Fleiri fréttir

Ára­móta­brennur á tíu stöðum í Reykja­vík

Áramótabrennur eru á dagskrá í Reykjavík en þær hafa fallið niður síðastliðin tvö ár. Það eina sem getur komið í veg fyrir þær að þessu sinni eru vindstig og vindhraði, en brennur eru ekki tendraðar ef vindstig eru yfir 10 metrar á sekúndu.

Lög­reglan hækkar við­búnaðar­­stig

Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 

Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu

Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum.

Þor­varður nýr for­maður vísinda­siða­nefndar

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað fulltrúa í vísindasiðanefnd til næstu fjögurra ára í samræmi við lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Þorvarður J. Löve er nýr formaður nefndarinnar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við prófessor í stjórnmálafræði sem sakar íslensk stjórnvöld um æpandi andvaraleysi í varnar- og öryggismálum.

Stefna að opnun í Blá­fjöllum á morgun

Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 

Skoða að opna fljótandi gufu­bað á Pollinum

Fjórir Ísfirðingar vilja opna fljótandi gufubað við bryggju bæjarins. Gufubaðið er af norskri fyrirmynd og myndi nýtast heimamönnum sem og ferðamönnum sem koma til bæjarins. Hægt verður að nota gufubaðið allan ársins hring. 

Drauma­­ferð þúsunda ferða­manna endar sem Reykja­víkur­­ferð

Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir tjón vegna vegalokana vera gífurlegt fyrir sig og önnur fyrirtæki í bransanum. Hann segir að skipuleggja þurfi moksturinn betur og kallar eftir frekari mannskap í starfið. Ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. 

Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn

Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel.

Harðorður vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í öryggismálum

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslands svipta hulunni af „æpandi andvaraleysi íslenskra stjórnvalda þegar kemur að varnar- og öryggismálum“. Hann er harðorður í garð íslenskra stjórnvalda vegna aðgerðarleysis í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og segir stefnuna litast af viðhorfi Vinstri grænna. 

Vilja fækka flugeldum

Áramótin nálgast og eftir að samkomubönn settu strik í reikninginn síðastliðin tvenn áramót eru engin slík fyrir hendi í dag. Landsmenn geta því tekið aftur upp hefðir sem ef til vill var búið að slaufa. 

„Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri“

Búist er við að það verði búið að moka flestar  götur og stíga í Reykjavík fyrir gamlárskvöld. Svo framarlega sem það snjóar ekki meira og það þarf að byrja á mokstri upp á nýtt. Það hefur verið lítið um jólafrí hjá snjómokstursfólki borgarinnar. 

Rýmingu í Mýr­dal af­létt

Rýmingu tveggja húsa í Mýrdal vegna yfirvofandi snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Fólk á svæðinu er þó beðið um að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga. 

Stálu þremur hoppuka­s­tölum og flutninga­bíl um jólin

Flutningabíll með þremur hoppukastölum innanborðs var stolið af athafnasvæði Skátalands á dögunum. Búnaðinn átti að nota á fyrirtækjaskemmtun síðar í dag og óskar forsvarsfólk fyrirtækisins eftir aðstoð almennings við að finna flutningabílinn. Þetta er annað ökutækið sem stolið er af skátahreyfingunni á stuttu tímabili.

Sið­mennt fær 68 milljónir í sóknar­gjöld á næsta ári

Siðmennt fær samkvæmt lauslegum útreikningum formannsins um 68 milljónir króna í sóknargjöld á næsta ári. Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar segir þetta alltof mikið og til komið vegna grjótharðrar hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar. Hún ætlar samt að þiggja fjármunina.

Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði

Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Veðrið verður fyrirferðarmikið hjá okkur í hádegisfréttum Bylgjunnar, bæði innanlands og utan. 

„Staðan er að versna“

Rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur segir að sorphirða í borginni hafi gengið ágætlega síðustu daga. Staðan sé hins vegar að versna og ljóst sé að reikna megi með töfum.

„Við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist“

Framkvæmdastjóri Hópbíla segir forsvarsmenn fyrirtækisins eiga eftir að ná betra tali af bílstjóranum sem festi rútu sína í tvígang um helgina eftir að hafa ekki virt vegalokanir. Verið sé að afla allra gagna málsins.

