Fleiri fréttir

Eldurinn kviknaði við lendingu

41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak.

Guð og lukkan bjargaði hundruð mannslífa páskadaginn örlagaríka

Tilviljun ein réði því að Mohammad Nasar Mohammad Azar, einn hryðjuverkamannanna í Sri Lanka árásunum, náði ekki að sprengja í loft upp dómkirkju heilagrar Maríu að morgni páskadags með tilheyrandi mannfalli og skelfingu. Ástæðan er sú að Azar hafði ekki séð auglýsingu um að páskamessunni yrði flýtt.

Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May

Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins.

Dauðarefsing bíður Begum haldi hún til Bangladess

Shamimu Begum, sem komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar hún vildi snúa aftur til Bretlands eftir að hafa gengið til liðs við ISIS árið 2015, bíður dauðarefsing haldi hún til Asíuríkisins Bangladess. Begum var í febrúar svipt breskum ríkisborgararétti á grundvelli þess að hún væri einnig bangladesskur ríkisborgari

Segja meintan barnaníðing liggja undir grun

Sky News hefur eftir portúgölskum miðlum að hinn grunaði hafi áður komið til kasta lögreglu og honum gefið að sök að hafa brotið kynferðislega á börnum.

Hafnaði ofan í á við lendingu

Enginn slasaðist alvarlega þegar farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 hafnaði utan flugbrautar eftir lendingu og lenti ofan í St. John's ánni í Flórída í gærkvöldi. Alls voru 143 um borð og af þeim hlutu 20 minniháttar meiðsli.

Lyfjameðferð við HIV fyrirbyggir smit

Ný rannsókn varpar einstöku ljósi á virkni andretróveirulyfja til halda HIV í skefjum og lágmarka líkur á smiti. Lyfin virka, og nú beina vísindamenn sjónum að því að koma öllum HIV-smituðum á lyfin svo stöðva megi hnattrænan faraldur.

Þúsund látin en hjálparstarf í hættu 

Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki.

Íhaldsflokkurinn missir 1334 menn

Breski íhaldsflokkurinn fer illa út úr sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í Bretlandi í vikunni. Frjálslyndir Demókratar bættu hins vegar við sig flestum mönnum.

Tveir látnir í fellibylnum Fani

Meira en milljón manns hafa þurft að flýja heimili sín eftir að fellibylurinn Fani gekk á land á austurströnd Indlands. Tveir eru látnir en óttast er meira mannfall eftir því sem bylurinn gengur lengra inn á land.

Skemmtiferðaskip í sóttkví vegna mislingasmits

Bandarískt skemmtiferðaskip var sett í sóttkví á eyríkinu Sankti Lúsíu í Karíbahafi í gær eftir að tilkynnt var um mislingatilfelli um borð. Frá þessu greindi Merlene Fredericks James, landlæknir á Sankti Lúsíu, í tilkynningu sem hún birti á myndbandaveitunni YouTube í gær.

Réttarhöldunum í Marokkó frestað

Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag.

Telja sig hafa náð að skima fyrir sí­þreytu

Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks.

Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010.

Sjá næstu 50 fréttir