Fleiri fréttir Skoði gjaldskrána væntanlega á næsta ári Isavia segjast væntanlega muna endurskoða gjaldskrá innanlandsflugvalla þegar þjónustusamningur íslenska ríkisins við Isavia verður endurskoðaður á næsta ári. 27.7.2022 20:39 Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27.7.2022 20:00 Hafa náð að fækka komum á bráðamóttöku talsvert Átakshópi heilbrigðisráðherra hefur tekist ágætlega að fækka komum á bráðadeild Landsspítalans. Miklar breytingar eru fram undan á bráðaþjónustu í landinu að sögn formanns hópsins. 27.7.2022 19:00 Fjársýsla ríkisins kennir kerfum viðskiptabanka um snemmbúnar launagreiðslur Rétt í þessu birtist tilkynning frá Fjársýslu ríkisins þar sem fram kemur að ekki sé um breytta framkvæmd að ræða þegar kemur að greiðslum til starfsmanna. Fjársýslan hafi ekki heimild til þess samkvæmt lögum. 27.7.2022 18:21 Fjölskylda John Snorra greinir frá missinum í pakistönskum miðlum Fjölskylda fjallagarpsins John Snorra sem fórst á fjallinu K2 á seinasta ári er komin til Pakistan til þess að ganga frá jarðneskum leifum hans. Fjölskyldan hefur farið á fund með forseta Pakistan og talað um missinn í pakistönskum fjölmiðlum. 27.7.2022 18:07 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í móður fjögurra ára heyrnarlaus drengs sem hefur kært leikskóla hans vegna þess að hún telur drenginn ekki fá þá þjónustu sem honum beri samkvæmt lögum. Oft komi fyrir að enginn sem skilji táknmál sé á vakt og drengurinn því einangraður í skólanum. 27.7.2022 18:00 Sérsveitin handtók fólk í strætisvagni Sérsveit ríkislögreglustjóra stöðvaði för strætisvagns við Háskóla Íslands í dag. Fólk sem grunað er um líkamsárás var handtekið í vagninum. 27.7.2022 16:48 Farþega Condor-vélarinnar leið eins og íslensk stjórnvöld hafi tekið hann í gíslingu Farþegi um borð í flugvél sem lent var óvænt á Keflavíkurflugvelli á mánudag vegna sprengjuhótunar segist í fyrstu ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni og liðið eins og hann hafi verið tekinn til fanga. 27.7.2022 16:21 Lyfjastofnun kallar inn Theralene vegna misvísandi upplýsinga Lyfjastofnun hefur ákvðeið að innkalla undanþágulyfið Theralene. Er það vegna þess að fyrirmæli lækna um skammtastærðir lyfsin samanborið við sprautu sem fylgir lyfinu geta verið misvísandi. Þessar misvísandi upplýsingar hafi og geti leitt til ofskömmtunar. 27.7.2022 16:17 Björg tekur við af Flosa hjá Starfsgreinasambandinu Björg Bjarnadóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og mun hefja störf 1. október næstkomandi. Alls bárust þrettán umsóknir um stöðu framkvmædastjóra. Björg tekur við starfinu af Flosa Eiríkssyni, sem hefur sinnt starfinu frá árinu 2018. 27.7.2022 15:53 Mjög sérstök framkoma að greiða ekki laun fyrir helgina Formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu segir það mjög sérstaka framkomu af hálfu Fjársýslu ríkisins ef rétt reynist að hún hafi brugðið frá venjunni með því að greiða ekki út laun fyrr en fyrsta virka dag mánaðar. Forstöðumaður mannauðs- og launasviðs Fjársýslu ríkisins segir stofnunina ávallt hafa greitt laun með sama fyrirkomulagi. 27.7.2022 14:24 Ekki meiri uppbygging utan höfuðborgarinnar síðan 2008 Fleiri íbúðir hafa ekki verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins síðan árið 2008. Uppbyggingin er þar af mest á Suðurlandi þar sem meira en 1.100 íbúðir eru nú í byggingu og hafa aldrei verið fleiri. 27.7.2022 14:15 Netþrjótarnir þaulskipulagðir í Landsbanka-svikum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með röð netglæpa til rannsóknar en óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum sett upp skuggavefsíður, sem líkjast meðal annars heimasíðu Landsbankans, sem eru til þess gerðar að ræna peningum af fólki. 