttir er nýr skólameistari Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skipaði Lind Draumland Völundardóttur í embættið til fimm ára frá 1. ágúst.

Kolfinna Jóhannesdóttir nýr skólameistari Kvennaskólans

Kolfinna Jóhannesdóttir er nýr skólameistari Kvennaskólans. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra,skipaði Kolfinnu Jóhannesdóttur í embætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík til fimm ára frá 1. ágúst.

Sólveig Guðrún er nýr rektor MR

Sólveig Guðrún Hannesdóttir er nýr rektor Menntaskólans í Reykjavík. Sólveig var skipuð í embætti rektors af Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, til fimm ára frá 1. ágúst.

Karl Frí­manns­son nýr skóla­meistari MA

Karl Frímannsson er nýr skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra skipaði Karl Frímannsson í embætti skólameistara til fimm ára frá 1. ágúst.

Hópárás og árás með glasi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti mörgum útköllum vegna líkamsárása í nótt, meðal annars í Seljahverfi, þar sem hópur manna réðist gegn einum með þeim afleiðingum að hann hlaut minniháttar höfuðáverka.

Sjá næstu 50 fréttir