Leiðinda­veður á Tenerife yfir jólin

Íslendingar hafa aldrei verið fleiri á Tenerife yfir jól og áramót. Áætlað er að þeir séu milli átta og níu þúsund talsins eða rétt tæplega helmingi fleiri en voru í fyrra.

Búið að opna Hellisheiði

Hellisheiðin er nú opin í báðar áttir. Þá er einnig búið að opna vegina up Þrengsli og Sandskeið. Krýsuvíkurvegur og Suðurstrandarvegur eru enn ófærir. Reykjanesbrautinni er haldið opinni og búið er að opna Grindavíkurveg á ný. 

„Skyn­sam­legri nýting á tíma“

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að það hafi verið ákveðið að fresta fyrirhuguðum fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að höfðu samráði við samninganefndir. Fundi samninganefnda hefur verið frestað til 4. janúar næstkomandi.

Gul við­vörun á Suð­austur­landi

Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Suðausturlandi. Búist er við þrettán til tuttugu metrum á sekúndu með snjókomu en batna á vestan til á svæðinu eftir hádegi. Viðvörunin er þó í gildi til klukkan fjögur í dag. 

Fundi Eflingar og SA frestað fram á nýtt ár

Fyrirhuguðum fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem fara átti fram í dag, hefur verið frestað fram á næsta ár. Þess í stað mun vinnufundur minni hóps fara fram á morgun.

Afslaufanir á slaufanir ofan

Undanfarin tvö ár hefur kynbundið og kynferðislegt ofbeldi verið ofarlega í umræðunni. Ýmsum nafntoguðum mönnum hefur verið slaufað en aðrir snúið aftur eftir slaufunarfrí. Árinu var hrundið af stað með uppljóstrun á miklu hneikslismáli sem átti eftir að draga mikinn dilk á eftir sér.

Snjóþekja á stofnvegum og fólk hvatt til að fara varlega

Þjóðvegurinn frá Hvolsvelli og til Víkur í Mýrdal er lokaður vegna veðurs en spáð var mikilli snjókomu á svæðinu í nótt. Vegurinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs var lokaður fyrir almennri umferð í gær en Vegagerðin var þar með fylgdarakstur.

Hnoðaður til lífs um borð í þotu Icelandair

Bandarískur karlmaður var hnoðaður til lífs um borð í þotu Icelandair að kvöldi jóladags, sem var þá á leið frá Íslandi til Seattle í Bandaríkjunum. Svo heppilega vildi til að tveir læknar voru með í för, sem aðstoðuðu flugþjón við að koma manninum til bjargar.

„Við sjáum þetta snjó­magn ekki oft“

Vel hefur gengið að ryðja götur í Vestmannaeyjum en ófært var á fjölda gatna í bænum í gær. Björgunarsveitarmaður segist sjaldan hafa séð jafn mikið magn af snjó og nú hefur verið.

Rýma hús vegna snjóflóðahættu

Tvö hús að Höfðabrekku í Mýrdal, austan Víkur, voru rýmd um kvöldmatarleytið vegna mögulegrar snjóflóðahættu.

Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi

Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld.

Metþátttaka í kjöri til Manns ársins

Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa greitt atkvæði í kjöri til Manns ársins í ár, sem er metþátttaka og mikil spenna ríkir meðal efstu manna. Fólk hefur til 29. desember til að greiða atkvæði.

Málar á gömul gluggatjöld á Seyðisfirði sem heilla þjófa

Listamaðurinn „Tóti Ripper” eins og hann kallar sig á Seyðisfirði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála því hann málar myndirnar sínar á gömul gluggatjöld þegar hann hefur ekki efni á því að kaupa striga.

Flestir sem þurftu hjálp virtu vegalokanir að vettugi

Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við allan sama mánuð í fyrra. Í dag voru þær kallaðar út í Skagafirði eftir snjóflóð en fimmtán hross urðu undir. Fundað hefur verið með Almannavörnum vegna ástandsins. 

Sjá næstu 50 fréttir