27.7.2022 13:40 Bryggja í Reykhólahöfn gaf sig og hrundi í sjóinn Stór hluti bryggju Reykhólahafnar gaf sig og hrundi í sjóinn í morgun. Framkvæmdir stóðu yfir við höfnina en að sögn sveitarstjóra mun Vegagerðin framkvæma bráðabirgðaviðgerð nú upp úr hádegi. Hún segir heppilegt að höfnin hafi hrunið um nótt en vitað var að úrbóta væri þörf. 27.7.2022 13:07 Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27.7.2022 12:18 Búist við áframhaldandi landrisi Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. 27.7.2022 12:00 Druslugangan segir töf á viðbrögðum ekki merki um aðgerðaleysi eða meðvirkni Stjórn skipulagsteymis Druslugöngunnar segir töf á viðbrögðum, vegna umræðu um einn skipuleggjenda á samfélagsmiðlum, ekki merki um aðgerðaleysi eða meðvirkni. Það sé miður að hún hafi verið túlkuð þannig en skipuleggjendur göngunnar séu sjálfboðaliðar og hafi ekki haft tíma til að bregðast fyrr við umræðunni. 27.7.2022 11:58 Mikil óánægja með drög að frumvarpi um einn sýslumann Umsagnir í samráðsgátt um drög dómsmálaráðherra að frumvarpi til laga um sýslumann eru ekki jákvæðar. Til að mynda segir Sýslumannafélag Íslands skorta að málið sé unnið á faglegum forsendum. 27.7.2022 11:53 Allt á floti á Selfossi Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag vegna úrhellis. „Það er allt á floti“ segir eigandi tjaldsvæðis á Selfossi, sem fer einna verst út úr rigningunum í dag. Vegagerðin hefur talsverðar áhyggjur af brú á hringveginum vegna vatnavaxta. 27.7.2022 11:49 Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27.7.2022 11:44 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um vatnsveðrið sem gengur nú yfir en gular viðvaranir eru víða í gildi vegna þess. 27.7.2022 11:39 Greiða milljarða dala vegna ópíóðasölu Teva og Actavis Ísraelski lyfjarisinn Teva hefur komist að sátt utan dómstóla um að greiða 4,25 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 585 milljörðum króna, í sáttagreiðslur fyrir hlut sinn í ópíóðafaraldrinum svo kallaða vestanhafs. 27.7.2022 11:24 Sesselja Lind ráðin hjúkrunardeildarstjóri Sesselja Lind Magnúsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á útskriftardeild aldraðra L2 á Landakoti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala. 27.7.2022 11:03 Kviknaði í vinnubíl við Tjarnargötu Eldur kom upp í vinnubíl við Tjarnargötu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Slökkviliðið er búið að slökkva eldinn en er enn við störf á vettvangi. 27.7.2022 11:00 Ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna stunguárásar við Prikið Mál nítján ára karlmanns verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að hafa stungið mann á þrítugsaldri fyrir framan skemmtistaðinn Prikið í apríl síðastliðnum. 27.7.2022 10:48 Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27.7.2022 10:11 Vara við falskri vefsíðu Landsbankans Landsbankinn varar við svikum sem hafa átt sér stað að undanförnu í nafni bankans. Töluvuþrjótar hafa stofnað vefsíðu, keimlík vefsíðu Landsbankans, þar sem fólk hefur misst háar upphæðir fjár, haldandi að það væri að skrá sig inn á heimabankann sinn. 27.7.2022 10:05 Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. 27.7.2022 07:43 Ódýrara að leggja einkaþotu en bíl Það er ódýrara að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli en bíl í bílakjallara í miðbæ Reykjavíkur. Fimm daga stæði á Reykjavíkurflugvelli kostar 35.485 fyrir einkaþotu. 27.7.2022 07:27 Í erfiðleikum með að greiða upp strandveiðibát vegna ósanngjarns kerfis Smábátasjómaður á Raufarhöfn segir strandveiðikerfið ógna byggðum á Norðaustur- og Austurlandi. Sonur hans keypti bát fyrir tímabilið í sumar en gat lítið sem ekkert veitt og á nú í miklum erfiðleikum með að greiða hann upp. 27.7.2022 07:01 Parhúsin á Fáskrúðsfirði tekin út af heimasíðu leigufélagsins Framkvæmdastýra og stjórnarformaður Bríetar leigufélags segja parhús sem voru til leigu á vegum félagsins hafa verið tekin út af heimasíðu þess og verðlagningin verði skoðuð. Leiga parhúsanna var 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. 26.7.2022 21:01 Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. 