Fleiri fréttir

Þúsund slösuðust í troðningi í Tórínó

Sjö ára barn er sagt í lífshættu eftir mikinn troðning sem skapaðist þegar flugeldur sprakk á fjölmennu torgi þar sem fólk var að horfa á úrslit Meistaradeildar Evrópu í Tórínó á Ítalíu í gærkvöldi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þúsund manns hafi slasast í troðningnum.

Segir Donald Trump trúa á loftslagsbreytingar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur trú á því að loftslagið sé að breytast, að hluta til vegna mengunar, að sögn Nikki Haley, fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.

Rokkhátíðinni í Nürburg verður framhaldið í dag

Rokkhátíðin Rock am Ring sem fram fer í Nürburg í vesturhluta landsins mun halda áfram í dag en tónleikasvæði hátíðarinnar var rýmt í gær vegna ótta um hryðjuverkaárás. CNN greinir frá þessu.

Norðmaður lést eftir árás býflugna

Sjötíu ára gamall Norðmaður er látinn eftir að hafa verið stunginn ítrekað af býflugum í bænum Mijas á suðurströnd Spánar í fyrradag.

Danir lækka verð á rafbílum

Nissan Leaf, sem áður kostaði 321 þúsund danskar krónur, mun til dæmis kosta um 275 þúsund danskar krónur.

Gæti fengið áætlunina aftur í hausinn

Þegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, boðaði til kosninga, þremur árum fyrr en áætlað var, benti fátt annað til þess en að Íhaldsflokkurinn myndi vinna stórsigur. Undanfarna daga hefur Verkamannaflokkurinn hins vegar saxað mikið á.

Samþykktu refsiaðgerðir gagnvart Norður-Kóreu

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að beita viðurlögum gegn átján embættismönnum Norður-Kóreu. Það er gert vegna ítrekaðra tilrauna stjórnvalda þar í landi til að skjóta eldflaugum á loft.

Rokkhátíð stöðvuð vegna hryðjuverkaógnar

Þýska lögreglan hefur rýmt tónleikasvæði rokkhátíðarinnar Rock am Ring í Nuerberg í vesturhluta landsins vegna hryðjuverkaógnar. Um er að ræða eina stærstu rokkhátíð Þýskalands sem hófst í dag og átti að standa yfir í þrjá daga.

Halda ótrauð áfram án Donalds Trump

Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu.

Skotárás á fjölsótt hótel á Filippseyjum

Hið vinsæla hótel Resorts World Manila í filipps­eysku höfuðborginni Maníla, var girt af í gærkvöldi eftir að lögreglu bárust tilkynningar um skothríð og sprengingar.

Demókratar vilja halda íhaldssömum dómara

Hópur Demókrata hefur kallað eftir því að hæstaréttardómarinn Anthony Kennedy dragi það í lengstu lög að setjast í helgan stein. Heimildir ytra herma að Kennedy íhugi alvarlega að láta af embætti.

700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar

Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru þannig í raun svift því að fá að vera börn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla, sem kom út í dag á alþjóðlegum degi barna. Ísland er í áttunda sæti á lista yfir það hvar í heiminum bernsku barna er síst ógnað.

Skotárás í Filippseyjum

Dvalarstaðnum Resorts World Manila á Filippseyjum hefur verið lokað af eftir að sprenging heyrðist og að maður skaut af byssu.

Farage undir rannsókn FBI vegna tengsla Trump við Rússland

Tengsl Nigel Farage, evrópuþingmanns og fyrrverandi leiðtoga UKIP í Bretlandi, við Donald Trump og möguleg samskipti starfsmanna hans við Rússland í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum eru til rannsóknar bandarísku alríkislögreglunnar FBI.

Sjá næstu 50 fréttir