Fleiri fréttir

Mætt aftur fílefld eftir „skrautleg þrjú ár“

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett við hátíðlega athöfn á hjúkrunarheimilinu Grund í morgun, í fyrsta sinn síðan 2019. Hátíðarstjóri er fullur tilhlökkunar fyrir helginni en uppselt er á hátíðina, sem hefur ekki gerst í áratug.

„Mörgum spurningum ó­svarað“ um brott­flutning hælis­leit­enda

Þingmaður Vinstri grænna segir mörgum spurningum ósvarað um brottflutning hælisleitenda sem ríkislögreglustjóri framkvæmdi í gærkvöldi og morgun. Til stóð að flytja 28 manns úr landi en 13 einstaklingar fundust ekki þegar þeirra var leitað. Fimmtán fóru með flugvél úr landi í morgun, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak.

Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi

Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Flóttamenn, Bandaríkjaforseti, forsætisráðherra og Airwaves hátíðin verða umfjöllunarefni hádegisfrétta Bylgjunnar að þessu sinni.

Leggja fram frum­varp um sorgar­leyfi eftir and­lát maka

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan.

Sex sakfelldir fyrir svik úr Ábyrgðasjóði launa

Sex íslenskir karlmenn hafa verið sakfelldir fyrir umfangsmikil og nokkuð flókin svik úr Ábyrgðasjóði launa. Sjóðurinn virðist hafa verið blekktur til að halda að mennirnir hafi starfað hjá fyirtækjum sem urðu gjaldþrota.

„Undarlegt að vilja ekki gefa upp opinberlega afstöðu sína en vera samt að hringja“

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Guðlaug Þór Þórðarson vel til þess fallinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma með nýjum aðferðum og nýjum leiðum. Hildur Sverrisdóttir þingmaður styður Bjarna í baráttu um formannssætið og telur ekki hægt að fullyrða að stjórnarsamstarfið yrði öruggt áfram án Bjarna.

Katrín: Ekki mitt að skipta mér af formannskjöri annarra flokka

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það sé ekki hennar sem formanns í einum stjórnmálaflokki að tjá sig um hvernig aðrir flokkar velji sér formann. Ekki væri hægt að gefa sér neitt um möguleg áhrif á stjórnarsamstarfið næði Guðlaugur Þór Þórðarson kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

Endur­upp­töku­dómur lætur ekki segjast: Sak­borningar í hrun­málum fá vægari dóma

Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku og vísað málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur hafði áður vísað sambærilegu máli frá réttinum þar sem dómarar töldu málinu ranglega vísað til réttarins. Endurupptökudómur lætur ekki segjast og heldur áfram að vísa málum til réttarins. Dósent við lagadeild HÍ telur þau vinnubrögð ótæk.

Segir réttinda Hussein ekki gætt við hand­töku

Freyja Haraldsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, segir áhyggjuefni að Hussein Hussein, fötluðum flóttamanni frá Írak, hafi ekki verið gefinn beinn aðgangur að réttindagæslu- og lögmanni eftir handtöku. Lögmaður Husseins undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins. 

MG4 og Subaru Solterra frumsýndir hjá BL á laugardag

BL við Sævarhöfða frumsýnir nk. laugardag, 5. nóvember rafbílana MG4 og Subaru Solterra. Frumsýningarnar eru á milli 12-16. MG4 er fimmti rafvæddi fólksbíll framleiðandans í Evrópu síðan merkið var endurvakið í höndum nýrra eigenda fyrir fáeinum árum á Evrópumarkaði. Solterra markar þáttaskil í sögu Subaru því þessi aldrifni jepplingur er sá fyrsti í sögu fyrirtækisins sem boðinn er í 100% rafdrifinni útgáfu.

Fimm menn og fjórar leikfangabyssur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í gærkvöldi eða nótt eftir að hafa borist tilkynning um bíl með hóp manna innanborðs sem voru sagðir veifa skotvopnum. Fimm fullorðnir reyndust í bílnum en við leit í honum fundust fjórar leikfangabyssur sem hald var lagt á.

„Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“

Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 

Hand­­tekin og vísað úr landi án nokkurs fyrir­­vara þrátt fyrir veikindi

Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól.

Gjaldskyld svæði bílastæða í miðborginni víkkuð út

Gjaldsvæði fyrir bílastæði í nokkrum götum Vesturbæjar og Þingholta verða stækkuð á næstunni. Íbúar í Vesturbæ og miðborg eiga margir hverjir erfitt með að finna bílastæði meðal annars vegna fjölgunar íbúa og ferðmanna með aukinni starfsemi hótela, veitingahúsa og verslana.

