Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júní 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dregur land sitt út úr Parísarsamkomulaginu. Nordicphotos/AFP Bandaríkin munu draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. „Ég vil ekki að neitt haldi aftur af okkur. Ég berst á hverjum degi fyrir þessa frábæru þjóð. Þess vegna, til að uppfylla skyldu mína til að vernda Bandaríkin og Bandaríkjamenn, munum við draga okkur út úr Parísarsamkomulaginu,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó að Bandaríkin myndu þegar í stað hefja viðræður um að koma á ný inn í samkomulagið, eða taka þátt í gerð nýs samkomulags, með ákvæðum sem hann teldi sanngjarnari. „Frá og með deginum í dag munum við hætta allri innleiðingu ákvæða Parísarsamkomulagsins og létta þannig hinar gífurlegu efnahagslegu byrðar sem það leggur á landið okkar,“ sagði Trump enn fremur. Með þessu verða Bandaríkin þriðja ríki Sameinuðu þjóðanna til að standa utan samkomulagsins, hin eru Níkaragva og Sýrland. Kína og ríki Evrópusambandsins ætla ekki að feta sömu slóð. Að þeirra sögn eru markmið Parísarsamkomulagsins um að draga úr loftslagsbreytingum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem vænst er að leiðtogar Kína og Evrópusambandsins sendi frá sér og BBC hefur komist yfir. Búist er við því að hún verði formlega birt í dag. Samkvæmt heimildum BBC hefur verið unnið að yfirlýsingunni í rúmt ár. Í henni mun vera að finna umfjöllun um hættur vegna loftslagsbreytinga og áhrif þeirra á jafnvægi í samfélögum heimsins. „Evrópusambandið og Kína telja Parísarsamkomulagið sögulegt afrek sem hraði samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda,“ segir í uppkastinu. Enn fremur segir að Parísarsamkomulagið sé sönnun á því að með samvinnu og trausti sé hægt að finna sanngjarnar og áhrifaríkar lausnir á erfiðustu vandamálum okkar tíma. „Evrópusambandið og Kína ítreka ótvíræða skuldbindingu sína er varðar öll ákvæði Parísarsamkomulagsins,“ segir þar enn fremur. Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, var í opinberri heimsókn í Þýskalandi í gær. Þar sagði hann baráttuna gegn loftslagsbreytingum þjóna hagsmunum Kínverja. „Kínverjar munu halda áfram að innleiða ákvæði Parísarsamkomulagsins en auðvitað vonumst við til þess að geta gert það í samvinnu við aðra,“ sagði Keqiang, en Kína blæs út meiri gróðurhúsalofttegundum en nokkurt annað ríki. Rússar, sem eru í þriðja sæti á þeim lista, einungis á eftir Bandaríkjunum og Kína, ætla heldur ekki að víkja frá ákvæðum samkomulagsins. Hins vegar myndi brotthvarf Bandaríkjanna hafa áhrif á samkomulagið. „Það þarf vart að taka það fram að áhrif þessa samkomulags dvína líklega án slíks lykilríkis,“ segir í yfirlýsingu frá forsetaembætti Rússlands í gær. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók í sama streng í gær og sagði stuðning Bandaríkjanna skipta sköpum. „En burtséð frá ákvörðun bandarísku ríkisstjórnarinnar er mikilvægt að aðrar ríkisstjórnir haldi áfram á sinni braut,“ sagði Guterres við BBC. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru á sama máli og Guterres og sendu Trump í gær sameiginlegt bréf þar sem hann var hvattur til að standa við samkomulagið. Í bréfinu var jafnframt lögð áhersla á mikilvægi þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Bandaríkin munu draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. „Ég vil ekki að neitt haldi aftur af okkur. Ég berst á hverjum degi fyrir þessa frábæru þjóð. Þess vegna, til að uppfylla skyldu mína til að vernda Bandaríkin og Bandaríkjamenn, munum við draga okkur út úr Parísarsamkomulaginu,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó að Bandaríkin myndu þegar í stað hefja viðræður um að koma á ný inn í samkomulagið, eða taka þátt í gerð nýs samkomulags, með ákvæðum sem hann teldi sanngjarnari. „Frá og með deginum í dag munum við hætta allri innleiðingu ákvæða Parísarsamkomulagsins og létta þannig hinar gífurlegu efnahagslegu byrðar sem það leggur á landið okkar,“ sagði Trump enn fremur. Með þessu verða Bandaríkin þriðja ríki Sameinuðu þjóðanna til að standa utan samkomulagsins, hin eru Níkaragva og Sýrland. Kína og ríki Evrópusambandsins ætla ekki að feta sömu slóð. Að þeirra sögn eru markmið Parísarsamkomulagsins um að draga úr loftslagsbreytingum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem vænst er að leiðtogar Kína og Evrópusambandsins sendi frá sér og BBC hefur komist yfir. Búist er við því að hún verði formlega birt í dag. Samkvæmt heimildum BBC hefur verið unnið að yfirlýsingunni í rúmt ár. Í henni mun vera að finna umfjöllun um hættur vegna loftslagsbreytinga og áhrif þeirra á jafnvægi í samfélögum heimsins. „Evrópusambandið og Kína telja Parísarsamkomulagið sögulegt afrek sem hraði samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda,“ segir í uppkastinu. Enn fremur segir að Parísarsamkomulagið sé sönnun á því að með samvinnu og trausti sé hægt að finna sanngjarnar og áhrifaríkar lausnir á erfiðustu vandamálum okkar tíma. „Evrópusambandið og Kína ítreka ótvíræða skuldbindingu sína er varðar öll ákvæði Parísarsamkomulagsins,“ segir þar enn fremur. Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, var í opinberri heimsókn í Þýskalandi í gær. Þar sagði hann baráttuna gegn loftslagsbreytingum þjóna hagsmunum Kínverja. „Kínverjar munu halda áfram að innleiða ákvæði Parísarsamkomulagsins en auðvitað vonumst við til þess að geta gert það í samvinnu við aðra,“ sagði Keqiang, en Kína blæs út meiri gróðurhúsalofttegundum en nokkurt annað ríki. Rússar, sem eru í þriðja sæti á þeim lista, einungis á eftir Bandaríkjunum og Kína, ætla heldur ekki að víkja frá ákvæðum samkomulagsins. Hins vegar myndi brotthvarf Bandaríkjanna hafa áhrif á samkomulagið. „Það þarf vart að taka það fram að áhrif þessa samkomulags dvína líklega án slíks lykilríkis,“ segir í yfirlýsingu frá forsetaembætti Rússlands í gær. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók í sama streng í gær og sagði stuðning Bandaríkjanna skipta sköpum. „En burtséð frá ákvörðun bandarísku ríkisstjórnarinnar er mikilvægt að aðrar ríkisstjórnir haldi áfram á sinni braut,“ sagði Guterres við BBC. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru á sama máli og Guterres og sendu Trump í gær sameiginlegt bréf þar sem hann var hvattur til að standa við samkomulagið. Í bréfinu var jafnframt lögð áhersla á mikilvægi þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira