Fleiri fréttir

Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli

Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur.

Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna

Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina.

Ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum heldur hámarka arðsemi þeirra

„Við þurfum að passa svolítið hvernig við tölum um ferðaþjónustuna. Fólk talar stundum á svolítið óvæginn hátt um ferðaþjónustuna, og ég er alveg ekki viss um að það sé henni eða okkur til tekna að tala um að Ísland sé uppselt eða að þurfi að loka landinu eða að við séum að drukkna í ferðamönnum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.

Ekki út­séð með á­hrif verk­falla á hótelin

Þrátt fyrir að starfsemi hótela sem verkföll Eflingar hafa beinst að sé nú komin á skrið gætir áhrifa þeirra enn. Framkvæmdastjóri Berjaya-hótela segir mest um vert að geta opnað fyrir bókanir að nýju, en lokað var fyrir þær þegar ljóst varð að stefndi í verkfall.

Kærður fyrir líkams­á­rás gegn dreng sem gerði dyra­at

Karlmaður í Reykjanesbæ hefur verið kærður fyrir frelsissviptingu og líkamsárás gegn barni. Maðurinn er sakaður um að hafa setið fyrir hópi ellefu ára drengja sem gerði dyraat á heimili hans, ráðist að einum drengjanna og læst hann inni. 

Missti allt í bruna og fær enga hjálp: „Mig langar ekki að vera fastur þar sem ég kemst ekkert áfram“

Heimilislaus karlmaður sem missti allt sitt í bruna í smáhýsi á Granda í síðasta mánuði segist ekki eiga í nein hús að venda og upplifa mikið óöryggi. Hann þrái að vinna í sínum málum en komist ekki áfram þar sem úrræðaleysið sé algjört. Öruggt húsnæði myndi gera honum kleift að fá átta ára son sinn í heimsókn, vinna í eigin bata og fara í skóla. 

Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar

Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun.

Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega

Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við vandlega yfir stöðuna sem nú er komin upp eftir að forysta Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fallist á að setja nýja miðlunartillögu í dóm félagsmanna. Formaður Eflingar segir þernur og bílstjóra olíufélaganna og Samskipa fá töluverðar bætur, en framkvæmdastjóri SA segir tillöguna fela í sér sömu launatöflu og í samningum Starfsgreinasambandsins.

Von á nýjum heildarlögum um fiskeldi á vorþingi 2024

Ný skýrsla Boston Consulting um framtíð lagareldis á Íslandi sýnir að atvinnugreinin geti innan tíðar orðið stór hluti af íslensku hagkerfi og samkvæmt grunnsviðsmynd gæti heildarsöluverðmæti numið allt að 6% af vergri landsframleiðslu eftir tíu ár en til þess að svo megi verða þurfi að bæta úr ýmsum brotalömum.

Lenya Rún segir Suður­landið biblíu­belti Ís­lands

Á fundi Orators um útlendingalögin var frumælandi meðal annarra aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Ingvar Smári Birgisson. Lenya Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var viðstödd og pundaði aðstoðarmanninn. Ferðalög hans um Suðurlandskjördæmi, biblíubelti Íslands, hefði lítið gildi.

„Eftirspurnin er svo miklu miklu meiri en teymin ná að anna“

Gríðarleg eftirspurn er eftir inngöngu í þverfagleg geðheilsuteymi á höfuðborgarsvæðinu en töluvert færri komast að en vilja. Framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það hafa verið lyftistöng þegar teymunum var komið á fót en meira þurfi til. Fjölga þurfi teymum og framtíðarsýnin að lítil teymi verði starfandi á hverri heilsugæslustöð. Markmiðið eigi sömuleiðis að vera að grípa fólk fyrr. 

Björtustu reiki­stjörnurnar í nánu sam­neyti í kvöld

Venus og Júpíter, tvær björtustu reikistjörnurnar á næturhimninum, verða þétt saman á himni í kvöld. Hægt verður að sjá þær saman í sjónsviði handsjónauka og víðra stjörnusjónauka með lítilli stækkun.

Ekið á unglingsstrák á hlaupahjóli í Lindahverfi

Fólksbíl var ekið á fjórtán ára dreng á hlaupahjóli í Lindahverfi í Kópavogi um miðjan dag. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs slasaðist drengurinn ekki alvarlega en farið var með hann til skoðunar á slysadeild til öryggis.

Felldu mastur sem var mörgum til ama

Langbylgjumastur Ríkisútvarpsins á Eiðum sem reyndi á langlundargeð íbúa á svæðinu var fellt í hádeginu í dag. Aðgerðin er sögð hafa gengið vonum framar en mastrið brotnaði snyrtilega saman þegar klippt var á stálvíra.

„Þetta eru ákveðin tímamót“

Frá og með deginum í dag verður ekki hægt að fara í sýnatöku við Covid-19 hjá Heilsugæslunni. Um tímamót eru að ræða en þrjú ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist hér á landi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist vongóð um að Covid kaflanum fari að ljúka með hækkandi sól. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Nýframlögð miðlunartillaga sem settur sáttasemjari í deildu Eflingar og SA kynnti í morgun verður helsta umfjöllunarefni hádegisfrétta Bylgjunnar. 

Blönduósmálið fellt niður á grundvelli neyðarvarnar

Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa ekki út ákæru í rannsókn á manndrápi á Blönduósi í ágúst í fyrra. Talið var að sakborningar í málinu hefðu ekki farið út fyrir takmörk sín til leyfilegrar neyðarvarnar. Málið hefði ekki verið líklegt til sakfellis. 

Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna

Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna.

Ó­­sáttur við fulla aftur­­­virkni

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni.

Öllum verkföllum og verkbanni frestað

Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir.

Eldur í tveggja hæða húsi á Tálkna­firði

Slökkvilið Vesturbyggðar og Tálknafjarðar var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í tveggja hæða húsi við Strandgötu á Tálknafirði um klukkan átta í morgun. Búið er að slökkva eldinn og er nú unnið að reykræstingu.

Í góðum gír að ónáða gesti

Í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í miðbænum sem var að ónáða gesti á veitingastað. Lögreglufulltrúar fóru á vettvang og ræddu við aðilann og virtist maðurinn bara vera í góðum gír. Ekki var metin þörf á frekari afskiptum lögreglu. 

Sjá næstu 50 fréttir