Fleiri fréttir Læknar harma áhugaleysi stjórnvalda Læknafélag Reykjavíkur harmar áhugaleysi stjórnvalda á sjúkratryggðum íbúum landsins. Síðasti samningur ríkisins og sjálfstætt starfandi lækna var gerður árið 2013 og rann út í lok árs 2018. 1.9.2022 22:17 Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1.9.2022 21:00 Skrifar sögu landhelgismálsins til þess að slaka á Fimmtíu ár eru liðin síðan landhelgin var færð út í fimmtíu mílur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sem er jafnframt sagnfræðingur hefur nú skrifað bók um sögu landhelgismálsins sem spannar árin 1961 til 1971. 1.9.2022 21:00 „Af hverju er ekki búið að gera eitthvað?“ Móðir stúlku sem varð fyrir bíl á rafmagnshlaupahjóli kallar eftir hjálmum á Hopp-hlaupahjól og bættu umferðaröryggi á hættulegustu gatnamótum landsins. Stúlkan mjaðmabrotnaði en hún kveðst þakklát fyrir að ekki hafi farið verr. 1.9.2022 19:18 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dýraverndarsamtök telja eftirlitskerfið hafa brugðist dýrum í neyð og gagnrýna Matvælastofnun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Borgarfirði þar sem hross og fleiri dýr eru sögð hafa sætt illri meðferð á bóndabæ. Við ræðum við fyrrverandi eiganda hrossa úr stóðinu sem segir áfall að sjá myndir af þeim og leitar nú leiða til þess að fá þau aftur. 1.9.2022 18:00 Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1.9.2022 16:28 „Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. 1.9.2022 16:12 Telja lítils að vænta frá stjórnvöldum vegna komandi kjarasamninga Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræddu komandi kjaraviðræður í Pallborði Vísis og Stöðvar 2 nú síðdegis. 1.9.2022 15:25 Reksturinn í járnum í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag árshlutareikning Reykjavíkurborgar. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta nærri 10 milljörðum betri en áætlað var. Rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir um 4 milljarða verri rekstrarniðurstöðu A-hluta en gert var ráð fyrir. Samþykktar voru tillögur til að draga úr rekstrarhalla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 1.9.2022 15:11 Kallar eftir því að ríkið stigi inn í og taki við keflinu af sveitarfélögunum Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar kallar eftir því að ríkið taki við þjónustu við fólk á flótta og fólk í leit að alþjóðlegri vernd, í stað þess að sveitarfélögin veiti hana. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ályktaði í gær um að bærinn gæti ekki veitt þá þjónustu sem ætlast væri til af honum. Bæjarstjórinn segir lausnina ekki felast í því að fleiri sveitarfélög taki á móti fólki. 1.9.2022 15:01 Lést af völdum höfuðáverka eftir hrottalega líkamsárás Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, réðst að manninum fyrst innanhúss og svo fyrir utan húsið. Í ákæru á hendur honum kemur fram að hann hafi traðkað ítrekað á höfði fórnarlambsins sem lést af völdum höfuðáverkans. 1.9.2022 14:58 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1.9.2022 13:39 Gripinn með fimm þúsund sterkar OxyContin-töflur Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 7. september vegna rannsóknar á innflutningi á um fimm þúsund töflum af OxyContin. 1.9.2022 13:23 Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1.9.2022 12:48 Halldór Benjamín og Ragnar Þór mætast í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, munu ræða komandi kjaraviðræður í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. 1.9.2022 12:08 Helgi nýr verkefnastjóri hjá nefnd um uppbyggingu þjóðarhallar Helgi Geirharðsson er nýr verkefnastjóri hjá framkvæmdanefnd um uppbyggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal. 1.9.2022 11:47 Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1.9.2022 11:41 Hádegisfréttir Bylgjunnar Ill meðferð á hrossum, geðheilbrigðismál, franskar kartöflur og kjarnorkueftirlit í Úkraínu verða á meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 1.9.2022 11:31 „Það eru aðrir ráðherrar sem titra hérna í hnjánum“ Útsýnispallurinn á Bolafjalli var formlega vígður í morgun. Ríkisstjórnin var viðstödd vígsluna og ljóst er að sumir þeirra eru lofthræddari en aðrir. 