26.7.2022 20:46 Litla sveitabúðin hefur slegið í gegn í Svarfaðardal Hjónin á bænum Völlum í Svarfaðardal kalla ekki allt ömmu sína þegar um verslun og viðskipti er að ræða því þau eru með litla sveitabúið á hlaðinu hjá sér þar sem hægt er að fá allskonar sælkeravörur úr ræktun þeirra. Bleikja er líka ræktuð í tjörn á bænum. 26.7.2022 20:03 Staðan í þjóðarbúskapnum farin að minna á fyrri verðbólgutíma Almennur kaupmáttur gæti átt eftir að rýrna um allt að fimm prósent frá ársbyrjun og fram að gerð nýrra kjarasamninga fyrir næstu áramót að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Staðan í efnahagsmálum nú væri farin að minna á stöðuna eins og hún var fyrir gerð þjóðarsáttarsamninganna fyrir rúmlega þrjátíu árum. 26.7.2022 19:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rýrnun kaupmáttar frá ársbyrjun og fram að gerð nýrra kjarasamninga fyrir næstu áramót gæti endað í allt að fimm prósentum. Heimir Már ræðir við hagfræðing hjá Landsbankanum sem skýrir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30. 26.7.2022 18:00 „Ég vil ekki fara í próf til að sanna að ég sé hinsegin“ Samkynhneigð flóttakona frá Venesúela segir íslensk stjórnvöld ekki hafa veitt henni hæli þrátt fyrir að ólöglegt sé að vera hinsegin í heimalandi hennar. Henni sé hætta búin í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar, sem Útlendingastofnun telji að sé ekki til staðar. 26.7.2022 17:59 Hefur engar áhyggjur af hundasjúkdómi sem getur smitast í menn Starfandi sóttvarnalæknir segir að bakterían sem grunur leikur á að hafi greinst í hundi hér á landi í fyrsta skipti smitist mjög ólíklega yfir í menn þó hún geti það vissulega. Hún hefur ekki áhyggjur af stöðunni sem Matvælastofnun hafi þegar náð vel utan um. 26.7.2022 17:26 Vill prófa að breyta klukkunni í Vestmannaeyjum Reglulega hefur komið til umræðu að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund til að færa hana nær sólartíma og samræma betur líkamsklukku Íslendinga. 26.7.2022 16:11 22 ára og rekur einn vinsælasta veitingastaðinn á Ströndum Hún er ekki nema tuttugu og tveggja ára en á og rekur einn vinsælasta veitingastað á Ströndum, Café Riis á Hólmavík. Hér erum við að tala um Guðrúnu Áslu Atladóttur, sem hefur auk þessa lokið BA-gráðu í arkitektúr. 26.7.2022 14:05 Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26.7.2022 14:01 Vill að Svandís fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að þingmenn kjördæmisins fái fund með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna stöðvunar strandveiða til að leita að lausn á málinu. 26.7.2022 14:00 Grunur um nýja bakteríusýkingu í hundum hér á landi Matvælastofnun hefur borist tilkynning um grun og Brucella canis bakteríusýkingu í hundi hér á landi. Sýkingin er súna, sem sagt sjúkdómur sem getur smitast á milli dýra og manna. Þetta er í fyrsta sinn sem grunur um Brucella canis kemur upp hér á landi. 26.7.2022 14:00 Fólk duglegt að kaupa í matinn og kippa með vínflösku hjá Heimkaupum Vefverslunin Heimkaup hóf um síðustu mánaðamót áfengissölu. Forstjóri Heimkaupa segir söluna hafa farið prýðilega vel af stað og fólk sé hóflegt í kaupunum. Það sé helst með matarkaupum sem vínflaska eða kippa af bjór sé látin fylgja með í körfuna. 26.7.2022 13:44 Helga ráðin hjúkrunardeildarstjóri á göngu- og samfélagsdeild á Landakoti Helga Atladóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á göngu- og samfélagsdeild á Landakoti. Á deildinni fer fram greining, meðferð, ráðgjöf, eftirlit og vísindarannsóknir en eldra fólki sem glímir við langvarandi heilsubrest og versnandi færni er vísað á deildina. 26.7.2022 13:35 Sýndarferðalag um gosstöðvarnar heima í stofu Á heimasíðu Áfangastaðastofu Reykjaness er nú hægt að fara í sýndarferðalag um gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Ferðalagið er samansett úr fimm 360 gráðu myndum og eru þær myndir saumaðar úr 25 öðrum ljósmyndum. 26.7.2022 12:42 Sjá næstu 50 fréttir