Býst við öðru gosi áður en langt um líður

Eldfjallafræðingur býst við nýju gosi í Fagradalsfjalli áður en langt um líður. Staðsetning síðustu tveggja eldgosa hafi verið mikil heppni en slíkt verði ekki næst þar sem búið er að fylla alla dali. Hraunið mun þá flæða beint af fjallinu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Erfiðlega hefur gengið að fá svör frá lögreglu og öðrum viðeigandi yfirvöldum í dag; fulltrúar benda hvern á annan. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

„Þetta er alveg gífurlegt óréttlæti hvernig komið er fram við okkur“

Kona sem höfðaði mál geng íslenska ríkinu og Tryggingastofnun vegna skerðingar í almannatryggingakerfinu segir gífurlega óréttlátt hvernig komið er fram við eldri borgara. Hún ásamt félögum sínum í Gráa hernum tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag og íhugar nú að leita til Mannréttindadómsstóls Evrópu.

Vilja álit umboðsmanns á yfirheyrslum blaðamanna

Blaðamannafélag Íslands hefur sent umboðsmanni Alþingis rökstutt erindi þar sem hann er hvattur til að hefja frumkvæðisathugun á rannsókn og embættisfærslum lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra vegna málatilbúnaðar þess gegn fjórum blaðamönnum.

Seldi fyrst, stal svo en afhenti aldrei góssið

Rúmlega tvítugur karlmaður var á mánudaginn dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og peningaþvætti. Einkaréttarkrafa Íslenskra aðalverktaka var felld niður þar sem enginn á þeirra vegum sótti þing við þingfestingu málsins.

Hafnar endur­lífgun í næsta hjarta­stoppi

Frímann Emil Ingimundarson er 82 ára floga- og hjartveikur karlmaður sem glímir við ólæknandi beinkrabba á lokastigi. Hann hefur loksins gefið eftir í baráttu sinni fyrir að fara ekki á hjúkrunarheimili. Hann þykir aftur á móti of heilsuhraustur til að uppfylla skilyrði fyrir innlögn. Frímann hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi.

Segir um­bjóð­endur sína leitaða uppi og hneppta í gæslu­varð­hald

Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins.

Grái herinn tapaði í Hæstarétti

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málum Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu skulu vera óraskaðir. Þetta er niðurstaða Hæstiréttar sem kvað upp dóm í málunum í dag.

Hendur nýs formanns verða ekki bundnar vegna ESB

Krafan um Evrópusambandsaðild mun ekki verða til þess að Samfylkingin verði með hendur bundnar andspænis mögulegu ríkisstjórnarsamstarfi. Þrátt fyrir að nýr formaður Samfylkingarinnar sé Evrópusinni verða Evrópumálin ekki fyrsta forgangsmál. Áhersla verður lögð á „klassísk jafnaðarmannamál.“

Segjast þrungnir reynslu og neita að sleppa höndum af stýrinu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem hyggst bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins um helgina, voru báðir spurðir að því í Pallborðinu á Vísi í gær hvort það væri kominn tími á breytingar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar förum við yfir úrslit þingkosninganna í Danmörku sem fram fóru í gær, ræðum við forsætisráðherra um yfirstandandi þing Norðurlandaráðs og heyrum í nýkjörnum formanni Samfylkingarinnar.

Réðst á starfs­mann sem gómaði hann við að stela

Rétt rúmlega tvítugur karlmaður var í gær dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á starfsmann Nettó í Mjódd. Starfsmaðurinn hafði gómað manninn við að stela.

Spyrja hvort að hval­veiðum við Ís­land sé lokið fyrir fullt og allt

Kristjáni Loftssyni, eiganda Hvals, er alveg nákvæmlega sama um hvað gagnrýnendur á hvalveiðar fyrirtækis hans segja um hann. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hvalveiðar Íslendinga séu frekar hluti af fortíð Íslendinga en framtíð. Hún getur ekki fullyrt að hvalveiðileyfi Hvals verði framlengt eftir næsta ár.

Missti annað framdekkið undan bifreiðinni eftir dekkjaskipti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ók fram á bifreið utan vegar í Mosfellsbæ í gærkvöldi, þar sem ökumaður hafði lent í því að missa annað framdekkið undan bílnum. Nokkrar skemmdir urðu á bifreiðinni og var hún flutt á brott af Krók.

„Við lýsum auð­vitað yfir miklum á­hyggjum“

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lýsir yfir miklum áhyggjum af rekstri borgarinnar. Starfsmönnum hafi fjölgað mjög í miðlægri stjórnsýslu á meðan leikskólastarfsmönnum fækki. Skuldasöfnunin sé gríðarleg og fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir dugi ekki til. 

Niður­stöðu að vænta síð­degis á sunnu­dag

Niðurstöðu kosningar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins er að vænta síðdegis á sunnudag. Kosið verður í Laugardalshöllinni um hádegisbil sama dag en upplýsingafulltrúi flokksins gerir ráð fyrir því að talning atkvæða taki nokkurn tíma.

Blússandi aðsókn í Skógarböðin

Aðsóknin að Skógarböðunum í Eyjafirði gegnt Akureyri hefur verið miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en nú hafa tæplega sextíu þúsund manns heimsótt böðin frá því að þau opnuðu í vor. Næsta skref er að byggja Spa hótel við böðin með hundrað og tuttugu herbergjum.

Sjá næstu 50 fréttir