1.9.2022 11:27 Eva bjargar átta ára snáða úr ógöngum Frásögn af átta ára dreng sem var kominn illilega af leið í strætisvagni í vikunni hefur vakið nokkra athygli víða á samfélagsmiðlum. Drengurinn er búsettur í Mosfellsbæ en var óvænt kominn í Grafarvog og vissi ekki almennilega hvað var að gerast. Eva Najaaraq Kristinsdóttir, 17 ára nemi við Fjölbrautarskólann í Ármúla, tók málin í sínar hendur. 1.9.2022 10:30 Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1.9.2022 10:27 Ólafur settur forstjóri Skipulagsstofnunar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur sett Ólaf Árnason, forstöðumann nýsköpunar og þróunar hjá Skipulagsstofnun, í embætti forstjóra stofnunarinnar frá 1. september til 31. desember 2022. 1.9.2022 09:28 Eldur kom upp á veitingastað í Mosfellsbæ Eldur kom upp á veitingastað í verslunarkjarnanum við Háholt 14 í Mosfellsbæ í nótt. 1.9.2022 08:06 Stjórnvöld reiðubúin í viðræður um kjarasamninga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa unnið að undirbúningsvinnu fyrir komandi kjarasamningalotu á fundum þjóðhagsráðs, sem hafi verið töluvert margir á þessu ári og því síðasta. 1.9.2022 06:58 Fjölga þurfi lögreglumönnum um allt að 75 til að bregðast við styttri vinnuviku Fjölga þarf lögreglumönnum um allt að 75 vegna styttingar vinnuvikunnar. Ríkislögreglustjóri segir ekki duga til að hafa fjölgað lögreglunemum úr fjörutíu í áttatíu í haust. Þeim þurfi að fjölga enn meira til að brúa bilið. 1.9.2022 06:45 Talinn hafa ekið á 200 kílómetra hraða þegar hann stakk lögreglu af Ökumaður bifreiðar, sem lögregla gerði tilraun til að stöðva fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í átt að Hafnarfirði í nótt, er talinn hafa ekið á allt að 200 kílómetra hraða þegar hann stakk lögreglu af. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, jók hraðann og stakk af inn í Hafnarfjörð, þar sem hann svo yfirgaf bílinn og hljóp á brott. Lögregla lagði hald á bílinn fyrir rannsókn málsins. 1.9.2022 06:22 Sjá næstu 50 fréttir
Læknar harma áhugaleysi stjórnvalda Læknafélag Reykjavíkur harmar áhugaleysi stjórnvalda á sjúkratryggðum íbúum landsins. Síðasti samningur ríkisins og sjálfstætt starfandi lækna var gerður árið 2013 og rann út í lok árs 2018. 1.9.2022 22:17
Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1.9.2022 21:00
Skrifar sögu landhelgismálsins til þess að slaka á Fimmtíu ár eru liðin síðan landhelgin var færð út í fimmtíu mílur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sem er jafnframt sagnfræðingur hefur nú skrifað bók um sögu landhelgismálsins sem spannar árin 1961 til 1971. 1.9.2022 21:00
„Af hverju er ekki búið að gera eitthvað?“ Móðir stúlku sem varð fyrir bíl á rafmagnshlaupahjóli kallar eftir hjálmum á Hopp-hlaupahjól og bættu umferðaröryggi á hættulegustu gatnamótum landsins. Stúlkan mjaðmabrotnaði en hún kveðst þakklát fyrir að ekki hafi farið verr. 1.9.2022 19:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dýraverndarsamtök telja eftirlitskerfið hafa brugðist dýrum í neyð og gagnrýna Matvælastofnun. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Borgarfirði þar sem hross og fleiri dýr eru sögð hafa sætt illri meðferð á bóndabæ. Við ræðum við fyrrverandi eiganda hrossa úr stóðinu sem segir áfall að sjá myndir af þeim og leitar nú leiða til þess að fá þau aftur. 1.9.2022 18:00
Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1.9.2022 16:28
„Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. 1.9.2022 16:12
Telja lítils að vænta frá stjórnvöldum vegna komandi kjarasamninga Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræddu komandi kjaraviðræður í Pallborði Vísis og Stöðvar 2 nú síðdegis. 1.9.2022 15:25
Reksturinn í járnum í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag árshlutareikning Reykjavíkurborgar. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta nærri 10 milljörðum betri en áætlað var. Rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir um 4 milljarða verri rekstrarniðurstöðu A-hluta en gert var ráð fyrir. Samþykktar voru tillögur til að draga úr rekstrarhalla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 1.9.2022 15:11
Kallar eftir því að ríkið stigi inn í og taki við keflinu af sveitarfélögunum Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar kallar eftir því að ríkið taki við þjónustu við fólk á flótta og fólk í leit að alþjóðlegri vernd, í stað þess að sveitarfélögin veiti hana. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ályktaði í gær um að bærinn gæti ekki veitt þá þjónustu sem ætlast væri til af honum. Bæjarstjórinn segir lausnina ekki felast í því að fleiri sveitarfélög taki á móti fólki. 1.9.2022 15:01
Lést af völdum höfuðáverka eftir hrottalega líkamsárás Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, réðst að manninum fyrst innanhúss og svo fyrir utan húsið. Í ákæru á hendur honum kemur fram að hann hafi traðkað ítrekað á höfði fórnarlambsins sem lést af völdum höfuðáverkans. 1.9.2022 14:58
Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1.9.2022 13:39
Gripinn með fimm þúsund sterkar OxyContin-töflur Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 7. september vegna rannsóknar á innflutningi á um fimm þúsund töflum af OxyContin. 1.9.2022 13:23
Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1.9.2022 12:48
Halldór Benjamín og Ragnar Þór mætast í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, munu ræða komandi kjaraviðræður í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. 1.9.2022 12:08
Helgi nýr verkefnastjóri hjá nefnd um uppbyggingu þjóðarhallar Helgi Geirharðsson er nýr verkefnastjóri hjá framkvæmdanefnd um uppbyggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal. 1.9.2022 11:47
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1.9.2022 11:41
Hádegisfréttir Bylgjunnar Ill meðferð á hrossum, geðheilbrigðismál, franskar kartöflur og kjarnorkueftirlit í Úkraínu verða á meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 1.9.2022 11:31
„Það eru aðrir ráðherrar sem titra hérna í hnjánum“ Útsýnispallurinn á Bolafjalli var formlega vígður í morgun. Ríkisstjórnin var viðstödd vígsluna og ljóst er að sumir þeirra eru lofthræddari en aðrir. 1.9.2022 11:27
Eva bjargar átta ára snáða úr ógöngum Frásögn af átta ára dreng sem var kominn illilega af leið í strætisvagni í vikunni hefur vakið nokkra athygli víða á samfélagsmiðlum. Drengurinn er búsettur í Mosfellsbæ en var óvænt kominn í Grafarvog og vissi ekki almennilega hvað var að gerast. Eva Najaaraq Kristinsdóttir, 17 ára nemi við Fjölbrautarskólann í Ármúla, tók málin í sínar hendur. 1.9.2022 10:30
Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1.9.2022 10:27
Ólafur settur forstjóri Skipulagsstofnunar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur sett Ólaf Árnason, forstöðumann nýsköpunar og þróunar hjá Skipulagsstofnun, í embætti forstjóra stofnunarinnar frá 1. september til 31. desember 2022. 1.9.2022 09:28
Eldur kom upp á veitingastað í Mosfellsbæ Eldur kom upp á veitingastað í verslunarkjarnanum við Háholt 14 í Mosfellsbæ í nótt. 1.9.2022 08:06
Stjórnvöld reiðubúin í viðræður um kjarasamninga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa unnið að undirbúningsvinnu fyrir komandi kjarasamningalotu á fundum þjóðhagsráðs, sem hafi verið töluvert margir á þessu ári og því síðasta. 1.9.2022 06:58
Fjölga þurfi lögreglumönnum um allt að 75 til að bregðast við styttri vinnuviku Fjölga þarf lögreglumönnum um allt að 75 vegna styttingar vinnuvikunnar. Ríkislögreglustjóri segir ekki duga til að hafa fjölgað lögreglunemum úr fjörutíu í áttatíu í haust. Þeim þurfi að fjölga enn meira til að brúa bilið. 1.9.2022 06:45
Talinn hafa ekið á 200 kílómetra hraða þegar hann stakk lögreglu af Ökumaður bifreiðar, sem lögregla gerði tilraun til að stöðva fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í átt að Hafnarfirði í nótt, er talinn hafa ekið á allt að 200 kílómetra hraða þegar hann stakk lögreglu af. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, jók hraðann og stakk af inn í Hafnarfjörð, þar sem hann svo yfirgaf bílinn og hljóp á brott. Lögregla lagði hald á bílinn fyrir rannsókn málsins. 1.9.2022 06:22