Skoði gjaldskrána væntanlega á næsta ári Isavia segjast væntanlega muna endurskoða gjaldskrá innanlandsflugvalla þegar þjónustusamningur íslenska ríkisins við Isavia verður endurskoðaður á næsta ári. 27.7.2022 20:39
Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27.7.2022 20:00
Hafa náð að fækka komum á bráðamóttöku talsvert Átakshópi heilbrigðisráðherra hefur tekist ágætlega að fækka komum á bráðadeild Landsspítalans. Miklar breytingar eru fram undan á bráðaþjónustu í landinu að sögn formanns hópsins. 27.7.2022 19:00
Fjársýsla ríkisins kennir kerfum viðskiptabanka um snemmbúnar launagreiðslur Rétt í þessu birtist tilkynning frá Fjársýslu ríkisins þar sem fram kemur að ekki sé um breytta framkvæmd að ræða þegar kemur að greiðslum til starfsmanna. Fjársýslan hafi ekki heimild til þess samkvæmt lögum. 27.7.2022 18:21
Fjölskylda John Snorra greinir frá missinum í pakistönskum miðlum Fjölskylda fjallagarpsins John Snorra sem fórst á fjallinu K2 á seinasta ári er komin til Pakistan til þess að ganga frá jarðneskum leifum hans. Fjölskyldan hefur farið á fund með forseta Pakistan og talað um missinn í pakistönskum fjölmiðlum. 27.7.2022 18:07
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í móður fjögurra ára heyrnarlaus drengs sem hefur kært leikskóla hans vegna þess að hún telur drenginn ekki fá þá þjónustu sem honum beri samkvæmt lögum. Oft komi fyrir að enginn sem skilji táknmál sé á vakt og drengurinn því einangraður í skólanum. 27.7.2022 18:00
Sérsveitin handtók fólk í strætisvagni Sérsveit ríkislögreglustjóra stöðvaði för strætisvagns við Háskóla Íslands í dag. Fólk sem grunað er um líkamsárás var handtekið í vagninum. 27.7.2022 16:48
Farþega Condor-vélarinnar leið eins og íslensk stjórnvöld hafi tekið hann í gíslingu Farþegi um borð í flugvél sem lent var óvænt á Keflavíkurflugvelli á mánudag vegna sprengjuhótunar segist í fyrstu ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni og liðið eins og hann hafi verið tekinn til fanga. 27.7.2022 16:21
Lyfjastofnun kallar inn Theralene vegna misvísandi upplýsinga Lyfjastofnun hefur ákvðeið að innkalla undanþágulyfið Theralene. Er það vegna þess að fyrirmæli lækna um skammtastærðir lyfsin samanborið við sprautu sem fylgir lyfinu geta verið misvísandi. Þessar misvísandi upplýsingar hafi og geti leitt til ofskömmtunar. 27.7.2022 16:17
Björg tekur við af Flosa hjá Starfsgreinasambandinu Björg Bjarnadóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og mun hefja störf 1. október næstkomandi. Alls bárust þrettán umsóknir um stöðu framkvmædastjóra. Björg tekur við starfinu af Flosa Eiríkssyni, sem hefur sinnt starfinu frá árinu 2018. 27.7.2022 15:53
Mjög sérstök framkoma að greiða ekki laun fyrir helgina Formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu segir það mjög sérstaka framkomu af hálfu Fjársýslu ríkisins ef rétt reynist að hún hafi brugðið frá venjunni með því að greiða ekki út laun fyrr en fyrsta virka dag mánaðar. Forstöðumaður mannauðs- og launasviðs Fjársýslu ríkisins segir stofnunina ávallt hafa greitt laun með sama fyrirkomulagi. 27.7.2022 14:24
Ekki meiri uppbygging utan höfuðborgarinnar síðan 2008 Fleiri íbúðir hafa ekki verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins síðan árið 2008. Uppbyggingin er þar af mest á Suðurlandi þar sem meira en 1.100 íbúðir eru nú í byggingu og hafa aldrei verið fleiri. 27.7.2022 14:15
Netþrjótarnir þaulskipulagðir í Landsbanka-svikum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með röð netglæpa til rannsóknar en óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum sett upp skuggavefsíður, sem líkjast meðal annars heimasíðu Landsbankans, sem eru til þess gerðar að ræna peningum af fólki. 27.7.2022 13:40
Bryggja í Reykhólahöfn gaf sig og hrundi í sjóinn Stór hluti bryggju Reykhólahafnar gaf sig og hrundi í sjóinn í morgun. Framkvæmdir stóðu yfir við höfnina en að sögn sveitarstjóra mun Vegagerðin framkvæma bráðabirgðaviðgerð nú upp úr hádegi. Hún segir heppilegt að höfnin hafi hrunið um nótt en vitað var að úrbóta væri þörf. 27.7.2022 13:07
Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27.7.2022 12:18
Búist við áframhaldandi landrisi Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. 27.7.2022 12:00
Druslugangan segir töf á viðbrögðum ekki merki um aðgerðaleysi eða meðvirkni Stjórn skipulagsteymis Druslugöngunnar segir töf á viðbrögðum, vegna umræðu um einn skipuleggjenda á samfélagsmiðlum, ekki merki um aðgerðaleysi eða meðvirkni. Það sé miður að hún hafi verið túlkuð þannig en skipuleggjendur göngunnar séu sjálfboðaliðar og hafi ekki haft tíma til að bregðast fyrr við umræðunni. 27.7.2022 11:58
Mikil óánægja með drög að frumvarpi um einn sýslumann Umsagnir í samráðsgátt um drög dómsmálaráðherra að frumvarpi til laga um sýslumann eru ekki jákvæðar. Til að mynda segir Sýslumannafélag Íslands skorta að málið sé unnið á faglegum forsendum. 27.7.2022 11:53
Allt á floti á Selfossi Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag vegna úrhellis. „Það er allt á floti“ segir eigandi tjaldsvæðis á Selfossi, sem fer einna verst út úr rigningunum í dag. Vegagerðin hefur talsverðar áhyggjur af brú á hringveginum vegna vatnavaxta. 27.7.2022 11:49
Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27.7.2022 11:44
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um vatnsveðrið sem gengur nú yfir en gular viðvaranir eru víða í gildi vegna þess. 27.7.2022 11:39
Greiða milljarða dala vegna ópíóðasölu Teva og Actavis Ísraelski lyfjarisinn Teva hefur komist að sátt utan dómstóla um að greiða 4,25 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 585 milljörðum króna, í sáttagreiðslur fyrir hlut sinn í ópíóðafaraldrinum svo kallaða vestanhafs. 27.7.2022 11:24
Sesselja Lind ráðin hjúkrunardeildarstjóri Sesselja Lind Magnúsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á útskriftardeild aldraðra L2 á Landakoti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala. 27.7.2022 11:03
Kviknaði í vinnubíl við Tjarnargötu Eldur kom upp í vinnubíl við Tjarnargötu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Slökkviliðið er búið að slökkva eldinn en er enn við störf á vettvangi. 27.7.2022 11:00
Ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna stunguárásar við Prikið Mál nítján ára karlmanns verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að hafa stungið mann á þrítugsaldri fyrir framan skemmtistaðinn Prikið í apríl síðastliðnum. 27.7.2022 10:48
Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27.7.2022 10:11
Vara við falskri vefsíðu Landsbankans Landsbankinn varar við svikum sem hafa átt sér stað að undanförnu í nafni bankans. Töluvuþrjótar hafa stofnað vefsíðu, keimlík vefsíðu Landsbankans, þar sem fólk hefur misst háar upphæðir fjár, haldandi að það væri að skrá sig inn á heimabankann sinn. 27.7.2022 10:05
Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. 27.7.2022 07:43
Ódýrara að leggja einkaþotu en bíl Það er ódýrara að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli en bíl í bílakjallara í miðbæ Reykjavíkur. Fimm daga stæði á Reykjavíkurflugvelli kostar 35.485 fyrir einkaþotu. 27.7.2022 07:27
Í erfiðleikum með að greiða upp strandveiðibát vegna ósanngjarns kerfis Smábátasjómaður á Raufarhöfn segir strandveiðikerfið ógna byggðum á Norðaustur- og Austurlandi. Sonur hans keypti bát fyrir tímabilið í sumar en gat lítið sem ekkert veitt og á nú í miklum erfiðleikum með að greiða hann upp. 27.7.2022 07:01
Parhúsin á Fáskrúðsfirði tekin út af heimasíðu leigufélagsins Framkvæmdastýra og stjórnarformaður Bríetar leigufélags segja parhús sem voru til leigu á vegum félagsins hafa verið tekin út af heimasíðu þess og verðlagningin verði skoðuð. Leiga parhúsanna var 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. 26.7.2022 21:01
Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. 26.7.2022 20:46
