Erlent

Fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Niels Helveg Petersen.
Niels Helveg Petersen. Vísir/afp
Niels Helveg Petersen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, er látinn, 78 ára að aldri. Frá þessu greinir fjölmiðlafulltrúi Radikale Venstre. Petersen greindi frá því skömmu fyrir jól að hann hafi greinst með krabbamein í vélinda.

Petersen var kjörinn á þing fyrir Radikale Venstre árið 1966, þá 27 ára gamall. Á stjórnmálaferli sínum átti hann eftir að gegna stöðu þingflokksformanns Radikale Venstre, efnahagsmálaráðherra og utanríkisráðherra.

Petersen var formaður Radikale Venstre á árunum 1978 til 1990 og gegndi embætti utanríkisráðherra á árunum 1993 til 2000. Hann lét af þingmennsku árið 2011.

Hann lætur eftir sig eiginkonuna Kristin Lee, sem einnig sat á þingi fyrir Radikale Venstre. Synir þeirra, Rasmus og Morten Helveg Petersen, hafa báðir fylgt í fórspor foreldra sinna og lagt stjórnmálin fyrir sig. Rasmus er fyrrverandi menntamálaráðherra og ráðherra loftslags-, orku-, og byggingarmála. Morten er hins vegar Evrópuþingmaður fyrir Radikale Venstre.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×