Fleiri fréttir

Ríkið sýknað á ný af milljóna­kröfu Sigurðar G.

Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson beið á ný í lægri hlut í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra frá 2018 vegna vangoldinna skatta. Sigurður krafðist rúmlega 25 milljóna króna auk dráttarvaxta. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öðru leyti en um málskostnað og féll hann niður á báðum dómstigum.

Bjarni bauð Við­reisnar­fólk vel­komið heim

Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim.

Lögin ekki vanda­málið heldur fram­kvæmdin

Þingmaður Pírata segir ekkert í Útlendingalögum skikka stjórnvöld til að framkvæma brottflutning með jafn mikilli hörku og gert var í vikunni. Það veki furðu að ríkisstjórnin ýti eftir nýrri útlendingalöggjöf þegar forsætisráðherra telur mikla sátt ríkja um núgildandi lög.

„Við ein­fald­lega skuldum borgar­búum að gefa Sam­fylkingunni frí“

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skaut föstum skotum á Samfylkinguna í setningarræðu sinni á landsfundi í Laugardalshöll. Hann sagði Samfylkinguna hafa áttað sig á því að aðild að Evrópusambandinu kæmi ekki til greina og virtist bjóða þeim, sem farið hafa í aðra flokka, aftur heim.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Í kvöldfréttum verður rætt við dóttur áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt.

Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum

Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina.

Villi­kettir vilja lóð án endur­gjalds: Segjast hafa sparað Hafnar­fjarðar­bæ tugi milljóna

Sjálfboðaliðasamtökin Villikettir hafa óskað eftir því að Hafnarfjarðarbær úthluti lóð við Kaplaskeið án endurgjalds þar sem samtökin gætu reist húsnæði til að sinna villi- og vergangsköttum. Formaður segir í bréfi til sveitarstjórnar að samkvæmt útreikningum hafi samtökin með vinnu sinni sennilega sparað bæjarfélaginu milli 70 og 80 milljónum króna á síðustu átta árum.

Ætlar að skipta Loga inn fyrir Helgu Völu

Kristrún Frostadóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, stefnir að því að Logi Einarsson verði nýr þingflokksformaður flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Segir rithöfunda bera skarðan hlut frá borði í stafrænum heimi

Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að hlutur rithöfunda minnki sífellt í takt við aukna útbreiðslu á verkum þeirra á streymisveitum. Færri og færri geti lagt fyrir sig að verða atvinnuhöfundar í núverandi viðskiptaumhverfi. Kallað er eftir stjórnsýslulegri ákvörðun um að tryggja fjölbreytni til að ljóð og jaðarbókmenntir hverfi ekki úr bókmenntaflóru landsmanna.

Einar Bárðarson fær ekki að fara á landsfund

Einar Bárðarson athafnamaður er einn þeirra fjölmörgu sem vilja en fá ekki að sækja Landsfund Sjálfstæðismanna nú um helgina. Hann spyr hvort það geti verið vegna þess að búið sé að merkja sig sem stuðningsmann Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, frambjóðanda til formanns?

Spyr hvort önnur fram­kvæmd sé nokkuð í boði

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016.

Ekkert bendi til að föður Sig­ríðar hafi verið hlíft af lög­reglunni

Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um málefni flóttafólksins sem vísað var úr landi á dögunum og áform borgarinnar um íbúðauppbyggingu á næstu misserum.

Sló samnemanda með hamri

Nemandi við Réttarholtsskóla réðst á samnemanda sinn með hamri fyrir utan skólann á skólatíma á miðvikudag. Starfsmaður náði að skerast í leikinn og stöðva árásina. Málið er til skoðunar hjá barnaverndaryfirvöldum.

Á­kveðin list að koma höggi á and­stæðinginn en samt ekki

Spennan magnast fyrir formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins um helgina. Almannatengill segir frambjóðendurna tvo stunda ákveðna listgrein í kappræðum í aðdraganda fundarins. Undir niðri kraumi hins vegar á milli fylkinganna tveggja. Hann segir ferilinn undir hjá frambjóðendunum á sunnudaginn.

„Sorg­leg af­leiðing ó­lýð­ræðis­legra stjórnar­hátta“

Afsögn Önnu Dóru Sæþórsdóttur, fyrrverandi forseta Ferðafélags Íslands, kom ekki til vegna aðgerðaleysis stjórnar í eineltis- og kynferðisofbeldismálum, „heldur var hún sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta og eineltistilburða hennar.“

Ung­liða­hreyfing VG gagn­rýnir þing­menn sína

Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna fordæmir brottflutning hælisleitenda sem framkvæmdur var aðfaranótt fimmtudags. Stjórnin spyr hvort þingmönnum flokksins finnist vinnubrögð í málinu vera viðunandi. 

Mál starfsmanna Bambus og Flame fer fyrir dómstóla

Mál Matvís gegn eigendum veitingastaðanna Bambus og Flame um meintan launaþjófnað gegn starfsmönnum fer til dómstóla. Í tilkynningu frá Matvís segir að umræddir atvinnurekendur hafi enn ekki gert upp við starfsfólkið að fullu.

„Mér eru mikil von­brigði að ég skuli búa í svona landi“

„Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi þar sem einhver lög leyfa að svona gjörningar fari fram; að fólk sé vakið upp um miðja nótt, tekið af lögreglunni út í bíl og keyrt upp á flugvöll og flogið til útlanda.“

Gestir klæða sig úr fötunum inni í fjalli í Þjórsárdal

„Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum.

Þetta hækkar hjá Reykja­víkur­borg um ára­mótin

Verð á sorphirðu, skólamáltíðum og árskorti í sund hjá Reykjavíkurborg mun hækka um áramótin. Borgarfulltrúi minnihlutans hefði viljað frysta gjaldskrárhækkanir sem snúa að frístundastarfi í ljósi verðbólgu.

Myndi misbjóða réttlætiskennd almennings gangi hann laus

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir Shpetim Qerimi, sem dæmdur var í 14 ára fangelsi fyrir samkverknað í morði Angjelin Sterkaj á Armando Bequirai. Fyrir liggur að Shpetim hyggist áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Telur Landsréttur að það myndi misbjóða réttlætiskennd almennings, gangi hann laus meðan beðið er endanlegs dóms í málinu.

Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, ræðum við forsætisráðherra og förum yfir þá gríðarlegu gagnrýni sem dunið hefur á stjórnvöldum í dag.

Fjölmennt á Austurvelli

Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt.

„Eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn“

Sonur Svövu Jakobsdóttur, rithöfundar, er kominn með samning RÚV og Storytel í hendurnar í kjölfar ákvörðunar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hann kveðst ósáttur með að RÚV hafi gert samning við Storytel um Gunnlaðarsögu að sér forspurðum og „hirt vænan part“ af höfundaréttargreiðslunni, líkt og hann kemst að orði.

Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda

Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið  með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi.

Sjá næstu 50 fréttir