Litla sveitabúðin hefur slegið í gegn í Svarfaðardal Hjónin á bænum Völlum í Svarfaðardal kalla ekki allt ömmu sína þegar um verslun og viðskipti er að ræða því þau eru með litla sveitabúið á hlaðinu hjá sér þar sem hægt er að fá allskonar sælkeravörur úr ræktun þeirra. Bleikja er líka ræktuð í tjörn á bænum. 26.7.2022 20:03
Staðan í þjóðarbúskapnum farin að minna á fyrri verðbólgutíma Almennur kaupmáttur gæti átt eftir að rýrna um allt að fimm prósent frá ársbyrjun og fram að gerð nýrra kjarasamninga fyrir næstu áramót að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Staðan í efnahagsmálum nú væri farin að minna á stöðuna eins og hún var fyrir gerð þjóðarsáttarsamninganna fyrir rúmlega þrjátíu árum. 26.7.2022 19:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rýrnun kaupmáttar frá ársbyrjun og fram að gerð nýrra kjarasamninga fyrir næstu áramót gæti endað í allt að fimm prósentum. Heimir Már ræðir við hagfræðing hjá Landsbankanum sem skýrir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30. 26.7.2022 18:00
„Ég vil ekki fara í próf til að sanna að ég sé hinsegin“ Samkynhneigð flóttakona frá Venesúela segir íslensk stjórnvöld ekki hafa veitt henni hæli þrátt fyrir að ólöglegt sé að vera hinsegin í heimalandi hennar. Henni sé hætta búin í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar, sem Útlendingastofnun telji að sé ekki til staðar. 26.7.2022 17:59
Hefur engar áhyggjur af hundasjúkdómi sem getur smitast í menn Starfandi sóttvarnalæknir segir að bakterían sem grunur leikur á að hafi greinst í hundi hér á landi í fyrsta skipti smitist mjög ólíklega yfir í menn þó hún geti það vissulega. Hún hefur ekki áhyggjur af stöðunni sem Matvælastofnun hafi þegar náð vel utan um. 26.7.2022 17:26
Vill prófa að breyta klukkunni í Vestmannaeyjum Reglulega hefur komið til umræðu að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund til að færa hana nær sólartíma og samræma betur líkamsklukku Íslendinga. 26.7.2022 16:11
22 ára og rekur einn vinsælasta veitingastaðinn á Ströndum Hún er ekki nema tuttugu og tveggja ára en á og rekur einn vinsælasta veitingastað á Ströndum, Café Riis á Hólmavík. Hér erum við að tala um Guðrúnu Áslu Atladóttur, sem hefur auk þessa lokið BA-gráðu í arkitektúr. 26.7.2022 14:05
Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26.7.2022 14:01
Vill að Svandís fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að þingmenn kjördæmisins fái fund með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna stöðvunar strandveiða til að leita að lausn á málinu. 26.7.2022 14:00
Grunur um nýja bakteríusýkingu í hundum hér á landi Matvælastofnun hefur borist tilkynning um grun og Brucella canis bakteríusýkingu í hundi hér á landi. Sýkingin er súna, sem sagt sjúkdómur sem getur smitast á milli dýra og manna. Þetta er í fyrsta sinn sem grunur um Brucella canis kemur upp hér á landi. 26.7.2022 14:00
Fólk duglegt að kaupa í matinn og kippa með vínflösku hjá Heimkaupum Vefverslunin Heimkaup hóf um síðustu mánaðamót áfengissölu. Forstjóri Heimkaupa segir söluna hafa farið prýðilega vel af stað og fólk sé hóflegt í kaupunum. Það sé helst með matarkaupum sem vínflaska eða kippa af bjór sé látin fylgja með í körfuna. 26.7.2022 13:44
Helga ráðin hjúkrunardeildarstjóri á göngu- og samfélagsdeild á Landakoti Helga Atladóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á göngu- og samfélagsdeild á Landakoti. Á deildinni fer fram greining, meðferð, ráðgjöf, eftirlit og vísindarannsóknir en eldra fólki sem glímir við langvarandi heilsubrest og versnandi færni er vísað á deildina. 26.7.2022 13:35
Sýndarferðalag um gosstöðvarnar heima í stofu Á heimasíðu Áfangastaðastofu Reykjaness er nú hægt að fara í sýndarferðalag um gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Ferðalagið er samansett úr fimm 360 gráðu myndum og eru þær myndir saumaðar úr 25 öðrum ljósmyndum. 26.7.2022 12:42